Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Skottulækningar, bull og hræðsluáróður“ í Háskóla Íslands

Sam­tök sem berj­ast gegn bólu­setn­ingu barna héldu fyr­ir­lest­ur í Há­skóla Ís­lands. Há­skóla­kenn­ar­ar segja það ótækt að há­skól­inn setji nafn sitt við slíkt. Sviðs­stjóri kennslu­mála seg­ir að fyr­ir­lest­ur­inn hafi slopp­ið í gegn. „Get­ur haft mjög al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir doktor í tauga­vís­ind­um.

„Skottulækningar, bull og hræðsluáróður“ í Háskóla Íslands
Andstæðingur bólusetninga barna Suzanne Humphries hélt fyrirlestur um bólusetningar í Háskóla Íslands, sem kennarar við skólann telja geta haft mjög slæmar afleiðingar í samfélaginu. Mynd: Youtube

Margir kennarar Háskóla Íslands eru ósáttir við skólann vegna fyrirlestursins „Saga bólusetningar“ sem haldinn var á Háskólatorgi í gær. Þrátt fyrir hlutlaust nafn var um að ræða fyrirlestur á vegum „Heilsufrelsis“ sem berst meðal annars gegn bólusetningu barna. Fyrirlesarinn, Suzanne Humphries, hefur vakið mikla athygli fyrir að tala gegn bólusetningu. Tilefni fyrirlestursins var útgáfa á íslenskri þýðingu bókar Humphries, Saga bólusetninga - sjúkdómar, blekkingar og tálsýnir.

Heitar umræður spruttu upp á innri vef starfsmanna, HI-starf, vegna málsins en fimm kennarar vöktu þar fyrst athygli á málinu. „Háskóli Íslands var svo örlátur að lána Suzanne Humphries nafnið sitt með því að leigja henni stofu til að flytja fyrirlestur og auglýsa og selja bókina sína. Hefur Háskóli Íslands markað sér stefnu/vinnulag um útleigu á húsnæði háskólans til utanaðkomandi aðila? Okkur finnst að Háskóli Íslands eigi ekki að setja nafn sitt við skottulækningar, bull og hræðsluáróður með þessum hætti,“ segir í pósti kennaranna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár