Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir Samfylkinguna hafa lært af mistökum

Sam­fylk­ing­in er „miðju­sæk­inn rót­tæk­ur um­bóta­flokk­ur“ að sögn Árna Páls Árna­son­ar. Hann sæk­ist eft­ir end­ur­kjöri og seg­ist hafa skoð­að sig og fer­il sinn í nýju ljósi. „Ef vopnaglamr­ið yf­ir­gnæf­ir allt, heyr­ist ekk­ert í flokki hinna skyn­sömu lausna.“

Segir Samfylkinguna hafa lært af mistökum

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir endurkjöri og tilkynnti um það á blaðamannafundi í þinghúsinu í dag. 

Áður hafa boðið sig fram þau Guðmundur Ari Sigurjónsson, Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram og Oddný G. Harðardóttir. Oddný nýtur mests stuðnings samkvæmt skoðanakönnun sem nýverið var gerð og hefur Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður, lýst yfir stuðningi við hana.

„Ný ríkisstjórn mun taka við stjórnartaumunum í haust. Ég vil leiða og þjóna Samfylkingunni í því ferli,“ segir í kynningarplaggi sem Árni Páll afhenti eftir að hann hafði svarað spurningum fréttamanna og tilkynnt um ákvörðun sína í dag. Sem kunnugt er hefur fylgi Samfylkingarinnar verið í algjöru lágmarki um langa hríð.

Þegar Árni Páll vann sigur í formannskjöri árið 2013 var hann málsvari samvinnustjórnmála og talaði mjög gegn skotgrafahernaði og átakastjórnmálum gamalla tíma. Sams konar áherslna gætir í málflutningi hans nú, bæði á blaðamannafundinum í dag og í framboðspistlinum sem hann afhenti. Árni telur að Samfylkingin hafi slæma reynslu af átakastjórnmálum. Flokkurinn hafi gert mistök en jafnframt lært af þeim. Því sé flokkurinn traustsins verður. Þá segist hann hafa spurt sig spurninga um sjálfan sig og stjórnmálaferil sinn; sumt hafi verið mistök en af öðru geti hann verið stoltur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár