Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ráðherra tekur þátt í kynningu á þjónustu Hreyfingar með eiginkonu utanríkisráðherra

Kristján Þór Júlí­us­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, próf­ar lík­ams­mæl­ing­ar­tækni Hreyf­ing­ar í um­fjöll­un Smart­lands þar sem Ág­ústa John­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins og eig­in­kona Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, kynn­ir þjón­ust­una.

Ráðherra tekur þátt í kynningu á þjónustu Hreyfingar með eiginkonu utanríkisráðherra

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur þátt í kynningu á tækninni Boditrax sem fjallað er um á vef Smartlands. Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar og eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, kynnir tæknina og Kristján Þór prófar hana í umfjölluninni sem er auglýsingu líkust. Um er að ræða tækni sem Hreyfingin tók nýlega í notkun.

Greinin hefst með stuttri kynningu Ágústu á Boditrax-tækninni. „Boditrax er háþróuð tækni sem mæl­ir sam­setn­ingu lík­am­ans og er notað af mörg­um virt­um heilsu­stofn­un­um víða um heim. Með 30 sek­úndna prófi færðu niður­stöður um marga mis­mun­andi þætti sem gefa mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar um vöðvamassa, fitu, vatns­magn, grunn­brennslu og innri fitu. Tækið not­ar svo töl­fræði til að meta ástand þitt miðað við hæð, þyngd, ald­ur og gef­ur þér upp líf­fræðileg­an ald­ur,“ er haft eftir henni. 

Í annarri grein á vef Smartlands er tekið viðtal við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sem einnig prófaði Boditrax-tæknina og lýsir því hvernig hann ætlar að taka sig á, hreyfa sig og borða hollari á mat.

Á meðal þeirra sem vekja athygli á umfjölluninni á Facebook er Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og eiginmaður Ágústu Johnson. 

Stundin sendi Mörtu Maríu Jónasdóttur, ritstjóra Smartlands, tölvupóst og spurði hvort greinarnar væru kostað kynningarefni. „Þetta er hefðbundið lífsstílsefni, ekki kostað,“ svaraði hún.

Í Bandaríkjunum hafa Donald Trump og ráðgjafi hans, Kellyanne Conway, sætt harðri gagnrýni fyrir að notfæra sér fjölmiðlaathyglina sem þau fá vegna stöðu sinnar til að kynna vörur Ivönku Trump, dóttur Bandaríkjaforseta. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár