Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sölu á hlut ríkisins í Sjóvá lokið

Fjár­mála­ráð­herra tengd­ist sjálf­ur þeim við­skipta­gjörn­ing­um fyr­ir hrun sem leiddu til þess að trygg­inga­fé­lag­ið fór á hlið­ina. Nú hef­ur Lind­ar­hvoll, fé­lag sem heyr­ir und­ir ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­son­ar, selt hlut rík­is­sjóðs í Sjóvá og heild­ar­sölu­verð­mæti nam rúm­um 2,8 millj­örð­um króna.

Sölu á hlut ríkisins í Sjóvá lokið

Sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. lauk í gær og var sölugengi í útboðinu ákveðið 12,91 kr. á hlut. Að því er fram kemur á vef Landsbankans, sem hafði umsjón með útboðinu, var heildarsöluverðmæti samþykktra tilboða eftir skerðingu rúmlega 2,8 milljarðar króna og ganga kaupin í gegn á morgun, miðvikudag. 

Tilboðsfresturinn í útboðinu var stuttur; allur eignarhlutur ríkisins var boðinn til sölu á föstudaginn síðastliðinn kl. 16:09 og tilboðsfresturinn rann út á mánudag kl. 8:30. 

„Á grundvelli reglna Lindarhvols ehf. um umsýslu, fullnustu og sölu eigna, þar sem segir að sala og ráðstöfun skuli eiga sér stað að undangengnu opnu tilboðsferli, þar sem gætt sé gagnsæis og jafnræðis bjóðenda, fór salan fram í útboði sem auglýst var opinberlega eftir lokun markaða þann 23. september 2016,“ segir á vef Lindarhvols, einkahlutafélag sem heyrir undir Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og annast umsýslu, fullnustu og sölu ríkiseigna.

Hluturinn í tryggingafélaginu Sjóvá er ein af þeim eignum sem runnu ríkissjóði í skaut eftir að kröfuhafar fall­inna viðskipta­banka og spari­sjóða reiddu fram svonefnd stöðugleikaframlög. Fjármála- og efnahagsráðherra tengdist sjálfur þeim viðskiptagjörningum fyrir hrun sem leiddu til þess að tryggingafélagið fór á hliðina. Nú, átta árum seinna, bar hann sem fjármálaráðherra pólitíska ábyrgð á sölu eignarhluts ríkisins í félaginu. Því verki er nú lokið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár