Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sjálfstæðismenn segja aðra vilja hækka skatta

Sitj­andi rík­is­stjórn hef­ur hækk­að virð­is­auka­skatt á nauð­synja­vöru og reynt að leggja ný og íþyngj­andi gjöld á skatt­greið­end­ur, t.d. með inn­leið­ingu nátt­úrupassa og legu­gjalds á sjúk­linga. Nú vara sjálf­stæð­is­menn við því að aðr­ir flokk­ar muni hækka skatta. „Vinstri­menn virð­ast trúa því að það verði til verð­mæti við það eitt að hækka skatta,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son í nýrri kosn­inga­aug­lýs­ingu.

Sjálfstæðismenn segja aðra vilja hækka skatta

„Vinstrimenn virðast trúa því að það verði til verðmæti við það eitt að hækka skatta,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í kosningaauglýsingu sem birtist á vef Sjálfstæðisflokksins. Þá hefur Samband ungra sjálfstæðismanna dreift mynd af forystufólki Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Pírata á Facebook undir yfirskriftinni „Þau vilja hækka skattana þína“. 

Eins og Stundin greindi frá í síðustu viku hefur bein skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks aukist á tímabilinu 2012 til 2015 en einungis minnkað hjá tekjuhæstu 20 prósentum landsmanna. Stafar þetta af þróun verðlags og launa en jafnframt af brottfalli auðlegðarskatts og auknu vægi fjármagnstekna sem skattlagðar eru minna en launatekjur. 

Bjarni hefur lagt áherslu á að skattbyrðin aukist hjá lágtekju- og millitekjufólki vegna launahækkana sem tekjuhóparnir hafa fengið. Hins vegar hefur hann ekki gert athugasemd við að skattbyrði þeirra tekjuhæstu minnki á sama tíma jafnvel þótt tekjur þess hóps hafi hækkað mest. 

Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, benti á það í pistli í gær að hjá um 80 prósentum samskattaðra hefðu álagðir beinir skattar hækkað hlutfallslega meira en tekjur á yfirstandandi kjörtímabili og það leitt til hækkunar á skattbyrði. „Hækkun skattbyrði hjá 80% samskattaðra svarar til þess að þeir greiði 7 milljörðum króna meira í skatt en verið hefði að óbreyttri skattbyrði,“ skrifaði Indriði. 

Virðisaukaskattur hækkaður

Um leið og skattbyrði beinna skatta hjá miklum meirihluta skattgreiðenda hefur aukist í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur virðisaukaskattur á nauðsynjavöru á borð við mat verið hækkaður.

Úr auglýsingamynd Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar 2013.

Þegar virðisaukaskattur á mat hækkaði úr 7 prósentum upp í 11 prósent í ársbyrjun 2015 skilaði hækkunin sér nær umsvifalaust út í verðlagið. Verðlagseftirlit ASÍ komst að þeirri niðurstöðu strax í júní 2015 að matvælaverð hefði hækkað meira en nam skattahækkuninni.

Tekjuaukningin vegna hækkunar neðsta þreps virðisaukaskattsins var meiri en nam tekjutapi ríkissjóðsins vegna lækkunar á efra þrepi skattsins sem leggst til dæmis á heimilistæki og bifreiðar. Í heildina hafa því breytingar ríkisstjórnarinnar á virðisaukaskattkerfinu falið í sér skattahækkun. 

Bankaskattur hækkaður

Eins og bent er á í nýlegri greiningu Capacent á íslenskum bankamarkaði hafa sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki hækkað gríðarlega undanfarin ár, en þar vegur þungt sú breyting og hækkun á bankaskattinum sem sitjandi ríkisstjórn lögfesti í upphafi kjörtímabilsins. Þar var skattlagningarvaldinu beitt til að afla ríkissjóði tekna upp á um það bil 90 milljarða á tímabilinu 2014 til 2016, en megintilgangur þess var að geta staðið undir höfuðstólslækkunum hjá skuldsettum heimilum.

Sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki nema nú um 20 prósentum af rekstrarkostnaði bankanna. Í greiningu Capacent er bent á að gjöldin hljóti að valda því að vextir hækki. „Reikna má með að vextir séu að einhverju leyti hærri vegna þessara gjalda. Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi umræðu um vanda ungs fólks að koma sér upp húsnæði. Hár vaxtakostnaður bitnar fyrst og fremst á ungu fólki og barnafjölskyldum eða þeim þjóðfélagshópum sem skulda mest,“ segir þar. 

Mynd sem Samband ungra sjálfstæðismanna dreifir á Facebook.

Stjórnarandstöðuflokkarnir vilja hækka tiltekna skatta

Á mynd Ungra sjálfstæðismanna eru Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn sögð vilja hækka skatta. Samfylkingin hefur talað sérstaklega fyrir því að virðisaukaskattur á ferðaþjónustu og veiðigjöld hækki, tekjuskattslækkanir verði afturkallaðar, tekinn verði upp hátekjuskattur og að raforkuskattur og auðlegðarskattur verði endurvakinn.

Píratar hafa meðal annars talað fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts, reglum um þunna eiginfjármögnun stórfyrirtækja og umhverfissköttum.

Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur einnig talað fyrir grænum sköttum og því að unnið sé gegn því að stórfyrirtæki komi ósköttuðum hagnaði úr landi, en jafnframt hvatt til hækkunar gistináttagjalds, lækkunar tryggingagjalds, grænum skattahvötum og skattlagningu gjaldmiðlabrasks.

Allir  þrír flokkarnir hafa því vissulega talað fyrir tilteknum skattahækkunum. Jafnframt hafa þeir lagst gegn sköttum og skattatillögum ríkisstjórnarinnar, t.d. legugjaldið á spítölum sem ríkisstjórnin vildi leggja á sjúklinga samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu haustið 2013 og náttúrupassann sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti til sögunnar árið 2014 og fólst í að fólk yrði látið greiða gjald á hverju ári fyrir að fá að berja náttúruperlur augum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
6
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár