Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sprengjuárás í Hafnarfirði: Snyrti- og flúrstofa í ljósum logum

Heima­til­bú­inni sprengju var kast­að inn um glugga á snyrti- og flúr­stofu við Dals­hraun í Hafnar­firði í nótt. Lög­regl­an vill ekk­ert tjá sig um mál­ið en sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar hafði eig­end­um fyr­ir­tæk­is­ins ver­ið hót­að und­an­farn­ar vik­ur. Stof­an hafði að­eins ver­ið op­in í einn dag.

Sprengjuárás í Hafnarfirði: Snyrti- og flúrstofa í ljósum logum
Stór sprengja á stærð við handbolta Lögreglan leitar þriggja manna vegna sprengjuárásarinnar í Hafnarfirði. Mynd: CCTV

Heimatilbúinni sprengju, líkust þeim sem sjá má í teiknimyndum, var kastað inn um glugga á snyrti- og flúrstofunni Immortal Art í Dalshrauni rétt fyrir klukkan tvö í nótt.

Allt ónýtt
Allt ónýtt Sprengjan olli miklum eldsvoða sem eyðilagði alla innanstokksmuni fyrirtækisins.

Stundin hefur undir höndum myndefni úr öryggismyndavél staðarins en þar sést sprengjan á gólfi snyrtistofunnar nokkrum andartökum áður en hún sprakk. Sprengingin olli mikilli eyðileggingu en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru allir innanstokksmunir ónýtir.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafði eigendum fyrirtækisins verið hótað undanfarnar vikur. Þá herma sömu heimildir að árásin í nótt og hótanirnar undanfarnar vikur hafi verið til þess að drepa samkeppni á flúrmarkaðinum og að lögreglan leiti nú að minnsta kosti þriggja manna sem taldir eru bera ábyrgð á sprengjuárásinni í nótt.

Við fjölfarinn veg
Við fjölfarinn veg Immortal Art opnaði í Dalshrauni en vegurinn er fjölfarinn og því ekki ólíklegt að einhver hafi séð þá sem köstuðu sprengjunni í nótt.

Opnuðu í gær

Það sem vekur athygli er að snyrti- og flúrstofan Immortal Art hafði aðeins verið í rekstri í einn dag. Hún opnaði í gær og af því tilefni var væntanlegum viðskiptavinum boðið að taka þátt í gjafabréfaleik á nýstofnaðri Facebook-síðu snyrtistofunnar. Rúmum átta klukkustundum eftir að þessi nýja snyrti- og flúrstofa lokaði eftir fyrsta daginn var sprengju kastað inn um rúðuna. Vitni sem skoðaði vettvanginn í Dalshrauni í morgun sagði að eldsvoðinn hefði einnig valdið skemmdum í öðru bili í húsnæðinu.

Stundin hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem vildi ekkert tjá sig um málið.

Uppfært 13:04

Stundin ræddi við nokkra sérfræðinga í flugeldum, meðal annars hjá hjálparsveitum landsins, en þeim bar saman um að hin „heimatilbúna“ sprengja hafi í raun og veru verið „tívolíbomba“ - öflug sprengja sem er bannað að selja hér á landi en er víða notuð í stórum flugeldasýningum. Á myndinni sem fylgir fréttinni sést í svokallaðan „tunnuþráð“ sem einkennir flugelda af þessari stærðargráðu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár