Slökkviliðið bjargaði Megasi

Sofn­aði drukk­inn með síga­rettu. Safn Ás­gríms Jóns­son­ar í næsta húsi.

Slökkviliðið bjargaði Megasi
Megas Skrautlegu lífshlaupi söngvaskáldsins er lýst í nýrri bók. Mynd: PressPhotos

Tónlistarmaðurinn Megas lenti í háska á heimili sínu við Bergstaðastræti þegar hann sofnaði ölvaður út frá sígarettu. Slökkviliðið var kallað út og bjargaði það tónlistarmanninum, sem var í fastasvefni í reykfyllltu herbergi sínu. Frá þessu atviki segir í nýrri bók um Megas, Viðrini veit ég mig vera, sem kom út fyrir nokkrum dögum. 

Þegar þetta gerðist var Megas í mikilli óreglu. Hann hafði fengið húsnæðið þegar hann og Spilverk þjóðanna unnu að upptökum á plötunni Á bleikum náttkjólum. 

„Á þessum árum var mjög farið að halla undan fæti hjá Megasi og hann var á stöðugum hrakhólum með húsnæði, enda vildu fáir hýsa þetta drykkfellda skáld. Meðan hann og Spilverksmenn voru að taka upp náttkjólana höfðu þeir stundað æfingar í húsnæði Gunnlaugs Þórðarsonar, tengdaföður Egils Ólafssonar. Í framhaldi af því bauð Gunnlaugur Megasi að búa í kjallara hússins. Í aprílmánuði 1978 birtust fréttir af því að eldur hefði komið upp í húsinu að Bergstaðarstræti 74a sem áfast er Ásgrímsafni. Mikinn reyk lagði frá herberginu og reyndist leigjandinn sofandi þegar slökkviliðsmenn brutu sér leið í kjallarann ...," segir í bókinni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu