Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir ummæli lögreglustjórans ekki svaraverð: „Nauðganir eru næsti bær við morð“

Páley Borg­þórs­dótt­ir, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, sagði í gær að eng­in al­var­leg lík­ams­árás hefði ver­ið fram­in á þjóð­há­tíð, þrátt fyr­ir að lög­regl­an hafi tvö kyn­ferð­is­brota­mál til rann­sókn­ar. Guð­rún Jóns­dótt­ir, talskona Stíga­móta, seg­ir það ekki traust­vekj­andi þeg­ar lög­reglu­stjóri tal­ar með þess­um hætti.

Segir ummæli lögreglustjórans ekki svaraverð: „Nauðganir eru næsti bær við morð“

Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku vegna nauðgana eftir þjóðhátíð í Vestmanneyjum um helgina. Þrátt fyrir það sagði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við RÚV í gærkvöldi að þar hefði enginn orðið fyrir alvarlegu líkamstjóni.

Aðspurð um fréttatilkynningu frá lögreglunni þar sem sagði að hátíðin hefði farið vel fram og á hverju það mat byggir, svaraði Páley: „Það að hátíðin hafi farið vel fram tekur yfir hátíðina í það heila. Hér eru fimmtán þúsund manns. Hér varð enginn fyrir alvarlegu líkamstjóni. Við vorum ekki með nein höfuðkúpubrot eða slíkar stórkostlega alvarlegar líkamsárásir. Vopnamál voru engin og hér var tiltölulega mikill friður yfir fólkið.

Vissulega komu upp þessi tvö kynferðisbrotamál. Ég ætla ekki að gera lítið úr því. Það er grafalvarlegt og alvarlegar afleiðingar sem þau valda en engu að síður í svona stórum hópi fólks var tiltölulega mikill friður yfir fólki og hátíðin fór, miðað við fyrri hátíðir, nokkuð vel fram þrátt fyrir þessi ömurlegu kynferðisbrot."

Alvarlegar afleiðingar nauðgana  

Kynferðisbrot eru á meðal alvarlegustu brota sem hægt er að fremja samkvæmt íslenskum hegningarlögum, og við þeim varðar allt að sextán ára fangelsi. Í ársskýrslu Stígamóta er ítarleg útlistun á afleiðingum kynferðisbrota. Þar segir að þolendum nauðgana gangi misvel að komast yfir afleiðingar ofbeldisins og ná aftur fullri stjórn á lífi sínu. Þeir sem þangað leita lýsi líðan sinni á meðan nauðguninni stendur oft við það að vera í einangrandi tómi, þar sem tilfinningin um einmannaleika er sterkust. Að tilfinningin sé eins og að missa alla stjórn á lífi sínu og aðstæðum. Því fylgi mikill ótti og ásækin tilfinning um að vera í lífshættu. „Þær velja þá leið til að lifa árásina af, líkamlega og tilfinningalega, sem aðstæður og mat þeirra á þeim leyfir.“

Þá segir að afleiðingarnar séu margvíslegar og mismunandi hjá hverjum og einum. Algengt sé að þolendur fái líkamleg áfallseinkenni eins og martraðir, höfuðverki, ýmiskonar verki, kláða, uppköst, skjálfta og önnur áfallseinkenni. Þá glími þeir við ýmis vandamál er varða andlega heilsu þeirra, brotna sjálfsmynd, skömm og sektarkennd. „Nauðgun hefur svo djúpstæð áhrif á tilfinningalíf kvenna og sjálfsmynd þeirra, að þeim tekst sjaldnast að gleyma henni án þess að tilfinningaleg úrvinnsla eigi sér stað,“ segir í ársskýrslu Stígamóta.

„Helstu eftirköst nauðgana sem konur glíma við eru brotin eða skert sjálfsmynd, sektarkennd, erfiðleikar í kynlífi og þunglyndi. Flestum konum sem er nauðgað finnst að nauðgunin spilli þeim, þær séu annars flokks, „skemmd vara“ eftir nauðgunina. Sjálfsmat þeirra og sjálfsmynd riðlast og traust þeirra á körlum bíður oft varanlega hnekki.“

Efast um hæfi lögreglustjórans
Efast um hæfi lögreglustjórans Guðrún Jónsdóttir segir að ákvörðun lögreglustjórans sé fyrst og fremst í hag þeirra sem vilja halda ímynd þjóðhátíðar góðri og þeirra sem nauðga, ekki þolenda. Hún segir jafnframt að ummæli lögreglustjórans í gær sýni ekki mikinn skilning á alvarleika nauðgana.

Nauðganir næsti bær við morð

Það er því ljóst að nauðganir eru alvarlegar líkamsárásir sem geta haft mikil áhrif á líf og heilsu þeirra sem fyrir þeim verða. Orð lögreglustjórans í Vestmannaeyjum sem sagði „hér varð enginn fyrir alvarlegu líkamstjóni,“ eru því ekki svaraverð að mati Guðrúnar Jónsdóttur, talskonu Stígamóta.

„Maður hefur oft heyrt þetta áður,“ segir Guðrún. „Þetta er gamall söngur, 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
1
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Sendu skip til Grænlands
3
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Lagði ekki upp með ótímabundið hvalveiðileyfi eins og varð raunin
5
Fréttir

Lagði ekki upp með ótíma­bund­ið hval­veiði­leyfi eins og varð raun­in

Bjarni Bene­dikts­son not­aði sína síð­ustu daga í embætti til að veita Hval hf. ein­stakt leyfi til veiða á lang­reyð­um. Leyf­ið renn­ur aldrei út. Í fyrstu taldi hann sig van­hæf­an til að taka ákvörð­un en skipti svo um skoð­un hálf­um mán­uði síð­ar. At­burða­rás­in kem­ur heim og sam­an við lýs­ing­ar á leyniupp­töku af syni og við­skipta­fé­laga Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns á hvað stæði til gera.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár