Okkur finnst þetta bara besti kosturinn. Ég er búinn að reka þetta í 41 ár og er orðinn 73 ára gamall. Þetta er orðið ágætt og allt í lagi að breyta til, segir Einar Friðrik Sigurðsson, skipstjóri og eigandi útgerðarfyrirtækisins Auðbjargar í Þorlákshöfn, aðspurður um ætlaða sölu fyrirtækisins til útgerðarrisans Skinneyjar-Þinganess frá Höfn í Hornafirði.
Einar Friðrik segist eiga Auðbjörgu nánast einn og að um að sé að ræða fjölskyldufyrirtæki. Aðspurður hvort greint verði frá kaupverðinu segir Einar. „Nei, enda liggur það ekki fyrir því það er ekki búið að ganga frá þessum hlutum. Menn eru bara að skoða þetta,“ segir Einar Friðrik.
Hefur stækkað um rúman helming
Skinney hefur bætt við sig umtalsverðum kvóta á liðnum árum með uppkaupum á eignum annarra sjávarútvegsfyrirtækja, meðal annars þúsund tonna þorskkvóta frá Brimi fyrir um tvo milljarða króna árið 2012. Þá hefur útgerðarfyrirtækið haslað sér völl í landbúnaði í gegnum dótturfélag sitt Selbakka ehf. en það fyrirtæki keypti eitt stærsta kúabú landsins, Flatey í Austur-Skaftafellssýslu, árið 2013. Fyrirtækið byggir nú stærsta fjós landsins á jörðinni og er það 106 metra langt og rúmar 300 kýr.
Skinney-Þinganes var sjöunda stærsta útgerð landsins í febrúar síðastliðinn með 4,3 prósent kvótans eða sem nemur nærri 20 þúsund þorskígildistonnum. Í tilkynningu frá Skinney og Auðbjörgu þar sem greint var frá hinum ætluðu viðskiptum kom fram að til stæði að útgerðin gerði áfram út frá Þorlákshöfn. Skinney-Þinganes er að stóru leyti í eigu fjölskyldu Halldórs
Athugasemdir