Kastljós hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að fréttaskýringaþátturinn hafi ekki farið með rangt mál um fjárfestingarsamning ríkisins við fyrirtækið Matorku ehf. í þætti gærkvöldsins líkt og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti yfir í dag. Í tilkynningu sem birt var á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í dag undir heitinu „Ívilnanir til nýfjárfestinga eru almennar og gera ekki upp á milli fyrirtækja eða atvinnugreina“ er Kastljós sakað um rangan fréttaflutning í nokkrum efnisatriðum. Kastljós hefur nú hafnað þeim ásökunum.
Ráðherra gat ekki svarað spurningum Kastljóss
Í fyrsta lagi segir í tilkynningu ráðherra að ekki sé efnislegur munur á fjárfestingarsamningi við Matorku og öðrum nýlegum fjárfestingarsamningum. „Í Kastljósi var þannig rangt með farið að í fjárfestingarsamningi frá 2014 við Thorsil, vegna kísilvers í Helguvík, væri gert ráð fyrir 18% tekjuskattshlutfalli og að þar væri ekki gert ráð fyrir þjálfunarstyrkjum. Hið rétta er að fjárfestingarsamningurinn við Thorsil, frá …
Athugasemdir