Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Salsa er okkar einkatungumál“

Ásthild­ur og Ju­an döns­uðu fyrst sam­an salsa í Kól­umb­íu fyr­ir ell­efu ár­um. Þau hafa ekki stopp­að síð­an og bjóða hvort öðru upp í dans á hverj­um degi. Salsa er þeirra lausn við hvers­dags­leiða, lyk­ill­inn að því að halda í leik­gleð­ina í líf­inu og ást­ina sjálfa.

„Salsa er okkar einkatungumál“
Grípa mómentið „Hann er duglegri en ég að finna mómentið. Ég er stundum föst inni í höfðinu á mér. Hans leið til að kippa mér út úr því og láta mig brosa aftur er að dansa,“ segir Ásthildur Valtýsdóttir um manninn sinn, Juan Camilo Román Estrada. Þau dansa helst á hverjum degi. Mynd: Kristinn Magnússon

Í landi stirðbusa og hliðar-saman-hliðar brenna sennilega fáir fyrir salsa á sama hátt og þau Ásthildur Valtýsdóttir og Juan Camilo Román Estrada gera. Þau dansa salsa því sem næst á hverjum degi. Stundum taka þau stuttan snúning eftir morgunmatinn, áður en þau halda út í daginn. Þau dansa á meðan þau elda, til að hvetja sig áfram í heimilisstörfunum og halda sín einka-salsa-partí um helgar sem engum er boðið til nema þeim tveimur. „Mér finnst að hjónaband eigi að vera þannig að maður gifti sig á hverjum degi. Sérstaklega þegar fólk er búið að vera lengi saman, eins og við. Maður þarf að skapa aðstæðurnar til að kveikja aftur þessar sterku ástartilfinningar sem maður finnur í upphafi sambands. Allir geta fundið eitthvað sjarmerandi í hversdeginum. Hjá okkur er það dansinn,“ segir Juan.

Þau kynntust fyrir tíu árum í Medellin, höfuðborg Kólumbíu. Þar bjuggu þau saman í eitt og hálft ár, þar giftu þau sig og áttu margar eftirminnilegar stundir. Oftar en ekki kom salsa við sögu, enda órjúfanlegur hluti af menningu svæðisins. Þau fluttu til Íslands einu og hálfu ári eftir að þau giftu sig. Hér tengja fáir við ást þeirra á salsa. „Salsa er okkar einkatungumál á einhvern hátt og það eru okkar forréttindi að skilja það bæði,“ segir Juan. „Það að eiga salsa saman er eitt af því sem færir okkur nær hvort öðru og gerir einkalíf okkar skemmtilegt. Gefur okkur krydd í lífið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár