Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bragi var á listamannalaunum þegar hann skrifaði bók fyrir útvalda

Bragi Ólafs­son hef­ur ver­ið á rit­laun­um frá ár­inu 2002. Skrif­aði bók fyr­ir út­valda fyr­ir jól­in. „Bú­inn að senda að­dá­end­um sín­um fing­ur­inn,“ seg­ir bók­mennta­fræð­ing­ur.

Bragi var á listamannalaunum þegar hann skrifaði bók fyrir útvalda

„Bragi Ólafsson er búinn að senda aðdáendum sínum fingurinn og það er eðlilegt – nei, óhjákvæmilegt – að þeir svari honum í sömu mynt.“

Þetta er niðurlag pistils sem bókmenntafræðingurinn Hjalti Snær Ægisson birti á Kjarnanum í dag. Þar kemur fram að Bragi var á listamannalaunum þegar hann skrifaði nóvelluna Bögglapóststofan, sem kom út fyrir síðustu jól. Útgáfan var hins vegar aðeins ætluðum lokuðum hópi viðskiptavina fjárfestingarfyrirtækisins GAMMA og ekki aðgengileg aðdáendum hans. Hún var ekki seld í bókabúðum, ekki til á bókasöfnum og ekki kynnt í bókatíðindum. Enda var hún skráð sem markpóstur og tilnefnd til íslensku auglýsingaverðlaunanna í flokknum „bein markaðssetning“. Eins og segir í kynningartexta með bókinni var hún „gefin í 300 tölusettum eintökun, nákvæmlega fyrir viðskiptavini GAMMA og enga aðra.“

Þar til bókabloggsíðan Druslubækur og doðrantar sagði frá útgáfu bókarinnar í síðustu viku hafði útgáfa hennar farið hljótt.

Bögglapóststofa Braga Ólafssonar varpar ljósi á þá viðleitni auðstéttarinnar að aðgreina sig frá fjöldanum“ 

Bögglapósturinn
Bögglapósturinn

Menning fyrir auðmenn 

„Ég hef í raunninni ekkert um þetta að segja,“ sagði Bragi þegar Stundin hafði samband við hann í síðustu viku. Útgefandi hans, Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda fagnaði því hins vegar að fyrirtæki gæfu frekar bækur en konfektkassa. Hann efaðist um að þetta væri einangrað tilvik. „Án efa hafa fyrirtæki og stofnanir oftsinnis fjármagnað og gefið út bækur til handa viðskiptavinum sínum eða tilteknum hópi eintaklinga eða velunnara,“ sagði Egill.

Bögglapóststofa Braga Ólafssonar varpar ljósi á þá viðleitni auðstéttarinnar að aðgreina sig frá fjöldanum, ekki bara efnislega heldur líka menningarlega,“ skrifar Hjalti. 

Sagan kennir okkur að menningin hefur tilhneigingu til að verða til hjá auðstéttinni og leka síðan niður til almúgans. Þannig voru skemmtiferðaskip til dæmis hönnuð í upphafi fyrir efnafólk en nú til dags eru flest skemmtiferðaskip heimsins drekkhlaðin af flíspeysuklæddum fólksmassa. Í heimi þar sem er búið að plebbavæða allan lúxus þarf auðstéttin sífellt að leita nýrra leiða til að aðgreina sjálfa sig, búa til menningarlega upplifun sem hún ein hefur aðgang að.

Þetta þekkjum við frá því á árunum fyrir hrun og í raun var það bara tímaspursmál hvenær menningarlífið hérlendis færi að hneigjast aftur í þessa átt.

Fékkst í gegnum sambönd í undirheimunum 

Druslubækur og doðrantar bendir á að neðanjarðardreifing á efni hafi verið algeng í Sovétríkjunum. Þær séu ekki svo stórtækar í fjármálalífinu að þær teljist til viðskiptavina GAMMA en hafi komist yfir eintak af Bögglapóststofunni um tíma „í gegnum sambönd okkar í undirheiminum, þar sem hún gengur manna á milli. 

Í Sovétríkjunum, sem eins og bögglapóststofan í Tryggvagötu eru liðin undir lok og koma nokkuð við sögu í Bögglapóststofunni, var slík neðanjarðardreifing á efni sem ekki átti að vera í almannahöndum kölluð samizdat. Það er ánægjulegt að geta lagt okkar af mörkum til hins íslenska samizdat anno 2015.“

Þær séu hins vegar margar slíkir aðdáendur Braga að þær mættu ekki til þess hugsa að hafa ekki kynnt sér allt höfundarverk hans.

„Rökin með því að veita skattfé í launasjóð rithöfunda eru þau að bókmenntasköpun sé gagnleg fyrir samfélagið allt.“ 

Á ritlaunum frá 2002

Í pistlinum Samvæmisleikir sem birtist á Kjarnanum fyrr í dag, segir Hjalti að útgáfan veki upp spurningi um erindi rithöfunda og skyldur þeirra við lesendur sínar. Hún veki líka upp spurningar um aðild hins opinbera að menningarsköpun í landinu og samspilinu við hinn frjálsa markað í því samhengi. „Rökin með því að veita skattfé í launasjóð rithöfunda eru þau að bókmenntasköpun sé gagnleg fyrir samfélagið allt, hún stuðli að auknu læsi, styrki gagnrýna hugsun og sé okkur öllum til góðs með margvíslegum en ill-skilgreinanlegum hætti,“ skrifar Hjalti.

„Í þessu samhengi má nefna eftirfarandi: Bragi Ólafsson upplifði síðast ritlaunalausan dag árið 2001. Frá því að úthlutað var úr úr launasjóði rithöfunda snemma árs 2002 hefur hann verið á framfæri hins opinbera tólf mánuði ársins.

Opinberir styrkir hafa gert Braga Ólafssyni kleift að þroskast og verða til sem rithöfundur og það má vel halda því fram að ef þessara styrkja nyti ekki við væri hann ekki starfandi rithöfundur heldur eitthvað allt annað.

En því skyldi ríkissjóður veita fé til listamanna sem skapa eingöngu fyrir lokaða elítu? Er ekki eðlilegast að bókmenntir sem útiloka þorra skattgreiðenda séu alfarið á forræði markaðsaflanna?

Aukaspurning: Finnst ykkur líklegt að Bragi Ólafsson muni telja saman vinnutímana sem fóru í Bögglapóststofuna og leggja þá fram til frádráttar næst þegar hann sækir um ritlaun?“ 

Listaverk sem hafa góð áhrif á samfélagið

Listamannalaun voru fest í lög árið 1967. Þau eru veitt árlega og til mislangs tíma. Ítarlega var fjallað um listamannalaun, rökin með og á móti þeim í grein sem birtist í DV í byrjun árs

Þar kemur fram að helstu rökin fyrir listamannalaunin séu manngildisrök, þjóðarstoltsrök og efnahagsleg rök:

„Því skyldi ríkissjóður veita fé til listamanna sem skapa eingöngu fyrir lokaða elítu?“

Manngildisrökin

Fyrri rökin eru fagurfræðileg eða andleg: slíkir styrkir þóttu mikilvægir til að tryggja að list kæmi fyrir sjónir Íslendinga og auðgaði fegurðarskyn þeirra, næmni og andlega vellíðan. Það voru því manngildissjónarmið sem vógu þyngst í rökstuðningnum. Rökin eru enn ríkjandi: fjárveiting úr sameiginlegum sjóðum samfélagsins er réttlætt með því að starfsöryggi fyrir listamenn er talið skila sér í betri listaverkum sem eru álitin hafa góð áhrif á samfélagið og auðga tilveru annarra þegna.

Þjóðarstoltsrökin

Seinni rökin voru að listamenn væru góð kynning fyrir Ísland úti í heimi. Þessu til grundvallar var þráin eftir viðurkenningu á tilverurétti íslenska þjóðríkisins meðal erlendra þjóða. Ólafur Rastrick skrifar meðal annars í Háborginni: „að þessu leyti má skoða röksemdir fyrir fjárveitingunum sem lið í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga eða leið til að auglýsa landið og afla þjóðinni virðingar meðal annarra þjóða. Hugmyndin var sú að til þess að vera tekin alvarlega sem þjóð varð íslenska þjóðin að eiga listamenn á sömu sviðum og aðrar „siðmenntaðar“ þjóðir.“

Efnahagslegu rökin

Í seinni tíð hefur orðræðan breyst umtalsvert og þriðja rökfærslan orðin háværust. Rök stuðningsmanna listamannalauna eru í auknum mæli orðin að styrkir til menningarmála skili sér margfalt aftur í hagkerfið – góð hagræn áhrif menningarstyrkja séu óumdeild. Þetta er nátengt „þjóðarstoltsrökunum,“ en listir og menning eru álitin ein allra besta auglýsingin fyrir þjóðina, og laði þannig að ferðamenn. Eftir að hafa haldið slíku fram eru stuðningsmenn listarinnar þó yfirleitt fljótir að setja fyrirvara um að list réttlæti sig þó ekki aðeins í hagtölum, enda virðist fólk vera meðvitað um að með rökfærslunni sé það að gangast orðræðu markaðarins á hönd, segir í grein Kristjáns Guðjónssonar á DV. 

Farsæll rithöfundur 

Sjötta skáldsaga Braga og sú síðasta kom út er Fjarveran, frá árinu 2012. Þar fjallaði höfundurinn meðal annars um skáldskap og hlutverk listarinnar. 

Hann á að baki afar farsælan feril sem rithöfundur en fyrsta skáldsaga hans, Hvíldardagar, fékk tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, líkt og Gæludýrin, Sendiherrann og Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson.

Hjalti bendir á að íslenskar bókmenntir séu skrifaðar fyrir örmarkað. „Það kemur kannski ekki á óvart að einhverjir rithöfundar séu tilbúnir að hætta sér inn á dökkgráa svæðið til að drýgja tekjurnar. Tilvera listamanna meðal smáþjóða er sjaldnast munaðarlíf en samt er það staðreynd að fjöldi listamanna hérlendis hefur á síðustu árum afþakkað samstarf við vafasamar fjármálastofnanir. Þetta er fólk sem hefur neitað að setja verðmiða á listamannsheiður sinn, neitað að taka að sér aðalhlutverk í samkvæmisleikjum auðstéttarinnar. Aldrei hafa þessir listamenn fengið hrós fyrir prinsíppfestuna og við vitum ekki einu sinni almennilega hvaða hóp er hér um að ræða.“

Pistil Hjalta er hægt að lesa í heild sinni á Kjarnanum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár