Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sá sem svarar hjá Adam Hótel: „Þetta er smá pirrandi fyrir starfsmenn“

Hót­el­stjóri Adam hót­el er síma­laus í út­lönd­um, sam­kvæmt þeim sem svar­ar í síma hjá hót­el­inu, sem seg­ist þó ekki vera starfs­mað­ur. Hót­el­ið bein­ir því til ferða­manna að drekka ekki krana­vatn og sel­ur sjálft vatn í sér­merkt­um flösk­um.

Sá sem svarar hjá Adam Hótel: „Þetta er smá pirrandi fyrir starfsmenn“
Hótel Adam Hótelið er staðsett ofan við Krambúðina við Skólavörðustíg. Mynd:

AdaM Hótel á Skólavörðustíg beinir því til hótelgesta að drekka ekki kranavatn. Þess í stað er boðið upp á að kaupa vatn á flöskum, merkt hótelinu, á 400 krónur.

Neysluvatn í Reykjavík er almennt drykkjarhæft. Samkvæmt yfirlýsingu frá Veitum ohf, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, voru öll sýni sem tekin voru úr drykkjavatni árið 2015 „pottþétt“. „Þess vegna er engin ástæða til að vara við kranavatninu nema eitthvað sé bilað innanhúss. Hvað ætli sé bilað?“ er spurt í færslu á Facebook-síðu Veita.

„Hann er í útlöndum“

Þegar hringt er í hótelið svarar maður, sem hvorki er hótelstjórinn né starfsmaður. 

„Nei, þetta er ekki hótelstjórinn,“ segir hann.

Spurður hvort starfsfólk ráðleggi hótelgestum að drekka ekki kranavatnið segir maðurinn: „Heyrðu, ég er no comment með þetta, reyndu að tala við hótelstjórann, hann getur svarað.“ 

Ekki er hins vegar hægt að ná í viðkomandi í síma. „Hann er ekki með símanúmer, af því hann er í útlöndum,“ segir maðurinn.

Maðurinn sem svarar í símanúmer hótelsins er ekki starfsmaður hótelsins. 

Varað við kranavatni
Varað við kranavatni Hér varar hótelið við neyslu kranavatns.

Vatn
Vatn Hér er vatnið sem AdaM hótel selur.
Verðskrá
Verðskrá Vatnið er selt á 400 krónur hver flaska.

Vinur hótelstjórans svarar

En þið ráðleggið hótelgestum að drekka ekki vatnið?

„Nei, ég kann ekki að svara þessu. Ég segi það. Hann getur svarað því.“

Og ert þú starfsmaður á hótelinu?

„Nei. Nei. Ég bara svara í símann fyrir starfsmann, af því hún talar bara ensku, og það eru margir fréttamenn sem eru að hringja. Þetta er alveg non stop. Þetta er smá pirrandi fyrir starfsmenn, því enginn getur svarað þessu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár