Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Skýrsla Hannesar verður birt rúmum tveimur árum á eftir áætlun

Skýrsla Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar, um er­lenda áhrifa­þætti banka­hruns­ins, verð­ur birt þann 8. októ­ber, á níu ára af­mæli þess að bresk stjórn­völd beittu hryðju­verka­lög­um gegn Ís­landi. Hann­es hef­ur brugð­ist illa við frétta­flutn­ingi um taf­ir á birt­ingu skýrsl­unn­ar.

Skýrsla Hannesar verður birt rúmum tveimur árum á eftir áætlun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Er að leggja lokahönd á skýrsluna sem birt verður þann 9. október.

Skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti á bankahrunið, verður birt í haust en áætluð verklok voru þann 1. september 2015. „Hannes er að leggja lokahönd á skýrsluna núna og hún verður birt þann 8. október á níu ára afmæli þess að bresk stjórnvöld beittu hryðverkalögum gegn Íslandi,“ segir Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra.

Hannes átti frumkvæði að vinnslu skýrslunnar og fékk til verksins 10 milljónir króna frá fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Þá hefur hann brugðist illa við fréttaflutningi um að birting skýrslunnar hafi tafist.

„Fréttastofa RÚV flutti í gær sérstaka frétt um það þjóðarböl, að líklega komi skýrsla mín ekki út fyrir næstu áramót. Töfin á minni skýrslu er hins vegar vegna þess tvenns, að ég er líka að vinna að lengri skýrslu (þótt samningurinn við fjármálaráðuneytið hafi ekki krafist þess) og að erfitt hefur verið að fá viðtöl við einn eða tvo menn, sem þó er nauðsynlegt að tala við. Ég hefði ella getað skilað styttri skýrslunni fyrir löngu,“ sagði Hannes í færslu á Facebook þann 21. október 2015. Þá voru áætluð verklok liðin.

Í bloggfærslu sem Hannes birti þann 12. ágúst í fyrra sagði hann ekkert sérstaklega liggja á því að skýrslan yrði birt. „Ég hef talsverða reynslu af stórum verkum og tel, að tafir séu illskárri en óðagot og óvandvirkni. Ég hygg, að ég geti lofað því, að skýrslan tefjist minna en skýrslan um sparisjóðina,“ sagði hann í bloggfærslunni.

Loforðið tekst Hannesi ekki að standa við en þegar skýrslan verður birt í október verða rúmlega tvö ár liðin frá áætluðum verklokum. Sparisjóðsskýrslunni var skilað nærri tveimur árum eftir áætlun.

Hannes hefur áður unnið að skýrslu á vegum Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir fjármálaráðuneytið. Árið 2007 samdi Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, við stofnunina um gerð skýrslu sem fjallaði um skattabreytingar á valdatíma Sjálfstæðisflokksins á árunum 1991 til 2007. Í samningnum var áskilið að Hannes annaðist verkefnið en ásamt honum komu Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðbjörn Orri Ketilsson, fyrrum ritstjóri Amx-vefsins, að gerð skýrslunnar.

Áætlað var að kostnaður við skýrsluna yrði tíu milljónir króna en heildarkostnaðurinn nam um þrettán milljónum króna. Þá skilaði Hannes af sér skýrslunni rúmi ári eftir umsamin verklok, í nóvember 2009.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár