Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Rætt við áberandi rasista: „Já! Þeir nauðga!“

Við­tal þar sem Bjart­mar Odd­ur Þeyr Al­ex­and­ers­son ræð­ir við Mar­gréti Frið­riks­dótt­ur, fyrr­um próf­kjörs­fram­bjóð­anda Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Örv­ar Harð­ar­son, virk­an með­lim Pírata­spjalls­ins inni­hélt nokkr­ar áhuga­verð­ar og vafa­sam­ar full­yrð­ing­ar.

Rætt við áberandi rasista: „Já! Þeir nauðga!“
Bjartmar, Margrét og Örvar takast á. Höndum var miskunarlaust fórnað í gegnum viðtalið.

Viðtal þar sem Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson ræðir við Margréti Friðriksdóttur og Örvar Harðarson birtist á vefnum nutiminn.is fyrr í dag. Í myndbandinu, sem er rúm þrjú korter á lengd, er tekist á um málefni flóttamanna og hælisleitenda, en fyrst og fremst hættuna sem þau vilja meina að Íslandi stafi af múslimum.

Í viðtalinu kom ýmislegt fróðlegt fram, þar sem Margrét og Örvar hentu stöðugt frá sér órökstuddum fullyrðingum sem Bjartmari tókst í hvert einasta skipti að reka aftur ofan í þau. Viðtalið, sem birtist fyrst í fullri lengd á nutiminn.is, má sjá hér fyrir neðan.

Nokkrar fullyrðingar sem héldur ekki vatni

Eitt af því sem Margrét hélt fram var að í sharía lögum Sadí-Arabíu kæmi fram að samkynhneigðir væru réttdræpir og að þeim ætti að henda fram af byggingum eða kveikja í þeim. Bjartmar benti henni á þá staðreynd að þetta væri rangt, að ekkert í lands- eða hegningarlögum Sádí-Arabíu væri á þessa leið. Var Margrét ósammála því, en sagði Bjartmar henni að það skemmtilega við staðreyndir væri að það þýddi ekkert að vera ósammála þeim, því þær væru einfaldlega til staðar. „Ég er að segja staðreyndir líka“ sagði Margrét þá.

Reyndi Bjartmar ítrekað að fá upp úr þeim hver hin raunverulega hætta væri hér á landi, og hvernig hún myndi birtast. Sagði Margrét þá að um leið og múslimar eru orðnir þrjú prósent þjóðar fari þeir að valda vandamálum. Benti Bjartmar þá á að um 3.000 múslimar væru nú þegar á landinu, og spurði hvort þeim mætti þá fjölga um 7.000 svo þeir næðu upp í 3% sem Margrét talaði um. Sagði Margrét að það væri í lagi, en ef þeir yrðu fleiri þá yrði það stórt vandamál.

„Ég er að segja staðreyndir líka“

Einnig sagði hún að múslimar í Danmörku, sem eru um 5.2% væru að hirða 50% af öllu velferðarkerfinu þar í landi, og á þá líklega við að þeir taki til sín um helming fjárhagsaðstoðar danska ríkisins í velferðarmálum. Rak Bjartmar þessa fullyrðingu, sem sjálfstæðismaðurinn Gústaf Adolf hélt áður fram, ofan í Margréti, þar sem engin gögn eru til staðar sem styðja þessa staðhæfingu. Væri hún sönn hefði hver einasti múslimi í Danmörku tekjur frá ríkinu upp á rúmar 28 milljónir, sem þeir hafa ekki.

Vill afnema trúfrelsi

Þegar talið barst að þeirri fullyrðingu að flóttamenn og hælisleitendur væru líklegri til að nauðga, hrópaði Margrét „Já! Þeir nauðga!“ Fór Bjartmar þá yfir tölur frá Sameinuðu Þjóðunum sem sýndu fram á að ekkert væri til í þeim staðhæfingum. Í kjölfarið sagði Margrét þá að Sameinuðu Þjóðirnar hefur ekkert rétt fyrir sér í einu og öllu.

„Já! Þeir nauðga!“

Fór Bjartmar svo yfir könnun MMR sem sýndi fram á að 85% íslendinga vildu taka á móti flóttafólki. Tóku Margrét og Örvar slælega í þá fullyrðingu, vildu að spurt yrði sérstaklega um múslima, og settu spurningamerki við stærð könnunarinnar. Hélt Margrét svo áfram að fullyrða um vandamálin sem fylgdu múslimum, og nefndi klæðaburð í sundi sem dæmi, að konur væru að fara í búrkum ofan í laugarnar. Engin dæmi eru um það á íslandi að konur hafi farið í búrkum í sund, en hinsvegar er konum heimilt að fara í sundfatnað sem hylur mjög stóran hluta líkamans.

„Fokk mannréttindasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna, fokk mannréttindasáttmáli Evrópu...“

Bjartmar reyndi svo að fá fleiri ummæli frá Örvari, sem varð í gegnum viðtalið ítrekað mjög harkalega undir orðaflaumi Margrétar.

Spurði Bjartmar út í frægar færslur hans inn á Pírataspjallinu, þar sem Örvar hefur dælt inn hlekkjum á misvafasamar fréttasíður þar sem ágæti múslima er dregið í efa, og Youtube myndbönd með svipuðu efni. Sagðist Örvar hafa stundað þessa iðju til þess að „taka umræðuna.“ Margir væru ómálefnalegir en hann vildi opna á þessi mál, og ræða múslima.

Fór Bjartmar þá yfir nokkur ummæli Örvars, þar sem hann sagði meðal annars „Fokk mannréttindasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna, fokk mannréttindasáttmáli Evrópu, það ætti mögulega að endurskoða stjórnarskránna og afnema trúfrelsi í landinu.“ Brosti Örvar við þessum ummælum sínum, og gekk enn lengra með því að segja að hann teldi að það ætti ekki að vera trúfrelsi í landinu, til þess að ríkið gæti bannað byggingu mosku á Íslandi.

Mótmæla byggingu mosku

Varðandi moskuna þá sagðist Margrét ekki vilja sjá hana byggða, vegna þess að henni myndi fylgja frekari öfgar og hryðjuverk. Þegar Bjartmar benti henni á að engar rannsóknir sýndu fram á að þau ummæli stæðust, sagði Margrét að verið væri að loka annaðhvort 20 eða 200 moskum í Frakklandi vegna þess að þar væri stöðugt verið að skipuleggja hryðjuverk. Bjartmar tók þá fram að þessar lokanir væru vegna neyðarlaga sem sett hefðu verið í Frakklandi, og að þau lög hefðu mætt mikilli andstöðu vegna augljósra mannréttindabrota sem þau fælu í sér.

Aðspurður sagðist Örvar ekki vilja svara spurningunni um moskuna, en fór Bjartmar þá yfir ummæli hans fyrr í viðtalinu þar sem hann sagðist vilja fá stjórnvöld til þess að stöðva bygginguna, og opnaðist viðmælandi við það. Örvar sagði þá: „Ég vil persónulega ekki sjá þetta í íslensku samfélagi, þetta bara hefur ekkert að gera hérna í íslensku samfélagi, af því þetta stangast allt of mikið á við okkar gildi og leiðir til árekstra.“

„Sameinuðu Þjóðirnar stunda gyðingahatur. Ég get sannað það!“

Í umræðunni um glæpi sem múslimar myndu fremja á Íslandi vegna trúar sinnar, tókst Bjartmari að koma þeim skilaboðum á framfæri að það væri sambærilegt við Ísrael, sem fremdi stríðsglæpi og landtöku sem brýtur fjölda alþjóðlegra laga. Var Margréti þá nóg boðið og sagði „Nú ertu farinn að tala eins og UN gyðingahatari, þannig ég ætla ekki að svara þessu. Við förum út í annað.“ Henni tókst þó ekki að fara út í annað því hún gat ekki staðist að bæta við „þetta er pjúra rasismi sem þú ert að segja núna,“ og svo seinna „Sameinuðu Þjóðirnar stunda gyðingahatur. Ég get sannað það!“

Hér er svo viðtalið í fullri lengd, en það má einnig finna, þar sem það birtist upprunalega, á vefnum nutiminn.is

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár