Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sjálfstæðismenn ætlast til þess að fjármálaáætlun Benedikts taki breytingum

Ekki er meiri­hluti fyr­ir fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar á Al­þingi.

Sjálfstæðismenn ætlast til þess að fjármálaáætlun Benedikts taki breytingum

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru óánægðir með ýmis atriði í fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra og vilja að hún taki breytingum í meðförum þingsins. Um er að ræða stærsta málið sem Benedikt hefur lagt fram frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var mynduð en eins og greint var frá í gær er ekki meirihluti fyrir áætluninni á Alþingi nema áform um skattahækkanir á ferðaþjónustu verði endurskoðuð.

Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem báðir tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu, hafa lýst því yfir að þeir muni ekki samþykkja áætlunina að óbreyttu. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV í gær, en nú er einnig orðið ljóst að Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að fjármálaáætlunin taki breytingum og ýmis atriði verði endurskoðuð.

Þegar ríkisfjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar, núverandi forsætisráðherra, var samþykkt í fyrra voru engar efnislegar breytingar gerðar á henni í meðförum Alþingis. Eygló Harðardóttir, þáverandi félags- og húsnæðismálaráðherra, sat hjá þegar greidd voru atkvæði um áætlunina og gaf þá ástæðu að þar væri ekki hlúð nægilega að barnafjölskyldum, öldruðum og öryrkjum. Með þessu uppskar hún gríðarlega hörð viðbrögð frá þungavigtarfólki í Sjálfstæðisflokknum og líkti Bjarni Benediktsson framgöngu hennar við hegðun leikskólabarns. 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár