Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sölu á hlut ríkisins í Sjóvá lokið

Fjár­mála­ráð­herra tengd­ist sjálf­ur þeim við­skipta­gjörn­ing­um fyr­ir hrun sem leiddu til þess að trygg­inga­fé­lag­ið fór á hlið­ina. Nú hef­ur Lind­ar­hvoll, fé­lag sem heyr­ir und­ir ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­son­ar, selt hlut rík­is­sjóðs í Sjóvá og heild­ar­sölu­verð­mæti nam rúm­um 2,8 millj­örð­um króna.

Sölu á hlut ríkisins í Sjóvá lokið

Sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. lauk í gær og var sölugengi í útboðinu ákveðið 12,91 kr. á hlut. Að því er fram kemur á vef Landsbankans, sem hafði umsjón með útboðinu, var heildarsöluverðmæti samþykktra tilboða eftir skerðingu rúmlega 2,8 milljarðar króna og ganga kaupin í gegn á morgun, miðvikudag. 

Tilboðsfresturinn í útboðinu var stuttur; allur eignarhlutur ríkisins var boðinn til sölu á föstudaginn síðastliðinn kl. 16:09 og tilboðsfresturinn rann út á mánudag kl. 8:30. 

„Á grundvelli reglna Lindarhvols ehf. um umsýslu, fullnustu og sölu eigna, þar sem segir að sala og ráðstöfun skuli eiga sér stað að undangengnu opnu tilboðsferli, þar sem gætt sé gagnsæis og jafnræðis bjóðenda, fór salan fram í útboði sem auglýst var opinberlega eftir lokun markaða þann 23. september 2016,“ segir á vef Lindarhvols, einkahlutafélag sem heyrir undir Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og annast umsýslu, fullnustu og sölu ríkiseigna.

Hluturinn í tryggingafélaginu Sjóvá er ein af þeim eignum sem runnu ríkissjóði í skaut eftir að kröfuhafar fall­inna viðskipta­banka og spari­sjóða reiddu fram svonefnd stöðugleikaframlög. Fjármála- og efnahagsráðherra tengdist sjálfur þeim viðskiptagjörningum fyrir hrun sem leiddu til þess að tryggingafélagið fór á hliðina. Nú, átta árum seinna, bar hann sem fjármálaráðherra pólitíska ábyrgð á sölu eignarhluts ríkisins í félaginu. Því verki er nú lokið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár