Þegar talið berst að Brussel koma Evrópusambandið, gráleit möppudýr og mígandi smástrákur eflaust efst upp í hugann. Það lifnaði þó yfir borgarlífinu í dag þegar hópur sebrahesta slapp laus og olli usla, og kátínu í borginni.
Sebrahestarnir komu frá bóndabýli við smábæjinn Vilvoorde í norðanverðri Brussel um hádegið í dag, eitt af dýrunum fjórum sem sluppu náðist snemma en hin þrjú skruppu í borgarferð með lögreglu og slökkvilið Vilvoorde á eftir sér.
Í kjölfarið birtust ýmis vídjó og myndir á twitter en #zebra varð skiljanlega vinsælasta hashtaggið í Belgíu í dag.
Eftir langan göngutúr um Schaerbeek hverfið virtust þó hestarnir vera búnir að fá nóg og byrjuðu að tölta aftur í átt að Vilvoorde. Þar náðust þeir inni á bílastæði fyrir aftan bílskúr um fjögurleytið í dag. Þá voru þeir búnir að vera með lögregluna á eftir sér í nærri fimm tíma.
Athugasemdir