Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Til skammar hvað reynsla við alþjóðadómstóla er lítils metin í íslensku réttarkerfi

Skúli Magnús­son, formað­ur Dóm­ara­fé­lags Ís­lands, seg­ir að þeir sem starfi við al­þjóð­lega dóm­stóla megi „eiga von á því að vera úti í kuld­an­um þeg­ar þeir snúa aft­ur heim“.

Til skammar hvað reynsla við alþjóðadómstóla er lítils metin í íslensku réttarkerfi

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómarastöður hefur ekki gætt innra samræmis í álitum sínum. Um þetta voru frummælendur sammála á málþingi Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, sem fram fór í háskólanum í dag undir yfirskriftinni „Er Hæstiréttur undanþeginn jafnréttislögum? Jafnrétti kynjanna í Hæstarétti.“ Ræðumenn voru Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, Kristrún Elsa Harðardóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku og Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og stofnandi lögmannsstofunnar Réttar. 

Eins og áður hefur komið fram telur Hæstiréttur Íslands sig óbundinn af 15. gr. jafnréttislaga þegar tilnefnt er í dómnefnd um hæfni umsækjenda um stöðu dómara. Undir þetta mat hafa Lögmannafélag Íslands og dómstólaráð tekið en innanríkisráðuneytið er ósammála því og hefur ítrekað gert athugasemdir við lagatúlkunina. Samkvæmt 2. mgr. 15. gr. jafnréttislaga ber að tilnefna bæði karl og konu þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga. Hæstiréttur telur hins vegar að dómstólalög víki þessu ákvæði jafnréttislaga til hliðar. Hefur sú afstaða verið gagnrýnd harðlega, meðal annars af Félagi kvenna í lögmennsku sem telur að um „hreint og klárt brot á jafnréttislögum“ sé að ræða. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár