Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Einkarekinn spítali með óljóst eignarhald nálgist hundruð milljarða sem renna í heilbrigðisþjónustu á Íslandi

Rík­is­stjórn­in inn­leið­ir auk­inn einka­rekst­ur í heilsu­gæslu og er­lend­ir að­il­ar hafa feng­ið lóð fyr­ir risa­sjúkra­hús í Mos­fells­bæ. Kári Stef­áns­son var­ar við hætt­unni af fyr­ir­hug­uð­um einka­rekn­um spít­ala og tel­ur að­stand­end­ur hans vilja hagn­ast á út­gjöld­um Ís­lend­inga til heil­brigð­is­mála.

Einkarekinn spítali með óljóst eignarhald nálgist hundruð milljarða sem renna í heilbrigðisþjónustu á Íslandi
Dr. Pedro Brugada Heimsfrægur hjartalæknir kom til landsins í vor til að starfa að einkarekinni heilbrigðisþjónustu. Mynd: Cardiostars TV

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, varar við áformum um rekstur 30 þúsund fermetra einkasjúkrahúss í eigu erlendra aðila, sem bæjarráð Mosfellsbæjar hefur veitt lóð. Hann segir það vera ásetning aðstandenda fyrirhugaðs „útlendingaspítala“ að ná hagnaði úr þeim 150 til 200 milljörðum króna sem renna til heilbrigðisþjónustu á Íslandi á ári hverju.

Kári StefánssonForstjóri Íslenskrar erfðagreiningar varar við „útlendingaspítala“.

„Svona spítali er eingöngu hugsaður til þess að taka bita úr því fé sem innfæddir ætla sér að setja í læknisfræði. Þetta er í sjálfu sér ekkert vitlaus hugmynd fyrir þá, ef þeir komast upp með þetta, en hræðilegt fyrir fólkið í landinu. Því þó svo að það kosti 40 milljarða að reisa svona hús, þá er budgetið í heilbrigðisþjónustu hjá okkur slíkt að ef þeir komast upp með þetta þá er þetta gróðavænlegt. Þeir ætla að vera á undan ríkinu að reisa spítalann. Þeir eru að flýta sér.“

Torgreinanlegt eignarhald

Lára Hanna Einarsdóttir bendir á að eignarhald móðurfélags hins væntanlega sjúkrahúss sé torséð í pistli sínum á Stundinni undir fyrirsögninni Er einkasjúkrahúsið blekking? Ljóst er þó að annar helsti aðstandandi fyrirhugaðs sjúkrahúss hefur boðað samstarf sitt við Klíníkina í Ármúla, einkarekna heilbrigðisþjónustu sem er meðal annars leidd af Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ og áhrifakonu í Sjálfstæðisflokknum. 

Greint var frá því í Morgunblaðinu í maí að dr. Pedro Brugada, einn aðstandenda risasjúkrahússins, hefði átt fund með Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra og átt við hann „gagnlegt“ samtal

Ásdís Halla sagði í samtali við Morgunblaðið í umfjöllun um komu dr. Brugada til Íslands að eftir opnun Klíníkurinnar hafi „íslenskir sérfræðingar, bæði læknar og hjúkrunarfræðingar sem nú starfa erlendis, haft samband og lýst yfir áhuga á að starfa hér á landi“. „Þannig að þetta getur haft margvísleg áhrif íslensku samfélagi til góðs,“ sagði hún. 

Samkvæmt henni beindust störf Brugada fyrir Klíníkina að heilbrigðisþjónustu við útlendinga. Þó kom fram, að ef íslensk heilbrigðisyfirvöld meti það sem svo að þau vilji að íslenskir sjúklingar fái aðgang að þjónustunni eða einhverjum þáttum hennar, „yrði án efa orðið við því“. Hins vegar hafi engar viðræður átt sér stað við yfirvöld. 

Hugmynd dr. Brugada er að erlendir sjúklingar fái meðhöndlun. „Í flestum tilfellum greiða sjúkratryggingar eða aðrar tryggingar fyrir meðferðina,“ sagði hann við Morgunblaðið. Hann sagðist upphaflega hafa ætlað að starfrækja eigin læknastöð hér á landi, en síðan hugsað til samstarfs við Klíníkina. „Eftir að við fréttum af Klíníkinni og skoðuðum þá aðstöðu sem þar er fannst okkur áhugavert að kanna samstarfsgrundvöll.“

Varðandi hvers vegna hann valdi Ísland sagði Brugada að loftið væri gott og nálægðin við Evrópu og Bandaríkin gerði auðvelt að komast hingað til lands, en hann vísaði ekki til rekstrarskilyrða einkarekinnar heilbrigðisþjónustu: „Það er auðvelt að komast hingað - Ísland er viðkomustaður á leiðinni frá Evrópu til Bandaríkjanna. Svo er það loftið, kyrrðin, vatnið, rólegheitin og einstök náttúrufegurð. Ég efast um að það sé hægt að finna heilsusamlegra umhverfi en hér.“

Læknisfræðitúrismi gengur ekki

„Læknisfræðitúrismi hefur aldrei gengið,“ segir Kári Stefánsson. „Eina stofnunin í heiminum sem hefur grætt á læknisfræðitúrisma er Mayo Clinic í Bandaríkjunum og það byggir á ótrúlegum competence í læknisfræði. En þar sem menn hafa reynt þetta annars staðar hefur það aldrei gengið.“

„Þar sem menn hafa reynt þetta annars staðar hefur það aldrei gengið“

Á sama tíma hefur Landspítalinn varað við flótta heilbrigðisstarfsfólks úr landi. 

Kári Stefánsson stofnaði til undirskriftarsöfnunar til að auka heilbrigðisútgjöld á Íslandi, en þau hafa minnkað að raungildi undanfarin ár. Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eru tæplega 9% hér á landi, en eru 11% í Svíþjóð og 10,4% í Danmörku. Tæplega 87 þúsund manns skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að leggja 11% þjóðarframleiðslu Íslands í heilbrigðismál.

HeilbrigðisráðherraKristsján Þór Júlíusson hefur boðið út rekstur á þremur heilsugæslustöðvum sem verða einkareknar en ekki ríkisreknar, eins og aðrar heilsugæslustöðvar.

Aukinn einkarekstur innleiddur

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur undanfarið innleitt aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Þannig var rekstur þriggja einkarekinna heilsugæslustöðva nýlega boðinn út. Einkarekna alhliða heilsugæslan verður starfrækt í Álfheimum, Bíldshöfða og á Urriðahvarfi. Læknirinn Guðmundur Karl Snæbjörnsson varaði við því í samtali við Stundina að öryggi sjúklinga væri stefnt í hættu með fyrirkomulaginu, þar sem fjárframlög ríkisins á hvern sjúkling séu of lág samkvæmt tillögunum. „Sparnarkröfurnar frá ráðuneytinu eru það miklar að það má eiginlega ekki við því að sjúklingar verði veikir. Þetta gengur í heimi þar sem enginn er veikur en þetta gengur ekki þegar fólk er veikt. Ein blóðrannsókn hjá barni sem kemur í rannsókn vegna ofnæmisvandamáls getur kostað 30 þúsund. Þá er allt fjármagn uppétið fyrir þetta barn,“ sagði hann.

Þrjú einkarekin heilbrigðisfyrirtæki eru á lista yfir arðbærustu fyrirtæki landsins og hafa félög fjármögnuð af Sjúkratryggingum Íslands greitt hundruð milljóna í arð.

Eigandi KlíníkurinnarÁsdís Halla Bragadóttir.

 Tengsl við Klíníkina

Ásdís Halla hefur sagt að Albanía, eitt fátækasta ríki Evrópu, standi Íslandi mun framar í einkarekinni heilbrigðisþjónustu. „Albanía er ljósárum á undan okkur í valfrelsi og samkeppni í heilbrigðisrekstri,“ sagði hún á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í apríl 2014. 

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, er gagnrýninn á gagnrýnina á fyrirhugað sjúkrahús í pistli á heimasíðu sinni. Ásdís Halla, einn eigenda Klíníkurinnar, er fyrrverandi aðstoðarmaður Björns.

„Það er gleðiefni að ekkert hefur verið rætt um málið við stjórnmálamenn“

Björn Bjarnason, sem er kjarnameðlimur í Sjálfstæðisflokknum, styður framtakið í Mosfellsbæ. „Fullnægi þeir sem að sjúkrahúsinu standa lögbundnum skilyrðum ber viðkomandi yfirvöldum að veita þeim starfsleyfi hvað sem einstökum þingmönnum finnst. Fyrsta skrefið var að tryggja land undir nauðsynleg mannvirki. Næsta skref er að skapa starfsumgjörðina að öðru leyti. Það er gleðiefni að ekkert hefur verið rætt um málið við stjórnmálamenn eða embættismenn. Þeir hafa þá ekki gert sig vanhæfa við formlega afgreiðslu málsins. Þar ber þeim að fara að lögum og reglum hvað sem skoðunum þeirra líður.“

Kári Stefánsson leggur hins vegar til í grein sinni í Fréttablaðinu að dr. Brugada fái mannúðlega meðhöndlun eins og ísbjörn sem ógnar mönnum - verði fluttur á Grænlandsjökul. „Ég vil benda honum á að þegar ísbirnir ganga á land og lífi okkar og limum steðjar hætta af þeim leyfum við okkur að skjóta þá. Nú er ég ekki að leggja það til að við gerum hið sama við Brugada heldur að við förum að mannúðlegri tillögu Jóns Gnarr um birnina og svæfum hann og flytjum upp á Grænlandsjökul.“

Umfjöllun um Dr. BrugadaKoma Dr. Pedros Brugada til landsins var kynnt í Morgunblaðinu 7. maí síðastliðinn. Þar kom fram að hann væri í samstarfi við Klíníkina, í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, og opið væri fyrir því að taka íslenska sjúklinga til viðbótar við erlenda, ef yfirvöld vildu það.

 Ráðherra kvaðst ekki hafa vitað

Með heilbrigðisráðherra
Með heilbrigðisráðherra Dr. Pedro Brugada hitti Kristján Þór Júlíusson, sem kannaðist þó ekki við að hafa heyrt hugmyndir um risastórt einkarekið sjúkrahús sem Brugada og félagar hafa fengið lóð fyrir í Mosfellsbæ.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagðist í samtali við RÚV ekki hafa heyrt af áformunum fyrr en daginn sem þau voru kynnt, en engu að síður hafði Pedro Brugada birt mynd af sér með Kristjáni í maí síðastliðnum. „Stjórnmálamennirnir eru svo opnir. Þetta er eins og að fara í heimsókn til fjölskyldumeðlims,“ skrifaði Brugada um reynslu sína af Kristjáni Þór og Eygló Harðardóttur velferðarráðherra.

„Þetta er eins og að fara í heimsókn til fjölskyldumeðlims“

Annar aðstandenda spítalans, Henri Middeldorp, segir þá ætla að koma með verðmæti inn í landið. Hann segir, eins og Brugada, að gert sé ráð fyrir því að sjúkratryggingar borgi fyrir aðgerðir sjúklinganna, en þeir verði hins vegar ekki íslenskir. Þá vísar hann til samkomulags við heilbrigðisyfirvöld, sem hefur, miðað við orð Kristjáns Þórs, verið gert án vitundar ráðherra, í öðru samhengi en við spítalann í Mosfellsbæ eða er hreinlega ekki fótur fyrir. „Við höfum gert samkomulag við íslensk heilbrigðisyfirvöld um að við sækjumst ekki eftir íslenskum sjúklingum nema þeir borgi sjálfir fyrir sínar aðgerðir í stað þess að íslenska heilbrigðiskerfið greiði fyrir þá.“

Middeldorp, sem á íslenska eiginkonu, segist sjálfur eiga helmingshlut í hollenska félaginu Burbanks Holding B.V. sem á 98% í félaginu MCPB ehf. sem heldur utan um nýja sjúkrahúsið. Hinn helmingur eignarhaldsins er á huldu en er skráður á Burbanks Trust and Investments, sem hefur tengsl við Burbanks Capital, sem einbeitir sér að fjárfestingu í heilsugæslu, vatni og sjálfbærri orku. Nánar er fjallað um tengsl nýja sjúkrahússins hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Spyr ráðherra um eftirlit Sjúkratrygginga með einkarekstri í heilbrigðiskerfinu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Spyr ráð­herra um eft­ir­lit Sjúkra­trygg­inga með einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur stað­ið fyr­ir stór­auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu frá því að hann tók við starf­inu. Eft­ir­lit með þeim fjár­mun­um sem fara frá rík­inu til einka­að­ila hef­ur sam­hliða því ekki ver­ið auk­ið. Will­um Þór svar­aði spurn­ing­um um með­al ann­ars á Al­þingi um miðj­an mán­uð­inn.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár