Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ráðherra tekur þátt í kynningu á þjónustu Hreyfingar með eiginkonu utanríkisráðherra

Kristján Þór Júlí­us­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, próf­ar lík­ams­mæl­ing­ar­tækni Hreyf­ing­ar í um­fjöll­un Smart­lands þar sem Ág­ústa John­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins og eig­in­kona Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, kynn­ir þjón­ust­una.

Ráðherra tekur þátt í kynningu á þjónustu Hreyfingar með eiginkonu utanríkisráðherra

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur þátt í kynningu á tækninni Boditrax sem fjallað er um á vef Smartlands. Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar og eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, kynnir tæknina og Kristján Þór prófar hana í umfjölluninni sem er auglýsingu líkust. Um er að ræða tækni sem Hreyfingin tók nýlega í notkun.

Greinin hefst með stuttri kynningu Ágústu á Boditrax-tækninni. „Boditrax er háþróuð tækni sem mæl­ir sam­setn­ingu lík­am­ans og er notað af mörg­um virt­um heilsu­stofn­un­um víða um heim. Með 30 sek­úndna prófi færðu niður­stöður um marga mis­mun­andi þætti sem gefa mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar um vöðvamassa, fitu, vatns­magn, grunn­brennslu og innri fitu. Tækið not­ar svo töl­fræði til að meta ástand þitt miðað við hæð, þyngd, ald­ur og gef­ur þér upp líf­fræðileg­an ald­ur,“ er haft eftir henni. 

Í annarri grein á vef Smartlands er tekið viðtal við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sem einnig prófaði Boditrax-tæknina og lýsir því hvernig hann ætlar að taka sig á, hreyfa sig og borða hollari á mat.

Á meðal þeirra sem vekja athygli á umfjölluninni á Facebook er Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og eiginmaður Ágústu Johnson. 

Stundin sendi Mörtu Maríu Jónasdóttur, ritstjóra Smartlands, tölvupóst og spurði hvort greinarnar væru kostað kynningarefni. „Þetta er hefðbundið lífsstílsefni, ekki kostað,“ svaraði hún.

Í Bandaríkjunum hafa Donald Trump og ráðgjafi hans, Kellyanne Conway, sætt harðri gagnrýni fyrir að notfæra sér fjölmiðlaathyglina sem þau fá vegna stöðu sinnar til að kynna vörur Ivönku Trump, dóttur Bandaríkjaforseta. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár