Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segir ummæli sín mistúlkuð: Var einungis að vísa til „háfleygra orða“ umhverfisráðherra

Bryn­hild­ur S. Björns­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­þing­kona og stjórn­ar­formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, tel­ur að snú­ið hafi ver­ið út úr orð­um sín­um. Hún seg­ir um­hverf­is­ráð­herra hafa gert þau „hræði­legu mis­tök“ að rugla sam­an „til­mæl­um“ og „leið­sögn“ sem séu „há­fleyg orð“.

Segir ummæli sín mistúlkuð: Var einungis að vísa til „háfleygra orða“ umhverfisráðherra

Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrum varaþingkona og stjórnarformaður flokksins, telur að Stundin hafi mistúlkað ummæli sín um „háfleyg orð“ á Alþingi í frétt sem birtist á vefnum í gær

Fram kom í umræddri frétt að Brynhildi þætti umræðan um rangar upplýsingar sem Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra gaf Alþingi þann 9. febrúar vera stormur í vatnsglasi. Var meðal annars vitnað í eftirfarandi ummæli sem Brynhildur lét falla á Facebook: „Þetta er mesta 'much ado about nothing' sem ég hef séð lengi. Póteitó-pótató. Hver skilur eða pælir í þessum fáránlega háfleygu orðum á þingi? And who really cares?“ 

Brynhildur bregst við fréttaflutningnum í dag og segist ekki hafa verið að vísa almennt til umræðna á Alþingi eða hátíðlegra orða sem þar eru látin falla heldur einvörðungu til þess að ráðherra hefði notað orðið „tilmæli“ en í raun og veru verið að vísa til „leiðsagnar“ sem nefnd um veitingu ívilnana til nýfjárfestinga hefði fengið. 

Brynhildur segir að sumt þyki sér miður að lesa í grein Stundarinnar.„T.a.m. að túlka svar mitt (sem var á FB þræði btw) þannig að "fólk skilji ekki né pæli í því sem SAGT ER á þingi". Það er í besta falli rangtúlkun. Versta falli er það lygi. Svo við notum bara sömu stóru orð og ég brást illa við að umhverfis- og auðlindaráðherra væri sökuð um. Ég sagði orðrétt "hver skilur eða pælir í þeim HÁFLEYGU ORÐUM sem notuð eru á þingi" í samhengi við svar Björt Ólafsdóttir [sic] um að í hennar huga séu orðin "tilmæli" og "leiðsögn" nátengd. Að henni hafi orðið á þau "hræðilegu" mistök að rugla þessum tvennum hugtökum saman,“ skrifar hún.

Tekið skal fram að Brynhildur vitnar ekki rétt í sjálfa sig, því í gær sagði hún orðrétt: „Hver skilur eða pælir í þessum fáránlega háfleygu orðum á þingi?“ Þá er rétt að geta þess að hvorki fjölmiðlar né þingmenn hafa notað orðið „lygi“ um þær röngu upplýsingar sem umhverfisráðherra gaf Alþingi.

Brynhildur hafnar því að hún sé áhrifakona í Bjartri framtíð og segist einvörðungu vera hluti af baklandi flokksins. Þar séu allir jafn miklir áhrifamenn og áhrifakonur. Hún segir að það skipti sig mestu máli hvort það sé stefna ríkisstjórnarinnar að stöðva ívilnanir til mengandi stóriðju, ekki hvort stefnunni sé framfylgt með tilmælum eða leiðsögn til nefndar um veitingu ívilnana. 

„Mér finnst þetta "much ado about nothing". Og að kalla þetta lygi ráðherra - finnst mér magnað. Ekki síst af þingmanni Vinstri grænna - sem ég hefði haldið að myndi stórfagna því að fá umhverfisráðherra sem "means business" í að stöðva ívilnanir til stóriðju og takast á við loftslagsmálin. Nema þetta sé prógrammeruð viðbrögð við því þegar einhver gerir eitthvað gott - sem tilheyrir ekki hans eigins flokki. Og það er lame. Sama hvaða orð maður notar. Annars bara hrezz!“ skrifar Brynhildur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
4
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár