Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Skattar á álfyrirtæki lækkaðir: „Við erum Kongó norðursins“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir það „for­gangs­mál“ að af­nema raforsku­skatt á ál­ver. Fjöl­miðla­mað­ur­inn Krist­inn Hrafns­son seg­ir að ál­fyr­ir­tæk­in fari með allt að 80 til 90 millj­arða úr landi.

Skattar á álfyrirtæki lækkaðir: „Við erum Kongó norðursins“

Skattar álfyrirtækja lækka um 1,6 milljarða króna, ef miðað er við árið í fyrra, vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að afnema raforkuskatt. 

Raforkuskatturinn var lagður tímabundið á árið 2009 vegna efnahagskreppunnar, en var framlengdur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á fundi Samálssamtaka álfyrirtækja, í vikunni,  að afnám skattsins væri „forgangsmál“.

227 milljarða króna útflutningur

Fjölmiðlamaðurinn Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, er einn þeirra sem gagnrýnir aðgerðina harðlega. Hann opinberaði á sínum tíma raunverð á raforku til stóriðju. Í ljós kom að Norðurál greiddi 2 krónur á kílóvattsstund, á meðan íslenskur almenningur greiddi 10 krónur á kílóvattstund.

„Á dögunum var tilkynnt á hátíðarsamkomu álfyrirtækjanna (Samáls) að útflutningsverðmæti áls á liðnu ári hefði numið 227 milljörðum króna. Sé miðað við arðsemishlutfallið hjá Norðuráli eru 80-90 milljarðar eftir þegar búið er að borga allan rekstrarkostnað; launin, súrálið, raforkuna og annað. Kastljós hefur svo sýnt hvernig stór hluti hagnaðar fer úr landi vegna skuldsetningar skúffufyrirtækja í aflandsskjólum sem bera öll merki sýndargjörninga. Það er auðvitað galið að þessi tugmilljarða verðmæti verði ekki að stórum hluta eftir innanlands.,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni. Hann líkir Íslandi við nýlenduríkið Kongó, sem á sínum tíma var undir harðri stjórn Leópolds Belgíukonungs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár