Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Reykvískt löndunargengi sviðsetti löndun í Leipzig

Ís­lenskt lönd­un­ar­gengi land­aði því sem jafn­gild­ir 334 tonn­um á tveim­ur sól­ar­hring­um í þýsku borg­inni Leipzig. Lista­kon­an Hulda Rós seg­ir Reykja­vík­ur­höfn átaka­svæði og vill með lista­verk­inu gera hið ósýni­lega sýni­legt.

Reykvískt löndunargengi sviðsetti löndun í Leipzig
Hulda Rós Listakonan hefur allt frá árinu 2010 unnið að verkefninu. Mynd: María Rúnarsdóttir

Fjöldi fólks kom saman í Kunstkrafwerk, gömlu yfirgefnu orkuveri, í þýsku borginni Leipzig í janúar, til þess að berja listgjörning Huldu Rósar Guðnadóttur, í Keep Frozen Projects sýningarröðinni, augum. Íslenskt löndunargengi hafði þá þegar verið að störfum í verksmiðjunni í að verða tvo sólarhringa og raðað fiskikössum síendurtekið á vörubretti. Gestir stóðu álengdar og sötruðu á rauðvíni á meðan þeir fylgdust með þeim Hinriki Þór Svavarssyni, Davíð Páli Svavarssyni, Jens Pétri Kjærnested, Sigurði Árnasyni og Vali Ísaki Aðalsteinssyni úr löndunargengi Löndunar ehf, svitna og sviðsetja raunveruleg störf sín á höfninni í Reykjavík. Þegar verkefninu lauk höfðu þeir landað hvorki meira né minna en því sem jafngildir 334 tonnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár