Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Skandall“ að skýrslu um hundraða milljarða aflandseignir Íslendinga hafi verið stungið ofan í skúffu fyrir kosningar

Skýrsla starfs­hóps um eign­ir Ís­lend­inga á af­l­ands­svæð­um var birt í dag eft­ir að þess var kraf­ist á grund­velli upp­lýs­ingalaga. Tal­ið er að upp­safn­að um­fang eigna og um­svifa Ís­lend­inga á af­l­ands­svæð­um frá ár­inu 1990 nemi á bil­inu 350 til 810 millj­örð­um króna.

„Skandall“ að skýrslu um hundraða milljarða aflandseignir Íslendinga hafi verið stungið ofan í skúffu fyrir kosningar

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi formaður flokksins, gagnrýna harðlega að skýrsla starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi ekki verið birt almenningi og Alþingi fyrr en eftir þingkosningar.

Eins og Stundin fjallaði um í fyrradag hefur skýrslan legið fyrir í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá því í byrjun október, um mánuði áður en gengið var til þingkosninga, en hún var ekki birt fyrr en í dag eftir að fjölmiðlar og þingmenn höfðu óskað eftir aðgangi að henni á grundvelli upplýsingalaga. 

Samkvæmt niðurstöðum starfshópsins má áætla að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljörðum króna. Þá telur starfshópurinn að mögulegt tekjutap hins opinbera vegna vantalinna eigna geti numið allt frá 2,8-6,5 milljörðum árlega miðað við gildandi tekjuskattslög.

„Það er skandall ef rétt er að setið hafi verið á henni fyrir kosningar og á meðan að á stjórnarmyndunarviðræðum stendur,“ skrifar Oddný Harðardóttir um skýrsluna í Facebook-færslu. Logi tekur í sama streng: „Nú verður fjármálaráðherra að svara því strax af hverju skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum var ekki birt fyrir kosningar! Gleymum því ekki að þær voru ástæðan fyrir því að þing var rofið og boðað til kosninga.“

Fleiri hafa látið sams konar sjónarmið í ljós:

Eins og Panama-skjölin vörpuðu ljósi á átti fjármálaráðherra sjálfur hlut í aflandsfélagi og jafnframt Benedikt Sveinsson, faðir hans. Báðir eru frændur og fyrrverandi viðskiptafélagar Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar sem útlit er fyrir að verði næsti fjármálaráðherra. 

Í skýrslu starfshópsins er líkum leitt að því að uppsafnað fjármagn á aflandssvæðum vegna ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum yfir tímabilið 1990-2015 geti verið á bilinu 140-160 milljarðar króna. Einnig var stuðst við upplýsingar um eignir í stýringu erlendis sem hafa verið notaðar til þess að áætla umfang aflandseigna, en starfshópurinn telur umfang þeirra geta verið á bilinu 110-350 ma.kr. Þá eru óskráðar fjármagnstilfærslur milli landa taldar geta numið á bilinu 100-300 ma.kr.

Stundin mun fjalla nánar um efni skýrslunnar um helgina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár