Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skjal skráð á Óla Björn: Hjálpar vinum sínum

„Það sem fer á milli mín og þing­manna eða ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins er ég ekki að fara ræða við þig eða aðra,“ seg­ir Óli Björn Kára­son, vara­þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Lýsigögn rekja yf­ir­lýs­ingu Ólaf­ar Nor­dal um af­l­ands­fé­lag­ið Dooley Secu­rities til hans.

Skjal skráð á Óla Björn: Hjálpar vinum sínum

„Það sem fer á milli mín og þingmanna eða ráðherra Sjálfstæðisflokksins er ég ekki að fara ræða við þig eða aðra. Ég hef auðvitað veitt Ólöfu Nordal og mörgum öðrum félögum mínum ráð eins og ég hef getað.“

Þetta segir Óli Björn Kárason, varaþingmaður og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, aðspurður hvort hann hafi skrifað eða hjálpað til við að skrifa yfirlýsingu Ólafar Nordal innanríkisráðherra um aflandsfélag sem hún og eiginmaður hennar tengjast.

Lýsigögn PDF-skjalsins sem Ólöf sendi fjölmiðlum þegar fjallað var um félagið Dooley Securities sýna að skjalið var búið til úr Word-skjali skráðu á Óla Björn. Á þetta bendir pistlahöfundur Stundarinnar, Gunnar Jörgen Viggósson, í grein sem hann birti í dag. Þegar Stundin sló á þráðinn til Óla Björns furðaði hann sig á erindinu og vildi ekki tjá sig um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gefið upp hvort ráðherra hafði réttarstöðu rannsóknarþola
FréttirStjórnmálamenn í skattaskjólum

Ekki gef­ið upp hvort ráð­herra hafði rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, setti fram al­var­leg­ar ásak­an­ir á hend­ur Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra í Silfr­inu síð­ustu helgi. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri tel­ur sér ekki heim­ilt að svara því hvort Bjarni hafi feng­ið rétt­ar­stöðu rann­sókn­ar­þola eft­ir kaup á gögn­um um af­l­ands­fé­lög Ís­lend­inga og upp­ljóstran­ir Pana­maskjal­anna.
Forsætisráðherra fór með rangt mál um efni skýrslunnar
Fréttir

For­sæt­is­ráð­herra fór með rangt mál um efni skýrsl­unn­ar

Bjarni Bene­dikts­son full­yrð­ir að það sé „ekk­ert sér­stakt sem skýrsl­an bend­ir á að stjórn­völd hafi lát­ið und­ir höf­uð leggj­ast að gera“. Hið rétta er að starfs­hóp­ur­inn gagn­rýn­ir sér­stak­lega hve seint CFC-regl­ur voru lög­fest­ar á Ís­landi og tel­ur að „stjórn­völd hafi að þessu leyti byrgt brunn­inn þeg­ar barn­ið var dott­ið of­an í“.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár