Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Salsa er okkar einkatungumál“

Ásthild­ur og Ju­an döns­uðu fyrst sam­an salsa í Kól­umb­íu fyr­ir ell­efu ár­um. Þau hafa ekki stopp­að síð­an og bjóða hvort öðru upp í dans á hverj­um degi. Salsa er þeirra lausn við hvers­dags­leiða, lyk­ill­inn að því að halda í leik­gleð­ina í líf­inu og ást­ina sjálfa.

„Salsa er okkar einkatungumál“
Grípa mómentið „Hann er duglegri en ég að finna mómentið. Ég er stundum föst inni í höfðinu á mér. Hans leið til að kippa mér út úr því og láta mig brosa aftur er að dansa,“ segir Ásthildur Valtýsdóttir um manninn sinn, Juan Camilo Román Estrada. Þau dansa helst á hverjum degi. Mynd: Kristinn Magnússon

Í landi stirðbusa og hliðar-saman-hliðar brenna sennilega fáir fyrir salsa á sama hátt og þau Ásthildur Valtýsdóttir og Juan Camilo Román Estrada gera. Þau dansa salsa því sem næst á hverjum degi. Stundum taka þau stuttan snúning eftir morgunmatinn, áður en þau halda út í daginn. Þau dansa á meðan þau elda, til að hvetja sig áfram í heimilisstörfunum og halda sín einka-salsa-partí um helgar sem engum er boðið til nema þeim tveimur. „Mér finnst að hjónaband eigi að vera þannig að maður gifti sig á hverjum degi. Sérstaklega þegar fólk er búið að vera lengi saman, eins og við. Maður þarf að skapa aðstæðurnar til að kveikja aftur þessar sterku ástartilfinningar sem maður finnur í upphafi sambands. Allir geta fundið eitthvað sjarmerandi í hversdeginum. Hjá okkur er það dansinn,“ segir Juan.

Þau kynntust fyrir tíu árum í Medellin, höfuðborg Kólumbíu. Þar bjuggu þau saman í eitt og hálft ár, þar giftu þau sig og áttu margar eftirminnilegar stundir. Oftar en ekki kom salsa við sögu, enda órjúfanlegur hluti af menningu svæðisins. Þau fluttu til Íslands einu og hálfu ári eftir að þau giftu sig. Hér tengja fáir við ást þeirra á salsa. „Salsa er okkar einkatungumál á einhvern hátt og það eru okkar forréttindi að skilja það bæði,“ segir Juan. „Það að eiga salsa saman er eitt af því sem færir okkur nær hvort öðru og gerir einkalíf okkar skemmtilegt. Gefur okkur krydd í lífið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár