Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sölu á hlut ríkisins í Sjóvá lokið

Fjár­mála­ráð­herra tengd­ist sjálf­ur þeim við­skipta­gjörn­ing­um fyr­ir hrun sem leiddu til þess að trygg­inga­fé­lag­ið fór á hlið­ina. Nú hef­ur Lind­ar­hvoll, fé­lag sem heyr­ir und­ir ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­son­ar, selt hlut rík­is­sjóðs í Sjóvá og heild­ar­sölu­verð­mæti nam rúm­um 2,8 millj­örð­um króna.

Sölu á hlut ríkisins í Sjóvá lokið

Sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. lauk í gær og var sölugengi í útboðinu ákveðið 12,91 kr. á hlut. Að því er fram kemur á vef Landsbankans, sem hafði umsjón með útboðinu, var heildarsöluverðmæti samþykktra tilboða eftir skerðingu rúmlega 2,8 milljarðar króna og ganga kaupin í gegn á morgun, miðvikudag. 

Tilboðsfresturinn í útboðinu var stuttur; allur eignarhlutur ríkisins var boðinn til sölu á föstudaginn síðastliðinn kl. 16:09 og tilboðsfresturinn rann út á mánudag kl. 8:30. 

„Á grundvelli reglna Lindarhvols ehf. um umsýslu, fullnustu og sölu eigna, þar sem segir að sala og ráðstöfun skuli eiga sér stað að undangengnu opnu tilboðsferli, þar sem gætt sé gagnsæis og jafnræðis bjóðenda, fór salan fram í útboði sem auglýst var opinberlega eftir lokun markaða þann 23. september 2016,“ segir á vef Lindarhvols, einkahlutafélag sem heyrir undir Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og annast umsýslu, fullnustu og sölu ríkiseigna.

Hluturinn í tryggingafélaginu Sjóvá er ein af þeim eignum sem runnu ríkissjóði í skaut eftir að kröfuhafar fall­inna viðskipta­banka og spari­sjóða reiddu fram svonefnd stöðugleikaframlög. Fjármála- og efnahagsráðherra tengdist sjálfur þeim viðskiptagjörningum fyrir hrun sem leiddu til þess að tryggingafélagið fór á hliðina. Nú, átta árum seinna, bar hann sem fjármálaráðherra pólitíska ábyrgð á sölu eignarhluts ríkisins í félaginu. Því verki er nú lokið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár