Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Seldu 50 tonn af graskerjum fyrir hrekkjarvökuna

Við­skipta­vin­ir í Mela­búð­inni slóg­ust um grasker­in fyr­ir hrekkja­vök­una í ár. Þetta seg­ir Pét­ur Al­an Guð­munds­son, kaup­mað­ur í Mela­búð­inni, sem seg­ir hvert ein­asta grasker hafa selst og það tveim­ur dög­um fyr­ir hrekkja­vöku. Ban­an­ar ehf. seldu versl­un­um og veit­inga­stöð­um 50 tonn af graskerj­um fyr­ir hrekkja­vök­una, sem er fimm­föld­un frá ár­inu 2010.

Seldu 50 tonn af graskerjum fyrir hrekkjarvökuna
Útskorið grasker Stjórnendur Melabúðarinnar voru búnir að birgja sig upp af graskerjum í ár. Þeir voru þrátt fyrir það ekki búnir undir sprenginguna sem varð en öll graskerin seldust upp tveimur dögum fyrir hrekkjavöku. Mynd: Flickr/William Warby

„Þetta var eiginlega bara ótrúlegt þetta árið. Salan jókst mikið í fyrra en núna varð algjör sprenging. Það kláraðist allt á laugardeginum, tveimur dögum fyrir hrekkjavöku, og það var slegist um síðustu graskerin,“ segir Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni. Höfðu kaupmenn þar þó undirbúið sig vel, birgt sig rækilega upp og meðal stillt upp graskerjum í stóru keri utan við búðina. „Sumar fjölskyldur voru að kaupa tvö, jafnvel þrjú grasker. Eitt á hvert barn.“

Hann segir það augljóslega hafa ýtt undir hrekkjarvökuáhuga Vesturbæinga að búið var að búið var að bera miða í hús sem fólk var hvatt til að hengja út í glugga, ef það var tilbúið til að „taka á móti nornum, draugum og öðrum óvættum í nammileit.“ Fjöldi fólks brást vel við skilaboðunum og var mikil stemning í hverfinu þetta kvöld, skelfilegar litlar verur á stjái um allar trissur og logandi grasker við þriðja hvert hús.  

Bananar, stærsti innflytjandi grænmetis og ávaxta, seldu nær allt það magn sem þeir fluttu inn fyrir hrekkjavökuna í ár. „Þetta hefur stigmagnast hjá okkur ár frá ári. Það er nær ekkert eftir af því sem við fluttum inn í ár, ekki nema eitt lítið kar,“ segir Örvar Karlsson, sölu- og markaðsstjóri Banana. Í ár hafi Bananar selt verslunum og veitingastöðum 50 tonn af graskerjum. Árið 2010 hafi tonnin verið tíu. Salan hafi því fimmfaldast á nokkrum árum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár