Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur Davíð birtir gögn um tölvuinnbrot

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son birt­ir skjal um að rík­is­lög­reglu­stjóri hafi hætt rann­sókn á meintu inn­broti í tölvu hans þeg­ar hann var for­sæt­is­ráð­herra. Í bréf­inu kem­ur ekk­ert fram sem renn­ir stoð­um und­ir grun Sig­mund­ar.

Sigmundur Davíð birtir gögn um tölvuinnbrot

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, birti rétt í þessu bréf frá Ríkislögreglustjóra á Facebook-síðu sinni þar sem fram kemur að embættið hafi hætt rannsókn á meintu innbroti í tölvu hans. Í bréfinu kemur fram að ríkislögreglustjóri hafi óskað eftir frekari upplýsingum um málið frá rekstrarfélagi Stjórnarráðsins eftir að fjölmiðlar fjölluðu um meint innbrot í tölvu Sigmundar Davíðs í síðasta mánuði, en Sig­mundur Davíð hélt því fram í ræðu á mið­stjórn­ar­fundi Fram­sókn­arflokks­ins að brot­ist hafi verið inn í tölvu hans. Sigmundur var meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa ekki tilkynnt lögreglu um innbrotið. Eftir að upplýsingar hafi borist frá rekstrarfélagi Stjórnarráðsins og lagt hafði verið á þær mat var það hins vegar niðurstaða ríkislögreglustjóra að hætta rannsókn málsins.

Samhliða bréfinu birtir Sigmundur Davíð langa færslu þar sem hann segir meðal annars að frá því að hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi hópur fólks talið það hlutverk sitt að reyna að gera flest það sem hann segir ótrúverðugt, allt frá stórum tillögum í efnahagsmálum að frásögn um hversdagslega atburði. Í tengslum við yfirlýsingar hans um meint innbrot í tölvu hans segir Sigmundur Davíð einn fjölmiðil hafa fengið „mann til að halda því fram að það að brotist hefði verið inn í tölvuna líktist vísindaskáldsögu,“ og vísar í viðtal Morgunútvarpsins á RÚV við Theódór Gíslason tölvuöryggissérfræðing, sem sagði meðal annars að öll tölvuinnbrot skilji eftir sig ummerki. 

Sigmundur Davíð segir ennfremur að hann hafi fengið gögn þar sem fram kemur að tölvupóstur sem sendur var á hann, og látinn líta út fyrir að kæmi frá öðrum, hefði líklega innihaldið þekkta tölvuveiru að nafni „Poison Ivy backdoor“. „Um þá veiru segir í bréfi frá RFS: „Einkenni hennar eru þær að hún opnar bakdyr inn á tölvu viðkomandi fyrir aðgengi árásaraðila að tölvunni“. Þótt veiran hafi ekki fundist í tölvunni er tekið fram að „Algengt er með slíka veirur að árásaraðilinn hreinsar til eftir sjálfan sig að lokinni aðgerð“. Atvikið var skráð sem öryggisatvik hjá RFS,“ skrifar Sigmundur Davíð, en birtir hins vegar ekki umrætt skjal þar sem þessar upplýsingar koma fram, heldur einungis tilkynningu ríkislögreglustjóra um að hætta rannsókn.

Tilkynning Sigmundar Davíðs í heild:

Frá því að ég hóf þátttöku í stjórnmálum hefur hópur fólks talið það hlutverk sitt að reyna að gera flest það sem ég segi ótrúverðugt, allt frá stórum tillögum í efnahagsmálum að frásögn um hversdagslega atburði. 

Á miðstjórnarfundi um daginn gerði ég grín að því að menn hefðu meira að segja talið það til marks um „paranoju“ að telja að menn myndu gera ýmislegt til að verja hagsmuni sem voru álíka miklir og verðmæti allra mannvirkja í Reykjavík og hringinn í kringum landið. Það var því skondin kaldhæðni að fréttir af fundinum næstu daga á eftir snérust aðallega um atriði sem ég hafði nefnt í framhjáhlaupi, þ.e. að brotist hefði verið inn í tölvuna mína, og leitast við að gera það ótrúverðugt. Einn fjölmiðill fékk mann til að halda því fram að það að brotist hefði verið inn í tölvuna líktist vísindaskáldsögu.

Í krafti upplýsingalaga hef ég nú fengið afhent gögn sem varða málið frá Ríkislögreglustjóra. Þar birtast samskipti ríkislögreglustjóra (RLS) og rekstrarfélags Stjórnarráðsins (RFS) auk þess sem afrit voru í sumum tilvikum send til forsætisráðuneytisins og ríkissaksóknara. 

Fram kemur að tölvupóstur sem sendur var á mig og látinn líta út fyrir að hann hefði komið frá öðrum en þeim sem sendi hann hefði líklega innihaldið þekkta tölvuveiru að nafni „Poison Ivy backdoor“. Um þá veiru segir í bréfi frá RFS: „Einkenni hennar eru þær að hún opnar bakdyr inn á tölvu viðkomandi fyrir aðgengi árásaraðila að tölvunni“. Þótt veiran hafi ekki fundist í tölvunni er tekið fram að „Algengt er með slíka veirur að árásaraðilinn hreinsar til eftir sjálfan sig að lokinni aðgerð“. Atvikið var skráð sem öryggisatvik hjá RFS.

Embætti ríkislögreglustjóra fylgdi málinu svo eftir og hafði samráð um það við ríkissaksóknara. Ástæða er til að taka fram að ekki er annað að sjá en að RLS hafi staðið mjög faglega að meðferð þessa máls og það er í samræmi við reynslu mína af embættinu sem forsætis- og dómsmálaráðherra. 

Hér fylgir bréf frá ríkislögreglustjóra sem lýsir niðurstöðunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár