Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir ummæli sín mistúlkuð: Var einungis að vísa til „háfleygra orða“ umhverfisráðherra

Bryn­hild­ur S. Björns­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­þing­kona og stjórn­ar­formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, tel­ur að snú­ið hafi ver­ið út úr orð­um sín­um. Hún seg­ir um­hverf­is­ráð­herra hafa gert þau „hræði­legu mis­tök“ að rugla sam­an „til­mæl­um“ og „leið­sögn“ sem séu „há­fleyg orð“.

Segir ummæli sín mistúlkuð: Var einungis að vísa til „háfleygra orða“ umhverfisráðherra

Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrum varaþingkona og stjórnarformaður flokksins, telur að Stundin hafi mistúlkað ummæli sín um „háfleyg orð“ á Alþingi í frétt sem birtist á vefnum í gær

Fram kom í umræddri frétt að Brynhildi þætti umræðan um rangar upplýsingar sem Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra gaf Alþingi þann 9. febrúar vera stormur í vatnsglasi. Var meðal annars vitnað í eftirfarandi ummæli sem Brynhildur lét falla á Facebook: „Þetta er mesta 'much ado about nothing' sem ég hef séð lengi. Póteitó-pótató. Hver skilur eða pælir í þessum fáránlega háfleygu orðum á þingi? And who really cares?“ 

Brynhildur bregst við fréttaflutningnum í dag og segist ekki hafa verið að vísa almennt til umræðna á Alþingi eða hátíðlegra orða sem þar eru látin falla heldur einvörðungu til þess að ráðherra hefði notað orðið „tilmæli“ en í raun og veru verið að vísa til „leiðsagnar“ sem nefnd um veitingu ívilnana til nýfjárfestinga hefði fengið. 

Brynhildur segir að sumt þyki sér miður að lesa í grein Stundarinnar.„T.a.m. að túlka svar mitt (sem var á FB þræði btw) þannig að "fólk skilji ekki né pæli í því sem SAGT ER á þingi". Það er í besta falli rangtúlkun. Versta falli er það lygi. Svo við notum bara sömu stóru orð og ég brást illa við að umhverfis- og auðlindaráðherra væri sökuð um. Ég sagði orðrétt "hver skilur eða pælir í þeim HÁFLEYGU ORÐUM sem notuð eru á þingi" í samhengi við svar Björt Ólafsdóttir [sic] um að í hennar huga séu orðin "tilmæli" og "leiðsögn" nátengd. Að henni hafi orðið á þau "hræðilegu" mistök að rugla þessum tvennum hugtökum saman,“ skrifar hún.

Tekið skal fram að Brynhildur vitnar ekki rétt í sjálfa sig, því í gær sagði hún orðrétt: „Hver skilur eða pælir í þessum fáránlega háfleygu orðum á þingi?“ Þá er rétt að geta þess að hvorki fjölmiðlar né þingmenn hafa notað orðið „lygi“ um þær röngu upplýsingar sem umhverfisráðherra gaf Alþingi.

Brynhildur hafnar því að hún sé áhrifakona í Bjartri framtíð og segist einvörðungu vera hluti af baklandi flokksins. Þar séu allir jafn miklir áhrifamenn og áhrifakonur. Hún segir að það skipti sig mestu máli hvort það sé stefna ríkisstjórnarinnar að stöðva ívilnanir til mengandi stóriðju, ekki hvort stefnunni sé framfylgt með tilmælum eða leiðsögn til nefndar um veitingu ívilnana. 

„Mér finnst þetta "much ado about nothing". Og að kalla þetta lygi ráðherra - finnst mér magnað. Ekki síst af þingmanni Vinstri grænna - sem ég hefði haldið að myndi stórfagna því að fá umhverfisráðherra sem "means business" í að stöðva ívilnanir til stóriðju og takast á við loftslagsmálin. Nema þetta sé prógrammeruð viðbrögð við því þegar einhver gerir eitthvað gott - sem tilheyrir ekki hans eigins flokki. Og það er lame. Sama hvaða orð maður notar. Annars bara hrezz!“ skrifar Brynhildur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
4
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár