Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Söngkonan Leoncie segist hafa fengið morðhótun undirritaða af Samtökunum '78

Leoncie send­ir bréf sem hún seg­ir vera líf­láts­hót­un í sinn garð, und­ir­rit­uð af Sam­tök­un­um '78.

Söngkonan Leoncie segist hafa fengið morðhótun undirritaða af Samtökunum '78
Söngkonan Leoncie Hvatti til lögsókna vegna hinsegin fræðslu. Samtökin '78 kæra meint hatursummæli. Mynd: Facebook

Íslensk-indverska söngkonan Leoncie segist hafa orðið fyrir fordómum og hótunum frá samkynhneigðum, í kjölfar ummæla hennar um samkynhneigða vegna hinseginfræðslu í Hafnarfirði. Hún hefur sent Stundinni afrit af bréfi, sem hún fullyrðir að sé frá Samtökunum '78, þar sem skrifuð var morðhótun í hennar garð.

Leoncie tengdi hinsegin fræðsluna við hvatningu til nauðgana í ummælum sínum á Facebook-síðu Gylfa Ægissonar, þjóðlagasöngvara og andstæðingi hinseginfræðslu og hinsegingöngunnar. Jafnframt hvatti hún foreldra til að kæra vegna hinseginfræðslunnar. „Næst fara kennarar til skólans og heilaþvo börnin að það er allt í lagi að nauðga. Foreldrarnir ættu að lögsækja svona kennara og skólastjóra sem ráða þessa öfugugga að kenna börnum. Börnin eru í hættu með svona kynferðislega klikkuðum kennurum,“ sagði hún. 

Kæra hatursfull ummæli

Samtökin '78 hafa kært tíu einstaklinga fyrir hatursfull ummæli í tengslum við umræðuna um hinseginfræðsluna. Í yfirlýsingu frá stjórn samtakanna segir: „Þeir einstaklingar sem hefur verið ákveðið að kæra hafa kynt undir orðræðu sem við teljum vega gróflega að rétti hinsegin fólks til friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og fyllsta jafnréttis. Réttinda sem vernduð eru af stjórnarskrá lýðveldisins Íslands og þeim alþjóðlegu sáttmálum sem Ísland er aðili að, þar með talið mannréttindasáttmála Evrópu.“

Lög banna háð, rógburð og smánun

Þótt stjórnarskrá og lög tryggi tjáningarfrelsi á Íslandi eru einnig lög sem banna svokallaðan hatursáróður gegn tilteknum þjóðfélagshópum. Í íslenskum hegningarlögum er kveðið á um sektir eða allt að tveggja ára fangelsi fyrir orðræðu:

„Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“

Kæra Samtakanna '78 byggir á þessari lagagrein. 

Í fjölmiðlalögum er einnig kveðið á um bann við hatursáróðri. Í skýringum með frumvarpi til fjölmiðlalaga segir að munur sé á málefnalegri gagnrýni, stjórnmálaumræðu og skoðanaágreiningi: „Mikilvægt er að gera greinarmun á hatursáróðri annars vegar og málefnalegri gagnrýni, stjórnmálaumræðu og skoðanaágreiningi hins vegar. Hatursáróður er skilgreindur sem tal, texti, tjáning, hegðun og/eða framkoma sem birtist í texta, hljóði og/eða mynd þar sem hvatt er til ofbeldis, fordóma og/eða fordómafullrar hegðunar gegn einstaklingi eða hópi af fólki og/eða með því að vanvirða, smána, hræða og/eða ógna viðkomandi einstaklingi eða hópi ... Hatursáróður þykir sérstaklega skaðlegur þegar hann birtist í hljóð- og myndmiðlum vegna þess slagkrafts og þeirrar útbreiðslu sem slíkir miðlar hafa.“

Fordæmingar á Útvarpi sögu

Fjöldi innhringjenda á Útvarpi sögu fordæmdi hinseginfræðsluna og Samtökin '78 í síðustu viku. 

„Þetta er bara eins og barnaklám eða eitthvað,“ fullyrti einn innhringjandi, sem kallaði sig Halldóru. Annar innhringjandinn, að nafni Kristjana, sagðist hringja inn út af þessu „bölvaða máli í sambandi við samkynhneigða. Að það skuli leyfa að kenna þetta í skólum. Ætla þeir að sýna hvernig þeir eðla sig? Ég ætla nú bara að vera dónaleg. Ég myndi bara spyrja þessa nítján ára stelpu hvort hún ætlar að gera það.“

„Ég hugsa að sumir hugsi þannig að það sé bara allt í lagi,“ svaraði þáttarstjórnandinn, Pétur Gunnlaugsson. „Mér finnst að hún eigi bara að sýna hvernig hún og hennar lesbía myndi eðla sig fyrir framan börnin. Það er raunverulegt og þá ofbýður börnunum, held ég að hljóti að vera,“ segir innhringjandinn og vísar til bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar sem lagði fram tillöguna. Kristjana hvetur til þess að lögregla ræði við hana.

„Það er bara verið að særa blygðunarkennd þessara barna. Ég skil bara ekki hvernig nokkrum dettur þetta í hug. Þetta er bara refsivert athæfi í raun og veru,“ segir þáttarstjórnandinn.

Meint morðhótun
Meint morðhótun Leoncie hefur sent fjölmiðlum bréfið, sem hún segir að hafi borist sér undirritað af Samtökunum '78.

Morðhótunarbréf Leoncie

Leoncie hefur sent til fjölmiðla bréf sem að hennar sögn er morðhótun í hennar garð. Bréfið er undirritað: „Samtökin '78“. 

„Málfresli á Íslandi er aðeins fyrir „gay bullies“. Þau nota fjölskyldutengsl til að hóta fólki sem nota málfrelsi sitt og þessi morðhótun er ógeðsleg!“ segir Leoncie í bréfi til fjölmiðla. Í handrituðu, skönnuðu bréfi, sem Leoncie vísar til, segir:

„Drullaðu í burtu frá Íslandi, áður en þú ert Drepinn. Indverska viðrinið þitt. 

Samtökin 78.“

Gylfi segist líka hafa fengið morðhótun

Þjóðlagasöngvarinn Gylfi Ægisson tekur undir með Leoncie. „Þetta er rétt hjá Leoncie India Samtökin '78 eru haturssamtök að mínu mati og ættu að skammast sín fyrir árásir á fólk á kommenta síðunum. Fólk forðar sér af þeim eftir árásir þeirra eins og í þessum ógleðigöngum Hinsegin Daga og nú á að reyna að heilaþvo börn í grunnskólum. Þvílík þjóðar skömm. Skammist ykkar öll í Samtökunum '78. Ég fékk morðhótun í gær en Leoncie India í dag.“

„Það mun aldrei vera gefið upp hverjir eru kærðir.“

Í samtali við Stundina þvertekur Björg Valgeirsdóttir, lögmaður Samtakanna '78, fyrir að samtökin standi fyrir því að hafa samband við Leoncie eða Gylfa með þessum hætti. 

Þá segir hún að ekki verði gefið upp hverjir séu þeir tíu sem eru kærðir af samtökunum fyrir hatursfull ummæli. „Það mun aldrei vera gefið upp hverjir eru kærðir,“ segir hún.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hinsegin fræðsla í Hafnarfirði

Samtökin '78 segja frumvarp um hatursorðræðu geta verið túlkað sem stuðningsyfirlýsingu við fordóma
FréttirHinsegin fræðsla í Hafnarfirði

Sam­tök­in '78 segja frum­varp um hat­ursorð­ræðu geta ver­ið túlk­að sem stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við for­dóma

Sam­tök­in '78 mót­mæla frum­varpi Sig­ríð­ar And­er­sen dóms­mála­ráð­herra sem rýmk­ar svig­rúm til að róg­bera og smána hópa á grund­velli kyn­þátt­ar og kyn­hneigð­ar. „Hat­ursorð­ræða er und­an­fari of­beld­is,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um.

Mest lesið

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
1
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Stefán Ólafsson
8
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
10
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár