Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sá sem svarar hjá Adam Hótel: „Þetta er smá pirrandi fyrir starfsmenn“

Hót­el­stjóri Adam hót­el er síma­laus í út­lönd­um, sam­kvæmt þeim sem svar­ar í síma hjá hót­el­inu, sem seg­ist þó ekki vera starfs­mað­ur. Hót­el­ið bein­ir því til ferða­manna að drekka ekki krana­vatn og sel­ur sjálft vatn í sér­merkt­um flösk­um.

Sá sem svarar hjá Adam Hótel: „Þetta er smá pirrandi fyrir starfsmenn“
Hótel Adam Hótelið er staðsett ofan við Krambúðina við Skólavörðustíg. Mynd:

AdaM Hótel á Skólavörðustíg beinir því til hótelgesta að drekka ekki kranavatn. Þess í stað er boðið upp á að kaupa vatn á flöskum, merkt hótelinu, á 400 krónur.

Neysluvatn í Reykjavík er almennt drykkjarhæft. Samkvæmt yfirlýsingu frá Veitum ohf, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, voru öll sýni sem tekin voru úr drykkjavatni árið 2015 „pottþétt“. „Þess vegna er engin ástæða til að vara við kranavatninu nema eitthvað sé bilað innanhúss. Hvað ætli sé bilað?“ er spurt í færslu á Facebook-síðu Veita.

„Hann er í útlöndum“

Þegar hringt er í hótelið svarar maður, sem hvorki er hótelstjórinn né starfsmaður. 

„Nei, þetta er ekki hótelstjórinn,“ segir hann.

Spurður hvort starfsfólk ráðleggi hótelgestum að drekka ekki kranavatnið segir maðurinn: „Heyrðu, ég er no comment með þetta, reyndu að tala við hótelstjórann, hann getur svarað.“ 

Ekki er hins vegar hægt að ná í viðkomandi í síma. „Hann er ekki með símanúmer, af því hann er í útlöndum,“ segir maðurinn.

Maðurinn sem svarar í símanúmer hótelsins er ekki starfsmaður hótelsins. 

Varað við kranavatni
Varað við kranavatni Hér varar hótelið við neyslu kranavatns.

Vatn
Vatn Hér er vatnið sem AdaM hótel selur.
Verðskrá
Verðskrá Vatnið er selt á 400 krónur hver flaska.

Vinur hótelstjórans svarar

En þið ráðleggið hótelgestum að drekka ekki vatnið?

„Nei, ég kann ekki að svara þessu. Ég segi það. Hann getur svarað því.“

Og ert þú starfsmaður á hótelinu?

„Nei. Nei. Ég bara svara í símann fyrir starfsmann, af því hún talar bara ensku, og það eru margir fréttamenn sem eru að hringja. Þetta er alveg non stop. Þetta er smá pirrandi fyrir starfsmenn, því enginn getur svarað þessu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár