Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Skandall“ að skýrslu um hundraða milljarða aflandseignir Íslendinga hafi verið stungið ofan í skúffu fyrir kosningar

Skýrsla starfs­hóps um eign­ir Ís­lend­inga á af­l­ands­svæð­um var birt í dag eft­ir að þess var kraf­ist á grund­velli upp­lýs­ingalaga. Tal­ið er að upp­safn­að um­fang eigna og um­svifa Ís­lend­inga á af­l­ands­svæð­um frá ár­inu 1990 nemi á bil­inu 350 til 810 millj­örð­um króna.

„Skandall“ að skýrslu um hundraða milljarða aflandseignir Íslendinga hafi verið stungið ofan í skúffu fyrir kosningar

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi formaður flokksins, gagnrýna harðlega að skýrsla starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi ekki verið birt almenningi og Alþingi fyrr en eftir þingkosningar.

Eins og Stundin fjallaði um í fyrradag hefur skýrslan legið fyrir í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá því í byrjun október, um mánuði áður en gengið var til þingkosninga, en hún var ekki birt fyrr en í dag eftir að fjölmiðlar og þingmenn höfðu óskað eftir aðgangi að henni á grundvelli upplýsingalaga. 

Samkvæmt niðurstöðum starfshópsins má áætla að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljörðum króna. Þá telur starfshópurinn að mögulegt tekjutap hins opinbera vegna vantalinna eigna geti numið allt frá 2,8-6,5 milljörðum árlega miðað við gildandi tekjuskattslög.

„Það er skandall ef rétt er að setið hafi verið á henni fyrir kosningar og á meðan að á stjórnarmyndunarviðræðum stendur,“ skrifar Oddný Harðardóttir um skýrsluna í Facebook-færslu. Logi tekur í sama streng: „Nú verður fjármálaráðherra að svara því strax af hverju skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum var ekki birt fyrir kosningar! Gleymum því ekki að þær voru ástæðan fyrir því að þing var rofið og boðað til kosninga.“

Fleiri hafa látið sams konar sjónarmið í ljós:

Eins og Panama-skjölin vörpuðu ljósi á átti fjármálaráðherra sjálfur hlut í aflandsfélagi og jafnframt Benedikt Sveinsson, faðir hans. Báðir eru frændur og fyrrverandi viðskiptafélagar Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar sem útlit er fyrir að verði næsti fjármálaráðherra. 

Í skýrslu starfshópsins er líkum leitt að því að uppsafnað fjármagn á aflandssvæðum vegna ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum yfir tímabilið 1990-2015 geti verið á bilinu 140-160 milljarðar króna. Einnig var stuðst við upplýsingar um eignir í stýringu erlendis sem hafa verið notaðar til þess að áætla umfang aflandseigna, en starfshópurinn telur umfang þeirra geta verið á bilinu 110-350 ma.kr. Þá eru óskráðar fjármagnstilfærslur milli landa taldar geta numið á bilinu 100-300 ma.kr.

Stundin mun fjalla nánar um efni skýrslunnar um helgina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár