Til skammar hvað reynsla við alþjóðadómstóla er lítils metin í íslensku réttarkerfi

Skúli Magnús­son, formað­ur Dóm­ara­fé­lags Ís­lands, seg­ir að þeir sem starfi við al­þjóð­lega dóm­stóla megi „eiga von á því að vera úti í kuld­an­um þeg­ar þeir snúa aft­ur heim“.

Til skammar hvað reynsla við alþjóðadómstóla er lítils metin í íslensku réttarkerfi

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómarastöður hefur ekki gætt innra samræmis í álitum sínum. Um þetta voru frummælendur sammála á málþingi Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, sem fram fór í háskólanum í dag undir yfirskriftinni „Er Hæstiréttur undanþeginn jafnréttislögum? Jafnrétti kynjanna í Hæstarétti.“ Ræðumenn voru Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, Kristrún Elsa Harðardóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku og Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og stofnandi lögmannsstofunnar Réttar. 

Eins og áður hefur komið fram telur Hæstiréttur Íslands sig óbundinn af 15. gr. jafnréttislaga þegar tilnefnt er í dómnefnd um hæfni umsækjenda um stöðu dómara. Undir þetta mat hafa Lögmannafélag Íslands og dómstólaráð tekið en innanríkisráðuneytið er ósammála því og hefur ítrekað gert athugasemdir við lagatúlkunina. Samkvæmt 2. mgr. 15. gr. jafnréttislaga ber að tilnefna bæði karl og konu þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga. Hæstiréttur telur hins vegar að dómstólalög víki þessu ákvæði jafnréttislaga til hliðar. Hefur sú afstaða verið gagnrýnd harðlega, meðal annars af Félagi kvenna í lögmennsku sem telur að um „hreint og klárt brot á jafnréttislögum“ sé að ræða. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár