Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Til skammar hvað reynsla við alþjóðadómstóla er lítils metin í íslensku réttarkerfi

Skúli Magnús­son, formað­ur Dóm­ara­fé­lags Ís­lands, seg­ir að þeir sem starfi við al­þjóð­lega dóm­stóla megi „eiga von á því að vera úti í kuld­an­um þeg­ar þeir snúa aft­ur heim“.

Til skammar hvað reynsla við alþjóðadómstóla er lítils metin í íslensku réttarkerfi

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómarastöður hefur ekki gætt innra samræmis í álitum sínum. Um þetta voru frummælendur sammála á málþingi Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, sem fram fór í háskólanum í dag undir yfirskriftinni „Er Hæstiréttur undanþeginn jafnréttislögum? Jafnrétti kynjanna í Hæstarétti.“ Ræðumenn voru Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, Kristrún Elsa Harðardóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku og Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og stofnandi lögmannsstofunnar Réttar. 

Eins og áður hefur komið fram telur Hæstiréttur Íslands sig óbundinn af 15. gr. jafnréttislaga þegar tilnefnt er í dómnefnd um hæfni umsækjenda um stöðu dómara. Undir þetta mat hafa Lögmannafélag Íslands og dómstólaráð tekið en innanríkisráðuneytið er ósammála því og hefur ítrekað gert athugasemdir við lagatúlkunina. Samkvæmt 2. mgr. 15. gr. jafnréttislaga ber að tilnefna bæði karl og konu þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga. Hæstiréttur telur hins vegar að dómstólalög víki þessu ákvæði jafnréttislaga til hliðar. Hefur sú afstaða verið gagnrýnd harðlega, meðal annars af Félagi kvenna í lögmennsku sem telur að um „hreint og klárt brot á jafnréttislögum“ sé að ræða. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár