Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sjálfstæðismenn segja aðra vilja hækka skatta

Sitj­andi rík­is­stjórn hef­ur hækk­að virð­is­auka­skatt á nauð­synja­vöru og reynt að leggja ný og íþyngj­andi gjöld á skatt­greið­end­ur, t.d. með inn­leið­ingu nátt­úrupassa og legu­gjalds á sjúk­linga. Nú vara sjálf­stæð­is­menn við því að aðr­ir flokk­ar muni hækka skatta. „Vinstri­menn virð­ast trúa því að það verði til verð­mæti við það eitt að hækka skatta,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son í nýrri kosn­inga­aug­lýs­ingu.

Sjálfstæðismenn segja aðra vilja hækka skatta

„Vinstrimenn virðast trúa því að það verði til verðmæti við það eitt að hækka skatta,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í kosningaauglýsingu sem birtist á vef Sjálfstæðisflokksins. Þá hefur Samband ungra sjálfstæðismanna dreift mynd af forystufólki Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata á Facebook undir yfirskriftinni „Þau vilja hækka skattana þína“. 

Eins og Stundin greindi frá í síðustu viku hefur bein skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks aukist á tímabilinu 2012 til 2015 en einungis minnkað hjá tekjuhæstu 20 prósentum landsmanna. Stafar þetta af þróun verðlags og launa en jafnframt af brottfalli auðlegðarskatts og auknu vægi fjármagnstekna sem skattlagðar eru minna en launatekjur. 

Bjarni hefur lagt áherslu á að skattbyrðin aukist hjá lágtekju- og millitekjufólki vegna launahækkana sem tekjuhóparnir hafa fengið. Hins vegar hefur hann ekki gert athugasemd við að skattbyrði þeirra tekjuhæstu minnki á sama tíma jafnvel þótt tekjur þess hóps hafi hækkað mest. 

Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, benti á það í pistli í gær að hjá um 80 prósentum samskattaðra hefðu álagðir beinir skattar hækkað hlutfallslega meira en tekjur á yfirstandandi kjörtímabili og það leitt til hækkunar á skattbyrði. „Hækkun skattbyrði hjá 80% samskattaðra svarar til þess að þeir greiði 7 milljörðum króna meira í skatt en verið hefði að óbreyttri skattbyrði,“ skrifaði Indriði. 

Virðisaukaskattur hækkaður

Um leið og skattbyrði beinna skatta hjá miklum meirihluta skattgreiðenda hefur aukist í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur virðisaukaskattur á nauðsynjavöru á borð við mat verið hækkaður.

Úr auglýsingamynd Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar 2013.

Þegar virðisaukaskattur á mat hækkaði úr 7 prósentum upp í 11 prósent í ársbyrjun 2015 skilaði hækkunin sér nær umsvifalaust út í verðlagið. Verðlagseftirlit ASÍ komst að þeirri niðurstöðu strax í júní 2015 að matvælaverð hefði hækkað meira en nam skattahækkuninni.

Tekjuaukningin vegna hækkunar neðsta þreps virðisaukaskattsins var meiri en nam tekjutapi ríkissjóðsins vegna lækkunar á efra þrepi skattsins sem leggst til dæmis á heimilistæki og bifreiðar. Í heildina hafa því breytingar ríkisstjórnarinnar á virðisaukaskattkerfinu falið í sér skattahækkun. 

Bankaskattur hækkaður

Eins og bent er á í nýlegri greiningu Capacent á íslenskum bankamarkaði hafa sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki hækkað gríðarlega undanfarin ár, en þar vegur þungt sú breyting og hækkun á bankaskattinum sem sitjandi ríkisstjórn lögfesti í upphafi kjörtímabilsins. Þar var skattlagningarvaldinu beitt til að afla ríkissjóði tekna upp á um það bil 90 milljarða á tímabilinu 2014 til 2016, en megintilgangur þess var að geta staðið undir höfuðstólslækkunum hjá skuldsettum heimilum.

Sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki nema nú um 20 prósentum af rekstrarkostnaði bankanna. Í greiningu Capacent er bent á að gjöldin hljóti að valda því að vextir hækki. „Reikna má með að vextir séu að einhverju leyti hærri vegna þessara gjalda. Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi umræðu um vanda ungs fólks að koma sér upp húsnæði. Hár vaxtakostnaður bitnar fyrst og fremst á ungu fólki og barnafjölskyldum eða þeim þjóðfélagshópum sem skulda mest,“ segir þar. 

Mynd sem Samband ungra sjálfstæðismanna dreifir á Facebook.

Stjórnarandstöðuflokkarnir vilja hækka tiltekna skatta

Á mynd Ungra sjálfstæðismanna eru Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn sögð vilja hækka skatta. Samfylkingin hefur talað sérstaklega fyrir því að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu og veiðigjöld hækki, tekjuskattslækkanir verði afturkallaðar, tekinn verði upp hátekjuskattur og að raforkuskattur og auðlegðarskattur verði endurvakinn.

Píratar hafa meðal annars talað fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts, reglum um þunna eiginfjármögnun stórfyrirtækja og umhverfissköttum.

Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur einnig talað fyrir grænum sköttum og því að unnið sé gegn því að stórfyrirtæki komi ósköttuðum hagnaði úr landi, en jafnframt hvatt til hækkunar gistináttagjalds, lækkunar tryggingagjalds, grænum skattahvötum og skattlagningu gjaldmiðlabrasks.

Allir  þrír flokkarnir hafa því vissulega talað fyrir tilteknum skattahækkunum. Jafnframt hafa þeir lagst gegn sköttum og skattatillögum ríkisstjórnarinnar, t.d. legugjaldið á spítölum sem ríkisstjórnin vildi leggja á sjúklinga samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu haustið 2013 og náttúrupassann sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti til sögunnar árið 2014 og fólst í að fólk yrði látið greiða gjald á hverju ári fyrir að fá að berja náttúruperlur augum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár