Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Slökkviliðið bjargaði Megasi

Sofn­aði drukk­inn með síga­rettu. Safn Ás­gríms Jóns­son­ar í næsta húsi.

Slökkviliðið bjargaði Megasi
Megas Skrautlegu lífshlaupi söngvaskáldsins er lýst í nýrri bók. Mynd: PressPhotos

Tónlistarmaðurinn Megas lenti í háska á heimili sínu við Bergstaðastræti þegar hann sofnaði ölvaður út frá sígarettu. Slökkviliðið var kallað út og bjargaði það tónlistarmanninum, sem var í fastasvefni í reykfyllltu herbergi sínu. Frá þessu atviki segir í nýrri bók um Megas, Viðrini veit ég mig vera, sem kom út fyrir nokkrum dögum. 

Þegar þetta gerðist var Megas í mikilli óreglu. Hann hafði fengið húsnæðið þegar hann og Spilverk þjóðanna unnu að upptökum á plötunni Á bleikum náttkjólum. 

„Á þessum árum var mjög farið að halla undan fæti hjá Megasi og hann var á stöðugum hrakhólum með húsnæði, enda vildu fáir hýsa þetta drykkfellda skáld. Meðan hann og Spilverksmenn voru að taka upp náttkjólana höfðu þeir stundað æfingar í húsnæði Gunnlaugs Þórðarsonar, tengdaföður Egils Ólafssonar. Í framhaldi af því bauð Gunnlaugur Megasi að búa í kjallara hússins. Í aprílmánuði 1978 birtust fréttir af því að eldur hefði komið upp í húsinu að Bergstaðarstræti 74a sem áfast er Ásgrímsafni. Mikinn reyk lagði frá herberginu og reyndist leigjandinn sofandi þegar slökkviliðsmenn brutu sér leið í kjallarann ...," segir í bókinni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár