Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Til skammar hvað reynsla við alþjóðadómstóla er lítils metin í íslensku réttarkerfi

Skúli Magnús­son, formað­ur Dóm­ara­fé­lags Ís­lands, seg­ir að þeir sem starfi við al­þjóð­lega dóm­stóla megi „eiga von á því að vera úti í kuld­an­um þeg­ar þeir snúa aft­ur heim“.

Til skammar hvað reynsla við alþjóðadómstóla er lítils metin í íslensku réttarkerfi

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómarastöður hefur ekki gætt innra samræmis í álitum sínum. Um þetta voru frummælendur sammála á málþingi Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, sem fram fór í háskólanum í dag undir yfirskriftinni „Er Hæstiréttur undanþeginn jafnréttislögum? Jafnrétti kynjanna í Hæstarétti.“ Ræðumenn voru Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, Kristrún Elsa Harðardóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku og Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og stofnandi lögmannsstofunnar Réttar. 

Eins og áður hefur komið fram telur Hæstiréttur Íslands sig óbundinn af 15. gr. jafnréttislaga þegar tilnefnt er í dómnefnd um hæfni umsækjenda um stöðu dómara. Undir þetta mat hafa Lögmannafélag Íslands og dómstólaráð tekið en innanríkisráðuneytið er ósammála því og hefur ítrekað gert athugasemdir við lagatúlkunina. Samkvæmt 2. mgr. 15. gr. jafnréttislaga ber að tilnefna bæði karl og konu þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga. Hæstiréttur telur hins vegar að dómstólalög víki þessu ákvæði jafnréttislaga til hliðar. Hefur sú afstaða verið gagnrýnd harðlega, meðal annars af Félagi kvenna í lögmennsku sem telur að um „hreint og klárt brot á jafnréttislögum“ sé að ræða. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár