Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sölu á hlut ríkisins í Sjóvá lokið

Fjár­mála­ráð­herra tengd­ist sjálf­ur þeim við­skipta­gjörn­ing­um fyr­ir hrun sem leiddu til þess að trygg­inga­fé­lag­ið fór á hlið­ina. Nú hef­ur Lind­ar­hvoll, fé­lag sem heyr­ir und­ir ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­son­ar, selt hlut rík­is­sjóðs í Sjóvá og heild­ar­sölu­verð­mæti nam rúm­um 2,8 millj­örð­um króna.

Sölu á hlut ríkisins í Sjóvá lokið

Sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. lauk í gær og var sölugengi í útboðinu ákveðið 12,91 kr. á hlut. Að því er fram kemur á vef Landsbankans, sem hafði umsjón með útboðinu, var heildarsöluverðmæti samþykktra tilboða eftir skerðingu rúmlega 2,8 milljarðar króna og ganga kaupin í gegn á morgun, miðvikudag. 

Tilboðsfresturinn í útboðinu var stuttur; allur eignarhlutur ríkisins var boðinn til sölu á föstudaginn síðastliðinn kl. 16:09 og tilboðsfresturinn rann út á mánudag kl. 8:30. 

„Á grundvelli reglna Lindarhvols ehf. um umsýslu, fullnustu og sölu eigna, þar sem segir að sala og ráðstöfun skuli eiga sér stað að undangengnu opnu tilboðsferli, þar sem gætt sé gagnsæis og jafnræðis bjóðenda, fór salan fram í útboði sem auglýst var opinberlega eftir lokun markaða þann 23. september 2016,“ segir á vef Lindarhvols, einkahlutafélag sem heyrir undir Bjarna Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og annast umsýslu, fullnustu og sölu ríkiseigna.

Hluturinn í tryggingafélaginu Sjóvá er ein af þeim eignum sem runnu ríkissjóði í skaut eftir að kröfuhafar fall­inna viðskipta­banka og spari­sjóða reiddu fram svonefnd stöðugleikaframlög. Fjármála- og efnahagsráðherra tengdist sjálfur þeim viðskiptagjörningum fyrir hrun sem leiddu til þess að tryggingafélagið fór á hliðina. Nú, átta árum seinna, bar hann sem fjármálaráðherra pólitíska ábyrgð á sölu eignarhluts ríkisins í félaginu. Því verki er nú lokið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
3
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár