Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Skottulækningar, bull og hræðsluáróður“ í Háskóla Íslands

Sam­tök sem berj­ast gegn bólu­setn­ingu barna héldu fyr­ir­lest­ur í Há­skóla Ís­lands. Há­skóla­kenn­ar­ar segja það ótækt að há­skól­inn setji nafn sitt við slíkt. Sviðs­stjóri kennslu­mála seg­ir að fyr­ir­lest­ur­inn hafi slopp­ið í gegn. „Get­ur haft mjög al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir doktor í tauga­vís­ind­um.

„Skottulækningar, bull og hræðsluáróður“ í Háskóla Íslands
Andstæðingur bólusetninga barna Suzanne Humphries hélt fyrirlestur um bólusetningar í Háskóla Íslands, sem kennarar við skólann telja geta haft mjög slæmar afleiðingar í samfélaginu. Mynd: Youtube

Margir kennarar Háskóla Íslands eru ósáttir við skólann vegna fyrirlestursins „Saga bólusetningar“ sem haldinn var á Háskólatorgi í gær. Þrátt fyrir hlutlaust nafn var um að ræða fyrirlestur á vegum „Heilsufrelsis“ sem berst meðal annars gegn bólusetningu barna. Fyrirlesarinn, Suzanne Humphries, hefur vakið mikla athygli fyrir að tala gegn bólusetningu. Tilefni fyrirlestursins var útgáfa á íslenskri þýðingu bókar Humphries, Saga bólusetninga - sjúkdómar, blekkingar og tálsýnir.

Heitar umræður spruttu upp á innri vef starfsmanna, HI-starf, vegna málsins en fimm kennarar vöktu þar fyrst athygli á málinu. „Háskóli Íslands var svo örlátur að lána Suzanne Humphries nafnið sitt með því að leigja henni stofu til að flytja fyrirlestur og auglýsa og selja bókina sína. Hefur Háskóli Íslands markað sér stefnu/vinnulag um útleigu á húsnæði háskólans til utanaðkomandi aðila? Okkur finnst að Háskóli Íslands eigi ekki að setja nafn sitt við skottulækningar, bull og hræðsluáróður með þessum hætti,“ segir í pósti kennaranna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár