Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Skandall“ að skýrslu um hundraða milljarða aflandseignir Íslendinga hafi verið stungið ofan í skúffu fyrir kosningar

Skýrsla starfs­hóps um eign­ir Ís­lend­inga á af­l­ands­svæð­um var birt í dag eft­ir að þess var kraf­ist á grund­velli upp­lýs­ingalaga. Tal­ið er að upp­safn­að um­fang eigna og um­svifa Ís­lend­inga á af­l­ands­svæð­um frá ár­inu 1990 nemi á bil­inu 350 til 810 millj­örð­um króna.

„Skandall“ að skýrslu um hundraða milljarða aflandseignir Íslendinga hafi verið stungið ofan í skúffu fyrir kosningar

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi formaður flokksins, gagnrýna harðlega að skýrsla starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi ekki verið birt almenningi og Alþingi fyrr en eftir þingkosningar.

Eins og Stundin fjallaði um í fyrradag hefur skýrslan legið fyrir í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá því í byrjun október, um mánuði áður en gengið var til þingkosninga, en hún var ekki birt fyrr en í dag eftir að fjölmiðlar og þingmenn höfðu óskað eftir aðgangi að henni á grundvelli upplýsingalaga. 

Samkvæmt niðurstöðum starfshópsins má áætla að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljörðum króna. Þá telur starfshópurinn að mögulegt tekjutap hins opinbera vegna vantalinna eigna geti numið allt frá 2,8-6,5 milljörðum árlega miðað við gildandi tekjuskattslög.

„Það er skandall ef rétt er að setið hafi verið á henni fyrir kosningar og á meðan að á stjórnarmyndunarviðræðum stendur,“ skrifar Oddný Harðardóttir um skýrsluna í Facebook-færslu. Logi tekur í sama streng: „Nú verður fjármálaráðherra að svara því strax af hverju skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum var ekki birt fyrir kosningar! Gleymum því ekki að þær voru ástæðan fyrir því að þing var rofið og boðað til kosninga.“

Fleiri hafa látið sams konar sjónarmið í ljós:

Eins og Panama-skjölin vörpuðu ljósi á átti fjármálaráðherra sjálfur hlut í aflandsfélagi og jafnframt Benedikt Sveinsson, faðir hans. Báðir eru frændur og fyrrverandi viðskiptafélagar Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar sem útlit er fyrir að verði næsti fjármálaráðherra. 

Í skýrslu starfshópsins er líkum leitt að því að uppsafnað fjármagn á aflandssvæðum vegna ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum yfir tímabilið 1990-2015 geti verið á bilinu 140-160 milljarðar króna. Einnig var stuðst við upplýsingar um eignir í stýringu erlendis sem hafa verið notaðar til þess að áætla umfang aflandseigna, en starfshópurinn telur umfang þeirra geta verið á bilinu 110-350 ma.kr. Þá eru óskráðar fjármagnstilfærslur milli landa taldar geta numið á bilinu 100-300 ma.kr.

Stundin mun fjalla nánar um efni skýrslunnar um helgina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár