Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Segir Samfylkinguna hafa lært af mistökum

Sam­fylk­ing­in er „miðju­sæk­inn rót­tæk­ur um­bóta­flokk­ur“ að sögn Árna Páls Árna­son­ar. Hann sæk­ist eft­ir end­ur­kjöri og seg­ist hafa skoð­að sig og fer­il sinn í nýju ljósi. „Ef vopnaglamr­ið yf­ir­gnæf­ir allt, heyr­ist ekk­ert í flokki hinna skyn­sömu lausna.“

Segir Samfylkinguna hafa lært af mistökum

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir endurkjöri og tilkynnti um það á blaðamannafundi í þinghúsinu í dag. 

Áður hafa boðið sig fram þau Guðmundur Ari Sigurjónsson, Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram og Oddný G. Harðardóttir. Oddný nýtur mests stuðnings samkvæmt skoðanakönnun sem nýverið var gerð og hefur Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður, lýst yfir stuðningi við hana.

„Ný ríkisstjórn mun taka við stjórnartaumunum í haust. Ég vil leiða og þjóna Samfylkingunni í því ferli,“ segir í kynningarplaggi sem Árni Páll afhenti eftir að hann hafði svarað spurningum fréttamanna og tilkynnt um ákvörðun sína í dag. Sem kunnugt er hefur fylgi Samfylkingarinnar verið í algjöru lágmarki um langa hríð.

Þegar Árni Páll vann sigur í formannskjöri árið 2013 var hann málsvari samvinnustjórnmála og talaði mjög gegn skotgrafahernaði og átakastjórnmálum gamalla tíma. Sams konar áherslna gætir í málflutningi hans nú, bæði á blaðamannafundinum í dag og í framboðspistlinum sem hann afhenti. Árni telur að Samfylkingin hafi slæma reynslu af átakastjórnmálum. Flokkurinn hafi gert mistök en jafnframt lært af þeim. Því sé flokkurinn traustsins verður. Þá segist hann hafa spurt sig spurninga um sjálfan sig og stjórnmálaferil sinn; sumt hafi verið mistök en af öðru geti hann verið stoltur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár