Margir bíða nú með eftirvæntingu eftir nýjustu Star Wars-myndinni sem frumsýnd verður um næstu jól. Í gær fór seinni stiklan á netið og er ekki laust við að margir hafi misst sig úr spenninig og jafnvel nokkur tár fallið. Óskar Arnarson, leikstjóri og handritshöfundur, endurspeglaði tilfinningar margra nörda í myndbandi sem hann setti á YouTube í gær. Í myndbandinu má sjá Matthew McConaughey gráta yfir myndbandi af dóttur sinni í kvikmyndinni Interstellar.
Ekki nóg með að myndband Óskars hafi notið gífurlegra vinsælda á Reddit hefur Time, TechRadar og Metro.co.uk meðal annars fjallað um myndbandið.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Hér má svo sjá stikluna umtöluðu:
Athugasemdir