Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ráðherra bar rangar sakir á Kastljós

Kast­ljós svar­ar yf­ir­lýs­ingu Ragn­heið­ar El­ín­ar Árna­dótt­ur. Hafna því að hafa far­ið með rangt mál í frétta­flutn­ingi um fjár­fest­ing­ar­samn­ing rík­is­ins við Matorku.

Ráðherra bar rangar sakir á Kastljós

Kastljós hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að fréttaskýringaþátturinn hafi ekki farið með rangt mál um fjárfestingarsamning ríkisins við fyrirtækið Matorku ehf. í þætti gærkvöldsins líkt og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lýsti yfir í dag. Í tilkynningu sem birt var á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í dag undir heitinu „Ívilnanir til nýfjárfestinga eru almennar og gera ekki upp á milli fyrirtækja eða atvinnugreina“ er Kastljós sakað um rangan fréttaflutning í nokkrum efnisatriðum. Kastljós hefur nú hafnað þeim ásökunum. 

Ráðherra gat ekki svarað spurningum Kastljóss

Í fyrsta lagi segir í tilkynningu ráðherra að ekki sé efnislegur munur á fjárfestingarsamningi við Matorku og öðrum nýlegum fjárfestingarsamningum. „Í Kastljósi var þannig rangt með farið að í fjárfestingarsamningi frá 2014 við Thorsil, vegna kísilvers í Helguvík, væri gert ráð fyrir 18% tekjuskattshlutfalli og að þar væri ekki gert ráð fyrir þjálfunarstyrkjum. Hið rétta er að fjárfestingarsamningurinn við Thorsil, frá …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár