Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sakar stjórnarþingmann um að hafa verið drukkinn

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þing­mað­ur vinstri grænna, kvart­aði und­an því á þingi í gær að þing­mað­ur væri ölv­að­ur. „Mér finnst þetta bara ekki í lagi, að menn séu rak­ir eða und­ir áhrif­um, þó þeir séu ekki al­var­lega drukkn­ir,“ seg­ir Lilja Raf­ney.

Sakar stjórnarþingmann um að hafa verið drukkinn
Þingmaður Lilja Rafney Magnúsdóttir kvartaði undan drukknum þingmanni í gær.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri græna, segir að þingmaður stjórnarinnar hafi verið undir áhrifum áfengis á þingfundi í gær, en hún neitar að upplýsa hvern hún hafði átt við. Lilja Rafney kvartaði undan ölvuninni í gær.

„Og það er bara skömm að því að, menn ættu að hlusta sem ættu að hlusta í þessum sal - já - það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hér útí í sal undir áhrifum,“ sagði hún.

Lilja er föst á því að alþingismenn eigi ekki að vera undir áhrifum áfengis meðan Alþingisfundur stendur yfir. „Ég sagði þetta þar sem ég upplifði það þannig og ég fer ekkert ofan af því, en ég ætla ekki að nafngreina viðkomandi. Hann tók það til sín, sá sem ég átti við, þó að ég hafi ekki nefnt neitt nafn í ræðustól. Mér finnst þetta bara ekki í lagi, að menn séu rakir eða undir áhrifum, þó þeir séu ekki alvarlega drukknir. Mér finnst það ekki eiga heima á Alþingi,“ segir Lilja Rafney.

Lilja Rafney vill ekki upplýsa um hvaða þingmann hún átti við. „Ég held ég geri það ekki hans vegna. Það eru örugglega einhverjir sem hafa grun um hvern er átt. Þetta er ekki af neinni mannvonsku sem ég sagði þetta. Þetta bara pirraði mig að viðkomandi var með fliss og læti og kjaftagang fram í mína ræðu. Ég hefði kannski ekki sagt þetta nema í hita leiksins, þetta voru þungar atkvæðagreiðslur,“ segir Lilja Rafney.

Vísir greindi frá því í morgun að Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, krefst þess að Lilja Rafney upplýsi um hvern hún var að tala. „Því allt þetta bull sem hér fer fram, gott og slæmt, fer í fundargerðir Alþingis og ég kæri mig ekki um að barnabörnin mín komi hingað einhvern tímann, lesi fundargerðirnar og hugsi: „Afi gamli var fullur í þessum sal.“,“ er haft eftir Þorsteini. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár