Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Seldu 50 tonn af graskerjum fyrir hrekkjarvökuna

Við­skipta­vin­ir í Mela­búð­inni slóg­ust um grasker­in fyr­ir hrekkja­vök­una í ár. Þetta seg­ir Pét­ur Al­an Guð­munds­son, kaup­mað­ur í Mela­búð­inni, sem seg­ir hvert ein­asta grasker hafa selst og það tveim­ur dög­um fyr­ir hrekkja­vöku. Ban­an­ar ehf. seldu versl­un­um og veit­inga­stöð­um 50 tonn af graskerj­um fyr­ir hrekkja­vök­una, sem er fimm­föld­un frá ár­inu 2010.

Seldu 50 tonn af graskerjum fyrir hrekkjarvökuna
Útskorið grasker Stjórnendur Melabúðarinnar voru búnir að birgja sig upp af graskerjum í ár. Þeir voru þrátt fyrir það ekki búnir undir sprenginguna sem varð en öll graskerin seldust upp tveimur dögum fyrir hrekkjavöku. Mynd: Flickr/William Warby

„Þetta var eiginlega bara ótrúlegt þetta árið. Salan jókst mikið í fyrra en núna varð algjör sprenging. Það kláraðist allt á laugardeginum, tveimur dögum fyrir hrekkjavöku, og það var slegist um síðustu graskerin,“ segir Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni. Höfðu kaupmenn þar þó undirbúið sig vel, birgt sig rækilega upp og meðal stillt upp graskerjum í stóru keri utan við búðina. „Sumar fjölskyldur voru að kaupa tvö, jafnvel þrjú grasker. Eitt á hvert barn.“

Hann segir það augljóslega hafa ýtt undir hrekkjarvökuáhuga Vesturbæinga að búið var að búið var að bera miða í hús sem fólk var hvatt til að hengja út í glugga, ef það var tilbúið til að „taka á móti nornum, draugum og öðrum óvættum í nammileit.“ Fjöldi fólks brást vel við skilaboðunum og var mikil stemning í hverfinu þetta kvöld, skelfilegar litlar verur á stjái um allar trissur og logandi grasker við þriðja hvert hús.  

Bananar, stærsti innflytjandi grænmetis og ávaxta, seldu nær allt það magn sem þeir fluttu inn fyrir hrekkjavökuna í ár. „Þetta hefur stigmagnast hjá okkur ár frá ári. Það er nær ekkert eftir af því sem við fluttum inn í ár, ekki nema eitt lítið kar,“ segir Örvar Karlsson, sölu- og markaðsstjóri Banana. Í ár hafi Bananar selt verslunum og veitingastöðum 50 tonn af graskerjum. Árið 2010 hafi tonnin verið tíu. Salan hafi því fimmfaldast á nokkrum árum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár