Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Salsasamfélagið í Reykjavík

„Í dans­in­um týni ég mér í tón­list­inni,“ seg­ir Edda Blön­dal, fram­kvæmda­stýra Salsa Ice­land. Í sam­tali við Stund­ina seg­ir hún að horfa megi á salsa sem eitt form nú­vit­und­ar. „Í þær þrjár mín­út­ur sem dans­inn stend­ur yf­ir hverfa all­ar áhyggj­ur og vanda­mál og eina sem hægt er að gera er að fylgja tón­list­inni og dans­fé­lag­an­um.“

Salsasamfélagið í Reykjavík

Undanfarin ár hefur áhugi á salsa aukist í Reykjavík og vikuleg salsakvöld Salsa Iceland verða stöðugt vinsælli. Edda segir dansinn ekki síst góða leið til að nálgast fólk og á sama tíma njóta augnabliksins.

„Ég stundaði karate lengi og kynntist dansinum þegar ég var að keppa erlendis. Ég hélt svo áfram að dansa þegar ég bjó erlendis og á ferðalögum mínum. Það sem er svo frábært við salsa er að hvar sem þú ert í heiminum geturðu alltaf fundið salsa. Þegar ég kom svo aftur til Íslands voru engin salsakvöld í Reykjavík svo ég ákvað bara að búa það til,“ segir Edda, sem í kjölfarið stofnaði Salsa Iceland árið 2003. „Ég gerði þetta í sjálfselskum tilgangi, mig langaði bara að dansa. Ég hafði mikið dansað sjálf en byrjaði á því að flytja inn salsakennara. Þegar ég var svo búin að læra nóg fór ég að kenna. Frá því að ég …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár