Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur Davíð birtir gögn um tölvuinnbrot

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son birt­ir skjal um að rík­is­lög­reglu­stjóri hafi hætt rann­sókn á meintu inn­broti í tölvu hans þeg­ar hann var for­sæt­is­ráð­herra. Í bréf­inu kem­ur ekk­ert fram sem renn­ir stoð­um und­ir grun Sig­mund­ar.

Sigmundur Davíð birtir gögn um tölvuinnbrot

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, birti rétt í þessu bréf frá Ríkislögreglustjóra á Facebook-síðu sinni þar sem fram kemur að embættið hafi hætt rannsókn á meintu innbroti í tölvu hans. Í bréfinu kemur fram að ríkislögreglustjóri hafi óskað eftir frekari upplýsingum um málið frá rekstrarfélagi Stjórnarráðsins eftir að fjölmiðlar fjölluðu um meint innbrot í tölvu Sigmundar Davíðs í síðasta mánuði, en Sig­mundur Davíð hélt því fram í ræðu á mið­stjórn­ar­fundi Fram­sókn­arflokks­ins að brot­ist hafi verið inn í tölvu hans. Sigmundur var meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa ekki tilkynnt lögreglu um innbrotið. Eftir að upplýsingar hafi borist frá rekstrarfélagi Stjórnarráðsins og lagt hafði verið á þær mat var það hins vegar niðurstaða ríkislögreglustjóra að hætta rannsókn málsins.

Samhliða bréfinu birtir Sigmundur Davíð langa færslu þar sem hann segir meðal annars að frá því að hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi hópur fólks talið það hlutverk sitt að reyna að gera flest það sem hann segir ótrúverðugt, allt frá stórum tillögum í efnahagsmálum að frásögn um hversdagslega atburði. Í tengslum við yfirlýsingar hans um meint innbrot í tölvu hans segir Sigmundur Davíð einn fjölmiðil hafa fengið „mann til að halda því fram að það að brotist hefði verið inn í tölvuna líktist vísindaskáldsögu,“ og vísar í viðtal Morgunútvarpsins á RÚV við Theódór Gíslason tölvuöryggissérfræðing, sem sagði meðal annars að öll tölvuinnbrot skilji eftir sig ummerki. 

Sigmundur Davíð segir ennfremur að hann hafi fengið gögn þar sem fram kemur að tölvupóstur sem sendur var á hann, og látinn líta út fyrir að kæmi frá öðrum, hefði líklega innihaldið þekkta tölvuveiru að nafni „Poison Ivy backdoor“. „Um þá veiru segir í bréfi frá RFS: „Einkenni hennar eru þær að hún opnar bakdyr inn á tölvu viðkomandi fyrir aðgengi árásaraðila að tölvunni“. Þótt veiran hafi ekki fundist í tölvunni er tekið fram að „Algengt er með slíka veirur að árásaraðilinn hreinsar til eftir sjálfan sig að lokinni aðgerð“. Atvikið var skráð sem öryggisatvik hjá RFS,“ skrifar Sigmundur Davíð, en birtir hins vegar ekki umrætt skjal þar sem þessar upplýsingar koma fram, heldur einungis tilkynningu ríkislögreglustjóra um að hætta rannsókn.

Tilkynning Sigmundar Davíðs í heild:

Frá því að ég hóf þátttöku í stjórnmálum hefur hópur fólks talið það hlutverk sitt að reyna að gera flest það sem ég segi ótrúverðugt, allt frá stórum tillögum í efnahagsmálum að frásögn um hversdagslega atburði. 

Á miðstjórnarfundi um daginn gerði ég grín að því að menn hefðu meira að segja talið það til marks um „paranoju“ að telja að menn myndu gera ýmislegt til að verja hagsmuni sem voru álíka miklir og verðmæti allra mannvirkja í Reykjavík og hringinn í kringum landið. Það var því skondin kaldhæðni að fréttir af fundinum næstu daga á eftir snérust aðallega um atriði sem ég hafði nefnt í framhjáhlaupi, þ.e. að brotist hefði verið inn í tölvuna mína, og leitast við að gera það ótrúverðugt. Einn fjölmiðill fékk mann til að halda því fram að það að brotist hefði verið inn í tölvuna líktist vísindaskáldsögu.

Í krafti upplýsingalaga hef ég nú fengið afhent gögn sem varða málið frá Ríkislögreglustjóra. Þar birtast samskipti ríkislögreglustjóra (RLS) og rekstrarfélags Stjórnarráðsins (RFS) auk þess sem afrit voru í sumum tilvikum send til forsætisráðuneytisins og ríkissaksóknara. 

Fram kemur að tölvupóstur sem sendur var á mig og látinn líta út fyrir að hann hefði komið frá öðrum en þeim sem sendi hann hefði líklega innihaldið þekkta tölvuveiru að nafni „Poison Ivy backdoor“. Um þá veiru segir í bréfi frá RFS: „Einkenni hennar eru þær að hún opnar bakdyr inn á tölvu viðkomandi fyrir aðgengi árásaraðila að tölvunni“. Þótt veiran hafi ekki fundist í tölvunni er tekið fram að „Algengt er með slíka veirur að árásaraðilinn hreinsar til eftir sjálfan sig að lokinni aðgerð“. Atvikið var skráð sem öryggisatvik hjá RFS.

Embætti ríkislögreglustjóra fylgdi málinu svo eftir og hafði samráð um það við ríkissaksóknara. Ástæða er til að taka fram að ekki er annað að sjá en að RLS hafi staðið mjög faglega að meðferð þessa máls og það er í samræmi við reynslu mína af embættinu sem forsætis- og dómsmálaráðherra. 

Hér fylgir bréf frá ríkislögreglustjóra sem lýsir niðurstöðunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Harvard tekur afstöðu gegn Trump – milljarða fjármögnun skólans fryst
6
Erlent

Har­vard tek­ur af­stöðu gegn Trump – millj­arða fjár­mögn­un skól­ans fryst

Virt­asti há­skóli Banda­ríkj­anna, Har­vard, tefldi millj­örð­um dala í rík­is­stuðn­ingi í tví­sýnu þeg­ar hann hafn­aði víð­tæk­um kröf­um rík­is­stjórn­ar Don­alds Trump. Kröf­urn­ar voru sagð­ar gerð­ar til þess að sporna við gyð­inga­h­atri á há­skóla­svæð­um. Kröf­urn­ar snúa að stjórn­ar­hátt­um, ráðn­ing­um og inn­töku­ferli skól­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár