Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Píratar vilja hætta að gefa trúfélögum ókeypis lóðir

Þing­flokk­ur Pírata hef­ur lagt fram frum­varp sem af­nem­ur skyldu sveit­ar­fé­laga til að leggja til ókeyp­is lóð­ir und­ir kirkj­ur. Sam­kvæmt nýrri könn­un MMR eru 76 pró­sent Ís­lend­inga and­víg því að trú­fé­lög fái út­hlut­að ókeyp­is lóð­um.

Píratar vilja hætta að gefa trúfélögum ókeypis lóðir
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Mynd: Pressphotos.biz - (RosaBraga)

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp sem um að nema úr gildi skyldu sveitarfélaga um að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi. Samkvæmt nýrri könnun MMR er meirihluti Íslendinga, eða tæp 76 prósent, andvíg því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar, þar af sögðust 48,3 prósent vera mjög andvíg. 

Umrætt ákvæði er að finna í lögum um Kristnisjóð en frá árinu 1999 hefur Reykjavíkurborg túlkað ákvæðið út frá almennum jafnræðissjónar­miðum og þar með haft það sem stefnu að gera ekki upp á milli trúfélaga þegar kemur að úthlutun ókeypis lóða undir tilbeiðsluhús, hvort sem um er að ræða kristnar kirkjur, musteri, moskur eða hof. Lögin nefna enda ekki sérstaklega kirkjur þjóðkirkjunnar, heldur kirkjur almennt. Ákvæðið og afleiðingar þess urðu þannig til þónokkurrar umræðu í kosning­um til sveitarstjórna árið 2014 vegna fyrirhugaðrar byggingar mosku, eins og segir í greinargerð með frumvarpinu en Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, vildi að lóð sem hefur verið úthlutað til byggingar mosku í borginni yrði afturkölluð.  

Eitt skal yfir alla ganga

Nefnt hefur verið að breyta lögunum í þá átt að ákvæðið tilgreini kirkjur þjóðkirkjunnar sérstaklega, en flutningsmenn frumvarpsins, þau Helgi Hrafn Gunnarsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Birgitta Jónsdóttir, telja að slík breyting yrði skref aftur á bak og ekki í takt við þróun samfélagsins í átt til umburðarlyndis og jafnræðis fyrir lögum óháð trúarskoðunum. „Einnig telja flutningsmenn ekki forsvaranlegt að eftir umræðu sem beinist gegn einu tilteknu trúfélagi sé ákvæðið sniðið sérstaklega að öðru trúfélagi enda mætti ætla að slíkt yki enn frekar á þá spennu og þann ágreining sem ákvæðið hefur þegar valdið.“

Þau telja ákvæðið barn þess tíma þegar trúarskoðanir og fyrirkomulag trúar- og lífsskoðunarfélaga voru talsvert einsleitari en nú er raunin og vilja afnema það. Þá segja þau ennfremur engin góð rök standa fyrir því að sveitarfélögu sé gert skylt að láta af hendi lóðir án endurgjalds til trúfélaga frekar en annarra félaga. 

„Trúar- og lífsskoðunarfélög eru í eðli sínu umdeild og stutt getur verið í hatursfulla orð­ræðu sem er á skjön við markmið opinnar og upplýstrar umræðu. Það er mjög óheppilegt að íslensk lög séu þess valdandi að misjafn skilningur á markmiði og túlkun þeirra valdi ágrein­ingi, bæði um hvort mismunun sé til staðar í lögum eða jafnvel hvort hún eigi að vera til stað­ar. Óhætt er að segja að ætlun löggjafans hafi aldrei verið að valda samfélagsnúningi þegar ákvæðið var fyrst sett í lög en flutningsmenn frumvarps þessa telja einföldustu lausnina á þeim vanda vera þá að fella greinina brott,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. 

Þess má geta að Björt framtíð lagði fram sambærilegt frumvarp undir lok síðasta árs, en það var ekki tekið til umræðu á þinginu. Heiða Kristín Helgadóttir, sem þá sat á Alþingi fyrir Bjarta framtíð, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Í greinargerð Bjartrar framtíðar segir meðal annars að ákvæðið eigi ekki við í nútímasamfélagi þar sem lóðir séu takmörkuð auðlind. „Ákvæðið felur í sér tímaskekkju þar sem sveitarfélög eru einhliða skylduð til að ráðstafa dýrmætu landi án endurgjalds til þeirra trúfélaga sem sækjast eftir því,“ segir í greinargerð Bjartrar framtíðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár