Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Skýrsla Hannesar verður birt rúmum tveimur árum á eftir áætlun

Skýrsla Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar, um er­lenda áhrifa­þætti banka­hruns­ins, verð­ur birt þann 8. októ­ber, á níu ára af­mæli þess að bresk stjórn­völd beittu hryðju­verka­lög­um gegn Ís­landi. Hann­es hef­ur brugð­ist illa við frétta­flutn­ingi um taf­ir á birt­ingu skýrsl­unn­ar.

Skýrsla Hannesar verður birt rúmum tveimur árum á eftir áætlun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Er að leggja lokahönd á skýrsluna sem birt verður þann 9. október.

Skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti á bankahrunið, verður birt í haust en áætluð verklok voru þann 1. september 2015. „Hannes er að leggja lokahönd á skýrsluna núna og hún verður birt þann 8. október á níu ára afmæli þess að bresk stjórnvöld beittu hryðverkalögum gegn Íslandi,“ segir Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra.

Hannes átti frumkvæði að vinnslu skýrslunnar og fékk til verksins 10 milljónir króna frá fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Þá hefur hann brugðist illa við fréttaflutningi um að birting skýrslunnar hafi tafist.

„Fréttastofa RÚV flutti í gær sérstaka frétt um það þjóðarböl, að líklega komi skýrsla mín ekki út fyrir næstu áramót. Töfin á minni skýrslu er hins vegar vegna þess tvenns, að ég er líka að vinna að lengri skýrslu (þótt samningurinn við fjármálaráðuneytið hafi ekki krafist þess) og að erfitt hefur verið að fá viðtöl við einn eða tvo menn, sem þó er nauðsynlegt að tala við. Ég hefði ella getað skilað styttri skýrslunni fyrir löngu,“ sagði Hannes í færslu á Facebook þann 21. október 2015. Þá voru áætluð verklok liðin.

Í bloggfærslu sem Hannes birti þann 12. ágúst í fyrra sagði hann ekkert sérstaklega liggja á því að skýrslan yrði birt. „Ég hef talsverða reynslu af stórum verkum og tel, að tafir séu illskárri en óðagot og óvandvirkni. Ég hygg, að ég geti lofað því, að skýrslan tefjist minna en skýrslan um sparisjóðina,“ sagði hann í bloggfærslunni.

Loforðið tekst Hannesi ekki að standa við en þegar skýrslan verður birt í október verða rúmlega tvö ár liðin frá áætluðum verklokum. Sparisjóðsskýrslunni var skilað nærri tveimur árum eftir áætlun.

Hannes hefur áður unnið að skýrslu á vegum Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir fjármálaráðuneytið. Árið 2007 samdi Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, við stofnunina um gerð skýrslu sem fjallaði um skattabreytingar á valdatíma Sjálfstæðisflokksins á árunum 1991 til 2007. Í samningnum var áskilið að Hannes annaðist verkefnið en ásamt honum komu Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðbjörn Orri Ketilsson, fyrrum ritstjóri Amx-vefsins, að gerð skýrslunnar.

Áætlað var að kostnaður við skýrsluna yrði tíu milljónir króna en heildarkostnaðurinn nam um þrettán milljónum króna. Þá skilaði Hannes af sér skýrslunni rúmi ári eftir umsamin verklok, í nóvember 2009.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár