Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Skattar á álfyrirtæki lækkaðir: „Við erum Kongó norðursins“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir það „for­gangs­mál“ að af­nema raforsku­skatt á ál­ver. Fjöl­miðla­mað­ur­inn Krist­inn Hrafns­son seg­ir að ál­fyr­ir­tæk­in fari með allt að 80 til 90 millj­arða úr landi.

Skattar á álfyrirtæki lækkaðir: „Við erum Kongó norðursins“

Skattar álfyrirtækja lækka um 1,6 milljarða króna, ef miðað er við árið í fyrra, vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að afnema raforkuskatt. 

Raforkuskatturinn var lagður tímabundið á árið 2009 vegna efnahagskreppunnar, en var framlengdur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á fundi Samálssamtaka álfyrirtækja, í vikunni,  að afnám skattsins væri „forgangsmál“.

227 milljarða króna útflutningur

Fjölmiðlamaðurinn Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, er einn þeirra sem gagnrýnir aðgerðina harðlega. Hann opinberaði á sínum tíma raunverð á raforku til stóriðju. Í ljós kom að Norðurál greiddi 2 krónur á kílóvattsstund, á meðan íslenskur almenningur greiddi 10 krónur á kílóvattstund.

„Á dögunum var tilkynnt á hátíðarsamkomu álfyrirtækjanna (Samáls) að útflutningsverðmæti áls á liðnu ári hefði numið 227 milljörðum króna. Sé miðað við arðsemishlutfallið hjá Norðuráli eru 80-90 milljarðar eftir þegar búið er að borga allan rekstrarkostnað; launin, súrálið, raforkuna og annað. Kastljós hefur svo sýnt hvernig stór hluti hagnaðar fer úr landi vegna skuldsetningar skúffufyrirtækja í aflandsskjólum sem bera öll merki sýndargjörninga. Það er auðvitað galið að þessi tugmilljarða verðmæti verði ekki að stórum hluta eftir innanlands.,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni. Hann líkir Íslandi við nýlenduríkið Kongó, sem á sínum tíma var undir harðri stjórn Leópolds Belgíukonungs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár