Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ritstjóri DV líkir rannsóknum á hrunmálum við Geirfinnsmálið

Eggert Skúla­son, rit­stjóri DV, kemst að þeirri nið­ur­stöðu í nýrri bók sinni að rann­saka beri of­sókn­ir á hend­ur þeim sem rann­sak­að­ir voru vegna meintra efna­hags­glæpa.

Ritstjóri DV líkir rannsóknum á hrunmálum við Geirfinnsmálið
Eggert Skúlason Eggert var ráðinn ritstjóri DV í janúar, eftir að hafa skrifað skýrslu um DV sem túlkuð var sem „áfellisdómur“ yfir ritstjórn blaðsins. Mynd: Hringbraut.is

Eggert Skúlason, ritstjóri DV, hvetur til opinberra rannsókna á mannréttindabrotum gegn þeim sem rannsakaðir voru eftir hrun, í niðurstöðukafla nýrrar bókar hans sem gefin er út af bókaforlagi í eigu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors, Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu.

„Líkt og Geirfinnsmálið“

Bók Eggerts, Andersenskjölin - rannsóknir eða ofsóknir, fjallar meðal annars um mál Gunnars Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, sem var dæmdur fyrir að leka trúnaðarskjölum um lánaviðskipti Guðlaugs Þór Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, til DV, sem Eggert ritstýrir nú.

Meginþema bókarinnar er að rannsóknir á glæpum tengdum hruninu hafi að hluta verið ofsóknir. Þá eru upplýsingalekar til fjölmiðla gagnrýndir, meðal annars upplýsingaleki sem leiddi til þess að almenningi var greint frá stærstu lánþegum Kaupþings. Ítarlega var fjallað um málið í DV á sínum tíma. Meðal þess sem kom fram var að starfsmenn Kaupþings hefðu fengið allt að hundruð milljóna króna kúlulán til að kaupa hlutabréf í bankanum.

Í niðurlagskafla bókarinnar líkir Eggert stöðu þeirra sem voru rannsakaðir eftir bankahrunið við stöðu sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 

„Sú misnotkun valds, sem átti sér stað gagnvart fjölda einstaklinga eftir hrun bankanna, muni lifa með þjóðinni líkt og Guðmundar- og Geirfinnsmálið.“

„Mér segir svo hugur um að það ástand og sú misnotkun valds, sem átti sér stað gagnvart fjölda einstaklinga eftir hrun bankanna, muni lifa með þjóðinni líkt og Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Hér eru einungis örfá dæmi um einstaklinga sem telja sig hafa verið misrétti beitta. Málin eru miklu fleiri. Verða þessi mögulegu réttarbrot gegn mannréttindum einstaklinga rannsökuð? Opinberir aðilar hafa eytt fjármunum í ómerkilegri rannsóknir.“

Hundrað daga einangrun

Í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu árið 1974 voru fjögur ungmenni handtekin og sett í einangrun í 90 til 105 daga. Þau játuðu aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, en drógu síðar játningar sínar til baka og vísuðu til þess að hafa verið beitt harðræði og þvingunum af lögreglu. Utan játninga þeirra voru engar sannanir fyrir því að þau hefðu komið að hvarfi Geirfinns og lík hans fannst aldrei. Síðar voru þau dæmd sek í Hæstarétti.

Eigendur bókaútgáfunnar úr kjarna Sjálfstæðisflokksins

Eggert starfaði sem almannatengill áður en hann var ráðinn ritstjóri DV. Hann hafði meðal annars áður unnið að kosningabaráttu Björns Inga Hrafnssonar, sem var borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, en það var Björn Ingi sem réð hann ritstjóra DV, eftir yfirtöku á félaginu í vetur.

Almenna bókaútgáfan gefur út bókina. Hún er hluti af BF-útgáfu ehf, sem er í eigu þjóðkunnra sjálfstæðismanna. Öld ehf, sem er í eigu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar stjórnmálafræðiprófessors, á 50% í félaginu, Baldur Guðlaugsson á 25%, Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins 20% og fara óþekktir hluthafar með 5% hlutafjár.

Einn eigendanna, Baldur Guðlaugsson, var dæmdur fyrir innherjarsvik í aðdraganda bankahrunsins, þegar hann seldi hlutabréf í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna á sama tíma og hann bjó yfir innherjaupplýsingum um bankana vegna starfs síns. Hann hefur kært málsmeðferðina á sér til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Kaupþingsmenn í stjórn og framkvæmdastjórn

Einn af stjórnarmönnum félagsins er Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupthing Singer & Friedlander í London.

Jónas Björn Sigurgeirsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, er prókúruhafi,  framkvæmdastjóri og forstöðumaður útgáfunnar.

Fjallað er um bók Eggerts í DV í dag, en blaðinu er dreift frítt til allra landsmanna. Þar segir frá því að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafi fengið tilboð um að kaupa gögn úr Fjármálaeftirlitinu fyrir 30 milljónir króna. Samkvæmt tilvitnun DV í bók Eggerts „átti innihald skýrslunnar… að sýna fram á ýmis sjónarmið sem styddu við þá skoðun að stjórnendur Kaupþings hefðu ekki gerst sekir um markaðsmisnotkun.“

Stjórnendur Kaupþings voru dæmdir fyrir markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu svokallaða í febrúarmánuði, þar á meðal Hreiðar Már, og sitja nú í fangelsi á Kvíabryggju. Stærsta málið gegn starfsmönnum Kaupþings fyrir markaðsmisnotkun er hins vegar enn rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Annar ritstjóri líkti rannsóknum við Geirfinnsmálið

Eggert er ekki eini ritstjóri íslensks dagblaðs sem líkt hefur rannsóknum á meintum efnahagsglæpum í aðdraganda hrunsins við Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi fréttamaður og starfsmaður á samskiptasviði Baugs, skrifaði aðsenda grein í Fréttablaðið 3. janúar 2013 þar sem hún varaði við yfirvofandi réttarmorðum vegna rannsóknanna og gagnrýndi rannsóknir á meintum efnahagsbrotum.

„Það fer um margan góðan blaðamanninn, fyrrverandi og núverandi, sem nú er á miðjum aldri, þegar minnst er á Guðmundar- og Geirfinnsmál. Þeir vita upp á sig skömmina. Þeir áttu ekki að ganga í lið með refsivaldinu heldur gæta hlutleysis, spyrja spurninga og fá svör en gera minna af því að kinka kolli til yfirvaldsins. Skárra er að fá engan dóm í sakamáli en vondan.“

Árið eftir var Kristín ráðin aðalritstjóri 365. Þar hefur hún haldið áfram að gagnrýna sérstakan saksóknara og Hæstarétt fyrir rannsóknir og dóma í efnahagsbrotamálum, meðal annars á meintum brotum eiginmanns aðaleiganda 365.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár