Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skattar á álfyrirtæki lækkaðir: „Við erum Kongó norðursins“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir það „for­gangs­mál“ að af­nema raforsku­skatt á ál­ver. Fjöl­miðla­mað­ur­inn Krist­inn Hrafns­son seg­ir að ál­fyr­ir­tæk­in fari með allt að 80 til 90 millj­arða úr landi.

Skattar á álfyrirtæki lækkaðir: „Við erum Kongó norðursins“

Skattar álfyrirtækja lækka um 1,6 milljarða króna, ef miðað er við árið í fyrra, vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um að afnema raforkuskatt. 

Raforkuskatturinn var lagður tímabundið á árið 2009 vegna efnahagskreppunnar, en var framlengdur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á fundi Samálssamtaka álfyrirtækja, í vikunni,  að afnám skattsins væri „forgangsmál“.

227 milljarða króna útflutningur

Fjölmiðlamaðurinn Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, er einn þeirra sem gagnrýnir aðgerðina harðlega. Hann opinberaði á sínum tíma raunverð á raforku til stóriðju. Í ljós kom að Norðurál greiddi 2 krónur á kílóvattsstund, á meðan íslenskur almenningur greiddi 10 krónur á kílóvattstund.

„Á dögunum var tilkynnt á hátíðarsamkomu álfyrirtækjanna (Samáls) að útflutningsverðmæti áls á liðnu ári hefði numið 227 milljörðum króna. Sé miðað við arðsemishlutfallið hjá Norðuráli eru 80-90 milljarðar eftir þegar búið er að borga allan rekstrarkostnað; launin, súrálið, raforkuna og annað. Kastljós hefur svo sýnt hvernig stór hluti hagnaðar fer úr landi vegna skuldsetningar skúffufyrirtækja í aflandsskjólum sem bera öll merki sýndargjörninga. Það er auðvitað galið að þessi tugmilljarða verðmæti verði ekki að stórum hluta eftir innanlands.,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni. Hann líkir Íslandi við nýlenduríkið Kongó, sem á sínum tíma var undir harðri stjórn Leópolds Belgíukonungs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár