Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sakar Gunnar Einarsson um valdníðslu

María Grét­ars­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Fólks­ins í bæn­um í Garða­bæ, seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar af bæj­ar­stjór­an­um Gunn­ari Ein­ars­syni. Hún hef­ur lagt inn fyr­ir­spurn um hvort jafn­ræð­is­regl­ur al­mennr­ar stjórn­sýslu hafi ver­ið brotn­ar. Gunn­ar vís­ar ásök­un­um Maríu al­far­ið á bug.

Sakar Gunnar Einarsson um valdníðslu
Bæjarstjóri Gunnar Einarsson vísar ásökunum Maríu á bug.

Bæjarfulltrúi Fólksins í bænum í Garðabæ hefur lagt inn fyrirspurn til bæjarstjóra um hvort jafnræðisreglur almennrar stjórnsýslu hafi verið brotnar hjá bænum þegar fyrirhugaðar framkvæmdir við fjölnota knatthús á Ásgarðssvæði voru kynntar fyrir einungis hluta af bæjarfulltrúum, það er öllum nema fulltrúa Fólksins í bænum.

„Við fréttum af því að búið sé að láta teikna hálft hús á Ásgarðssvæðið sem sé búið að kynna fyrir Stjörnunni og minnihlutanum, öðrum en okkur,“ segir María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi Fólksins í bænum í Garðabæ, í samtali við Stundina. „Okkur finnst mjög sérkennilegt að kalla til alla aðila málsins nema okkur. Þess vegna sendum við inn þessa fyrirspurn.“

„Hvort sem þetta er kallað einelti eða valdníðsla, þá eru þetta óeðlileg vinnubrögð.“

María segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóra, hafa boðað aðra fulltrúa minnihlutarins einslega á sinn fund og kynnt fyrir þeim fyrir fyrirhugaðar framkvæmdir. Þá segir hún að fulltrúum bæjarráðs, sem mættu til fundar á þriðjudag, hafi fundist þessi vinnubrögð eðlileg. „Menn gætu hisst utan funda og rætt málin þó það sé ekki endilega haft samband við alla,“ segir hún. „Gunnar lét það fylgja að hann gerði þetta í hinum ýmsum málum, að hringja í aðra fulltrúa minnihlutans til þess að fara yfir málin.“

Í samtali við Stundina vísar Gunnar ásökunum Maríu alfarið á bug og bendir á aðeins sé um að ræða almenna umræðu en ekki úrlausn málsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár