Árni Páll Árnason var rétt í þessu endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar, en það mátti ekki tæpara standa. Aðeins einu atkvæði munaði á þeim Árna Páli og Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.
Árni Páll hlaut 241 atkvæði eða 49,49 prósent atkvæða á móti 240 atkvæðum sem féllu Sigríði Ingibjörgu í hlut, eða 49,28 prósent atkvæða.
Þetta eina atkvæði sem skipti sköpum var greitt Önnu Pálu Sverrisdóttur.
„Þetta er sérkennileg niðurstaða, en svona er lýðræðið,“ sagði Árni Páll þegar niðurstaðan lá fyrir.
Boðar hærri húsaleigubætur
Árni Páll lagði áherslu á húsnæðismálin þegar hann setti landsþingið í dag og sagðist boða „róttækar breytingar á húsnæðiskerfinu“. Ríkisstjórnin hefði ekkert gert í þeim efnum, en í Reykjavík væri Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, byrjaður að auka framboð af leiguíbúðum.
En sú uppbygging mun taka mikinn tíma. Við getum ekki bara beðið. Ríkið verður að spila með. Við þurfum hækkun húsaleigubóta. Við verðum að fjölga íbúðum til leigu og …
Athugasemdir