Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sakar stjórnarþingmann um að hafa verið drukkinn

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þing­mað­ur vinstri grænna, kvart­aði und­an því á þingi í gær að þing­mað­ur væri ölv­að­ur. „Mér finnst þetta bara ekki í lagi, að menn séu rak­ir eða und­ir áhrif­um, þó þeir séu ekki al­var­lega drukkn­ir,“ seg­ir Lilja Raf­ney.

Sakar stjórnarþingmann um að hafa verið drukkinn
Þingmaður Lilja Rafney Magnúsdóttir kvartaði undan drukknum þingmanni í gær.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri græna, segir að þingmaður stjórnarinnar hafi verið undir áhrifum áfengis á þingfundi í gær, en hún neitar að upplýsa hvern hún hafði átt við. Lilja Rafney kvartaði undan ölvuninni í gær.

„Og það er bara skömm að því að, menn ættu að hlusta sem ættu að hlusta í þessum sal - já - það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hér útí í sal undir áhrifum,“ sagði hún.

Lilja er föst á því að alþingismenn eigi ekki að vera undir áhrifum áfengis meðan Alþingisfundur stendur yfir. „Ég sagði þetta þar sem ég upplifði það þannig og ég fer ekkert ofan af því, en ég ætla ekki að nafngreina viðkomandi. Hann tók það til sín, sá sem ég átti við, þó að ég hafi ekki nefnt neitt nafn í ræðustól. Mér finnst þetta bara ekki í lagi, að menn séu rakir eða undir áhrifum, þó þeir séu ekki alvarlega drukknir. Mér finnst það ekki eiga heima á Alþingi,“ segir Lilja Rafney.

Lilja Rafney vill ekki upplýsa um hvaða þingmann hún átti við. „Ég held ég geri það ekki hans vegna. Það eru örugglega einhverjir sem hafa grun um hvern er átt. Þetta er ekki af neinni mannvonsku sem ég sagði þetta. Þetta bara pirraði mig að viðkomandi var með fliss og læti og kjaftagang fram í mína ræðu. Ég hefði kannski ekki sagt þetta nema í hita leiksins, þetta voru þungar atkvæðagreiðslur,“ segir Lilja Rafney.

Vísir greindi frá því í morgun að Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, krefst þess að Lilja Rafney upplýsi um hvern hún var að tala. „Því allt þetta bull sem hér fer fram, gott og slæmt, fer í fundargerðir Alþingis og ég kæri mig ekki um að barnabörnin mín komi hingað einhvern tímann, lesi fundargerðirnar og hugsi: „Afi gamli var fullur í þessum sal.“,“ er haft eftir Þorsteini. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu