Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Skýrsla Hannesar verður birt rúmum tveimur árum á eftir áætlun

Skýrsla Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar, um er­lenda áhrifa­þætti banka­hruns­ins, verð­ur birt þann 8. októ­ber, á níu ára af­mæli þess að bresk stjórn­völd beittu hryðju­verka­lög­um gegn Ís­landi. Hann­es hef­ur brugð­ist illa við frétta­flutn­ingi um taf­ir á birt­ingu skýrsl­unn­ar.

Skýrsla Hannesar verður birt rúmum tveimur árum á eftir áætlun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Er að leggja lokahönd á skýrsluna sem birt verður þann 9. október.

Skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti á bankahrunið, verður birt í haust en áætluð verklok voru þann 1. september 2015. „Hannes er að leggja lokahönd á skýrsluna núna og hún verður birt þann 8. október á níu ára afmæli þess að bresk stjórnvöld beittu hryðverkalögum gegn Íslandi,“ segir Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra.

Hannes átti frumkvæði að vinnslu skýrslunnar og fékk til verksins 10 milljónir króna frá fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Þá hefur hann brugðist illa við fréttaflutningi um að birting skýrslunnar hafi tafist.

„Fréttastofa RÚV flutti í gær sérstaka frétt um það þjóðarböl, að líklega komi skýrsla mín ekki út fyrir næstu áramót. Töfin á minni skýrslu er hins vegar vegna þess tvenns, að ég er líka að vinna að lengri skýrslu (þótt samningurinn við fjármálaráðuneytið hafi ekki krafist þess) og að erfitt hefur verið að fá viðtöl við einn eða tvo menn, sem þó er nauðsynlegt að tala við. Ég hefði ella getað skilað styttri skýrslunni fyrir löngu,“ sagði Hannes í færslu á Facebook þann 21. október 2015. Þá voru áætluð verklok liðin.

Í bloggfærslu sem Hannes birti þann 12. ágúst í fyrra sagði hann ekkert sérstaklega liggja á því að skýrslan yrði birt. „Ég hef talsverða reynslu af stórum verkum og tel, að tafir séu illskárri en óðagot og óvandvirkni. Ég hygg, að ég geti lofað því, að skýrslan tefjist minna en skýrslan um sparisjóðina,“ sagði hann í bloggfærslunni.

Loforðið tekst Hannesi ekki að standa við en þegar skýrslan verður birt í október verða rúmlega tvö ár liðin frá áætluðum verklokum. Sparisjóðsskýrslunni var skilað nærri tveimur árum eftir áætlun.

Hannes hefur áður unnið að skýrslu á vegum Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir fjármálaráðuneytið. Árið 2007 samdi Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, við stofnunina um gerð skýrslu sem fjallaði um skattabreytingar á valdatíma Sjálfstæðisflokksins á árunum 1991 til 2007. Í samningnum var áskilið að Hannes annaðist verkefnið en ásamt honum komu Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðbjörn Orri Ketilsson, fyrrum ritstjóri Amx-vefsins, að gerð skýrslunnar.

Áætlað var að kostnaður við skýrsluna yrði tíu milljónir króna en heildarkostnaðurinn nam um þrettán milljónum króna. Þá skilaði Hannes af sér skýrslunni rúmi ári eftir umsamin verklok, í nóvember 2009.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár