Sá sem svarar hjá Adam Hótel: „Þetta er smá pirrandi fyrir starfsmenn“

Hót­el­stjóri Adam hót­el er síma­laus í út­lönd­um, sam­kvæmt þeim sem svar­ar í síma hjá hót­el­inu, sem seg­ist þó ekki vera starfs­mað­ur. Hót­el­ið bein­ir því til ferða­manna að drekka ekki krana­vatn og sel­ur sjálft vatn í sér­merkt­um flösk­um.

Sá sem svarar hjá Adam Hótel: „Þetta er smá pirrandi fyrir starfsmenn“
Hótel Adam Hótelið er staðsett ofan við Krambúðina við Skólavörðustíg. Mynd:

AdaM Hótel á Skólavörðustíg beinir því til hótelgesta að drekka ekki kranavatn. Þess í stað er boðið upp á að kaupa vatn á flöskum, merkt hótelinu, á 400 krónur.

Neysluvatn í Reykjavík er almennt drykkjarhæft. Samkvæmt yfirlýsingu frá Veitum ohf, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, voru öll sýni sem tekin voru úr drykkjavatni árið 2015 „pottþétt“. „Þess vegna er engin ástæða til að vara við kranavatninu nema eitthvað sé bilað innanhúss. Hvað ætli sé bilað?“ er spurt í færslu á Facebook-síðu Veita.

„Hann er í útlöndum“

Þegar hringt er í hótelið svarar maður, sem hvorki er hótelstjórinn né starfsmaður. 

„Nei, þetta er ekki hótelstjórinn,“ segir hann.

Spurður hvort starfsfólk ráðleggi hótelgestum að drekka ekki kranavatnið segir maðurinn: „Heyrðu, ég er no comment með þetta, reyndu að tala við hótelstjórann, hann getur svarað.“ 

Ekki er hins vegar hægt að ná í viðkomandi í síma. „Hann er ekki með símanúmer, af því hann er í útlöndum,“ segir maðurinn.

Maðurinn sem svarar í símanúmer hótelsins er ekki starfsmaður hótelsins. 

Varað við kranavatni
Varað við kranavatni Hér varar hótelið við neyslu kranavatns.

Vatn
Vatn Hér er vatnið sem AdaM hótel selur.
Verðskrá
Verðskrá Vatnið er selt á 400 krónur hver flaska.

Vinur hótelstjórans svarar

En þið ráðleggið hótelgestum að drekka ekki vatnið?

„Nei, ég kann ekki að svara þessu. Ég segi það. Hann getur svarað því.“

Og ert þú starfsmaður á hótelinu?

„Nei. Nei. Ég bara svara í símann fyrir starfsmann, af því hún talar bara ensku, og það eru margir fréttamenn sem eru að hringja. Þetta er alveg non stop. Þetta er smá pirrandi fyrir starfsmenn, því enginn getur svarað þessu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár