Skattar á álfyrirtæki lækkaðir: „Við erum Kongó norðursins“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir það „for­gangs­mál“ að af­nema raforsku­skatt á ál­ver. Fjöl­miðla­mað­ur­inn Krist­inn Hrafns­son seg­ir að ál­fyr­ir­tæk­in fari með allt að 80 til 90 millj­arða úr landi.

Skattar á álfyrirtæki lækkaðir: „Við erum Kongó norðursins“

Skattar álfyrirtækja lækka um 1,6 milljarða króna, ef miðað er við árið í fyrra, vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að afnema raforkuskatt. 

Raforkuskatturinn var lagður tímabundið á árið 2009 vegna efnahagskreppunnar, en var framlengdur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á fundi Samálssamtaka álfyrirtækja, í vikunni,  að afnám skattsins væri „forgangsmál“.

227 milljarða króna útflutningur

Fjölmiðlamaðurinn Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, er einn þeirra sem gagnrýnir aðgerðina harðlega. Hann opinberaði á sínum tíma raunverð á raforku til stóriðju. Í ljós kom að Norðurál greiddi 2 krónur á kílóvattsstund, á meðan íslenskur almenningur greiddi 10 krónur á kílóvattstund.

„Á dögunum var tilkynnt á hátíðarsamkomu álfyrirtækjanna (Samáls) að útflutningsverðmæti áls á liðnu ári hefði numið 227 milljörðum króna. Sé miðað við arðsemishlutfallið hjá Norðuráli eru 80-90 milljarðar eftir þegar búið er að borga allan rekstrarkostnað; launin, súrálið, raforkuna og annað. Kastljós hefur svo sýnt hvernig stór hluti hagnaðar fer úr landi vegna skuldsetningar skúffufyrirtækja í aflandsskjólum sem bera öll merki sýndargjörninga. Það er auðvitað galið að þessi tugmilljarða verðmæti verði ekki að stórum hluta eftir innanlands.,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni. Hann líkir Íslandi við nýlenduríkið Kongó, sem á sínum tíma var undir harðri stjórn Leópolds Belgíukonungs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár