Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ritstjóri DV á skattaskjólslistanum: „Kallinn er í Panamaskjölunum“

DV birt­ir skýr­ing­ar Eggerts Skúla­son­ar á því hvers vegna hann er á skatta­skjólslist­an­um.

Ritstjóri DV á skattaskjólslistanum: „Kallinn er í Panamaskjölunum“

DV greinir frá því í dag að Eggert Skúlason, ritstjóri blaðsins, sé meðal Íslendinga sem áttu félag í skattaskjólum. Eggert er nefndur þar ásamt Finni Ingólfssyni, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, Róberti Wessmann og Boga Pálssyni, mági Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fráfarandi forsætisráðherra.

Útskýrir málið í frétt DV

Eggert útskýrir málið í samtali við blaðamann DV. „Ég vitna í yfirlýsingu mína frá því í maí í fyrra, þar sem ég opinberaði þetta. Það vekur hins vegar athygli mína að í þessu skjali er ég tengdur við félag sem ég átti ekki. Það vekur upp spurningar. Ég greiddi skatta og skyldur af tekjum og málið hefur verið full rannsakað af þar til bærum yfirvöldum,“ segir Eggert í samtali við blaðamann DV.

Eggert sendi yfirlýsinguna í kjölfar þess að blaðamaður Stundarinnar hafði samband við hann til að spyrja hann út í rannsókn sérstaks saksóknara á honum, en Eggert var til rannsóknar þegar hann skrifaði bók þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að rannsóknir sérstaks saksóknara á efnahagsbrotum væru ofsóknir

Sagðist hafa átt félög erlendis

Í yfirlýsingunni sagðist Eggert hafa átt „félög erlendis“, en ekki var tekið fram að um skattaskjól væri að ræða, þótt hann láti að því liggja nú:

Yfirlýsing Eggerts var birt á Pressunni þann 7. maí í fyrra í kjölfar fréttar Stundarinnar:

„Í ársbyrjun 2011 hóf skattrannsóknarstjóri rannsókn á skattskilum mínum frá árinu 2005. Ég hafði greitt mér arð úr félögum erlendis frá á árunum 2006 til 2008. Nam upphæðin samtals um sjö milljónum króna. Ég gerði grein fyrir þessum arðgreiðslum á skattframtali mínu og greiddi fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslunum.“

„Endilega hrauna yfir kallinn“

Eggert tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni í dag. „Jebb. það er opinbert. Kallinn er í Panamaskjölunum. Sætti rannsókn skattayfirvalda og því máli er lokið. Greiddi skatta og skyldur. Endilega hrauna yfir kallinn. Koma svo, ekki láta sitt eftir liggja. Opið til klukkan 18 í dag,“ skrifar hann.

Hluti listans birtur í sænskum sjónvarpsþætti

Í umfjöllun DV.is um skattaskjólslistann er byggt á skjáskoti úr þættinum Uppdrag Granskning í sænska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Þátturinn verður sýndur á RÚV í kvöld klukkan 20.55. Þar er ekki sérstaklega fjallað um Íslendingana sem sjást á listanum. Meðal þeirra eru Sindri Sindrason, fyrrverandi forstjóri Pharmaco, Sigþór Sigmarsson, stjórnarmaður í Novator, Magnús Stephensen, fyrrverandi stjórnarmaður í XL Leisure Group, Hafþór Hafsteinsson, Kristján S. Thorarensen, eigandi Heimahússins, og Jóhann Halldórsson, eigandi eignarhaldsfélags sem heldur utan um höfuðstöðvar íslenskrar erfðagreiningar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár