Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skinney vex ævintýralega

Ár­ið 2012 var Skinn­ey-Þinga­nes tí­unda stærsta út­gerð lands­ins en kemst í fjórða sæti með kaup­un­um á Auð­björgu í Þor­láks­höfn. Út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­ið stend­ur af­ar vel og á eign­ir upp á nærri 24 millj­arða króna.

Skinney vex ævintýralega
Útgerðin stendur vel Skinney-Þinganes stendur afar vel og á eignir sem eru tæplega 10 milljörðum króna hærri en skuldir fyrirtækisins. Aðalsteinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Skinneyjar, sést hér lengst til vinstri ásamt nokkrum hluthöfum og starfsmönnum Skinneyjar. Við hlið hans er Ingólfur Ásgrímsson, Ingvaldur Ásgeirsson, Gunnar Ásgeirsson og Birgir Sigurðsson.

Okkur finnst þetta bara besti kosturinn. Ég er búinn að reka þetta í 41 ár og er orðinn 73 ára gamall. Þetta er orðið ágætt og allt í lagi að breyta til, segir Einar Friðrik Sigurðsson, skipstjóri og eigandi útgerðarfyrirtækisins Auðbjargar í Þorlákshöfn, aðspurður um ætlaða sölu fyrirtækisins til útgerðar­risans Skinneyjar-Þinganess frá Höfn í Hornafirði. 

Einar Friðrik segist eiga Auðbjörgu nánast einn og að um að sé að ræða fjölskyldufyrirtæki.  Aðspurður hvort greint verði frá kaupverðinu segir Einar. „Nei, enda liggur það ekki fyrir því það er ekki búið að ganga frá þessum hlutum. Menn eru bara að skoða þetta,“ segir Einar Friðrik.

Hefur stækkað um rúman helming

Skinney hefur bætt við sig umtals­verðum kvóta á liðnum árum með uppkaupum á eignum annarra sjávar­­útvegsfyrirtækja, meðal annars þúsund tonna þorskkvóta frá Brimi fyrir um tvo milljarða króna árið 2012. Þá hefur útgerðar­fyrirtækið haslað sér völl í land­búnaði í gegnum dótturfélag sitt Selbakka ehf. en það fyrirtæki keypti eitt stærsta kúa­­bú landsins, Flatey í Austur-Skaftafellssýslu, árið 2013. Fyrirtækið byggir nú stærsta fjós landsins á jörð­inni og er það 106 metra langt og rúmar 300 kýr.

Skinney-Þinganes var sjöunda stærsta útgerð landsins í febrúar síðast­liðinn með 4,3 prósent kvótans eða sem nemur nærri 20 þúsund þorskígildistonnum. Í tilkynningu frá Skinney og Auðbjörgu þar sem greint var frá hinum ætluðu viðskiptum kom fram að til stæði að útgerðin gerði áfram út frá Þorlákshöfn. Skinney-Þinganes er að stóru leyti í eigu fjölskyldu Halldórs 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu