Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Hissa á að hafa verið dæmdur fyrir árás gegn manni sem lamdi hann í höfuðið með kylfu

Daní­el Rafn Guð­munds­son var í gær dæmd­ur í 18 mán­aða fang­elsi fyr­ir lík­ams­árás á Stefán Loga Sí­varts­son. Stefán hafði hót­að Daní­el líf­láti, kom heim til hans og barði hann í höf­uð­ið með hafn­ar­bolta­kylfu.

Hissa á að hafa verið dæmdur fyrir árás gegn manni sem lamdi hann í höfuðið með kylfu
Stefán Logi Sívarsson Skeljagrandabróðirinn hefur margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi, en í héraðsdómi í gær var hann fórnarlambið - þrátt fyrir að hafa lamið árásarmann sinn að fyrrabragði í höfuðið með kylfu.

Í gær var Daníel Rafn Guðmundsson dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í átján mánaða fangelsi fyrir líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson, oft kenndan við Skeljagranda. Málið hefur oft verið kennt við Ystasel þar sem atvikið átti sér stað. Í samtali við Stundina furðar Daníel Rafn sig á dómnum þar sem allar hans málsbætur hafi verið samþykktar af dómara. Hann segist stefna að því að áfrýja dómnum til Hæstaréttar sem og að kæra Stefán Loga fyrir líkamsárás.

„Þetta átti að vera sýknudómur. Það er spurning hvort almenningur vilji hafa svona mál í kerfinu þar sem menn er dæmdur þegar það er ráðist á heimili þeirra. Þar sem ráðist er á mann með hafnaboltakylfu. Má ég ekki verja mig? Mátti ég ekki verja konuna mína? Mátti ég ekki verja fjölskylduna mína?“ spyr Daníel Rafn.

Daníel var ákærður fyrir að hafa slegið og sparkað í bæði líkama og höfuð Stefáns Loga. Samkvæmt dómi brotnuðu rifbein, nef og kinnbein Stefáns Loga. Daníel neitaði sök en dómari taldi sannað að hann hafi verið sekur um að hafa veit Stefáni Loga þessa áverka.

Mynd úr lögregluskýrslu
Mynd úr lögregluskýrslu Hér má sjá áverka Daníel eftir kylfuhöggið.

Kom óboðinn

Líkt og fyrr segir samþykkti héraðsdómur allar málsbætur Daníels Rafns sem fólu meðal annars í sér að Stefán Logi hafi hótað honum lífláti. „Rauði þráðurinn í þessu er sá að það var fallist á mína lýsingu á málavöxtum að langmestu leyti​. Hann kom á heimili mitt óboðinn. Hann var að framfylgja líflátshótunum út af meintu kynferðisbroti, sem ég var að verja. Hann lemur mig í hausinn með hafnarboltakylfu sem er „basically“ tilraun til manndráps í skilningi laganna. Spurningin er bara hvernig íslenskt réttarkerfi virki, hvað er nauðvörn?“ spyr Daníel Rafn.

Nærmynd af sárinu
Nærmynd af sárinu Hér má sjá hve slæmt höggið var sem Daníel fékk.

Þekktur ofbeldismaður

Í dómi Daníels, sem Stundin hefur undir höndum, er í kafla um refsingu, skaðabætur og sakarkostnað reifaðar málsbætur Daníels:

„Stefán Logi, sem er þekktur ofbeldismaður, kom óboðinn heim til ákærða í framhaldi af líflátshótunum“

„Þegar ákærða er ákvörðuð refsing verður að líta til þess að árásin á Stefán Loga var sérstaklega hrottaleg og olli umtalsverðu og að nokkru leyti varanlegu líkamstjóni. Á hinn bóginn verður ekki litið fram hjá því að ákærði stóð í þeirri trú að Stefán Logi hefði brotið kynferðislega gegn konu hans, né heldur því að Stefán Logi, sem er þekktur ofbeldismaður, kom óboðinn heim til ákærða í framhaldi af líflátshótunum í hans garð. Loks ber að líta til þess að Stefán Logi hafði áður slegið ákærða þungu högg með kylfu í höfuðið.“

Ekki sjálfgefið að maður drepist

Daníel Rafn bendir enn fremur á skýrslu Kára Stefánssonar læknis​ sem lögð var fyrir dóminn en í henni kemur fram að sá sem fái þungt höfuðhögg geti ​misst stjórn á hegðun sinni​. „Í skýrslu Kára segir að eftir að þú ert búinn að fá ​þungt högg á höfuðið þá geti það orsakað frávik í hegðun og hömluleysi þess sem verður fyrir högginu.​​​ Maðurinn sem slær þig í hausinn ​með hafnaboltakylfu ​hlýtur að vera ​að minnsta kosti ​að hluta til ábyrgur fyrir því sem gerist á eftir. Það er ekki sjálfgefið að maður detti niður og drepist. Ef maðurinn fær heilahristing og óttast um líf sitt þá hlýtur sá sem slær að vera ábyrgur fyrir því,“ segir Daníel Rafn.

Furðar sig á lögreglu

Daníel Rafn segist enn fremur furða sig á vinnubrögðum lögreglu í ljósi þess að Stefán Logi hafi veitt fyrsta höggið. „Ég hef alla tíð litið á þetta sem líkamsárás á mig. Hjá lögreglu ​lýsti ég því yfir​ að ég hefði orðið fyrir líkamsárás​. Miðað við hvernig dómurinn er orðaður þá er þetta líkamsárás á mig. Stefán Logi gaf mér alvarlegt höfuðhögg​ áður en ég átti að hafa veist að honum. Hann yrði aldrei sýknaður af því. Það er furðulegt af lögreglu að hafa ekki tekið það upp á eigin spýtur,“ segir Daníel Rafn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár