Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Píratar vilja hætta að gefa trúfélögum ókeypis lóðir

Þing­flokk­ur Pírata hef­ur lagt fram frum­varp sem af­nem­ur skyldu sveit­ar­fé­laga til að leggja til ókeyp­is lóð­ir und­ir kirkj­ur. Sam­kvæmt nýrri könn­un MMR eru 76 pró­sent Ís­lend­inga and­víg því að trú­fé­lög fái út­hlut­að ókeyp­is lóð­um.

Píratar vilja hætta að gefa trúfélögum ókeypis lóðir
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Mynd: Pressphotos.biz - (RosaBraga)

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp sem um að nema úr gildi skyldu sveitarfélaga um að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi. Samkvæmt nýrri könnun MMR er meirihluti Íslendinga, eða tæp 76 prósent, andvíg því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar, þar af sögðust 48,3 prósent vera mjög andvíg. 

Umrætt ákvæði er að finna í lögum um Kristnisjóð en frá árinu 1999 hefur Reykjavíkurborg túlkað ákvæðið út frá almennum jafnræðissjónar­miðum og þar með haft það sem stefnu að gera ekki upp á milli trúfélaga þegar kemur að úthlutun ókeypis lóða undir tilbeiðsluhús, hvort sem um er að ræða kristnar kirkjur, musteri, moskur eða hof. Lögin nefna enda ekki sérstaklega kirkjur þjóðkirkjunnar, heldur kirkjur almennt. Ákvæðið og afleiðingar þess urðu þannig til þónokkurrar umræðu í kosning­um til sveitarstjórna árið 2014 vegna fyrirhugaðrar byggingar mosku, eins og segir í greinargerð með frumvarpinu en Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, vildi að lóð sem hefur verið úthlutað til byggingar mosku í borginni yrði afturkölluð.  

Eitt skal yfir alla ganga

Nefnt hefur verið að breyta lögunum í þá átt að ákvæðið tilgreini kirkjur þjóðkirkjunnar sérstaklega, en flutningsmenn frumvarpsins, þau Helgi Hrafn Gunnarsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Birgitta Jónsdóttir, telja að slík breyting yrði skref aftur á bak og ekki í takt við þróun samfélagsins í átt til umburðarlyndis og jafnræðis fyrir lögum óháð trúarskoðunum. „Einnig telja flutningsmenn ekki forsvaranlegt að eftir umræðu sem beinist gegn einu tilteknu trúfélagi sé ákvæðið sniðið sérstaklega að öðru trúfélagi enda mætti ætla að slíkt yki enn frekar á þá spennu og þann ágreining sem ákvæðið hefur þegar valdið.“

Þau telja ákvæðið barn þess tíma þegar trúarskoðanir og fyrirkomulag trúar- og lífsskoðunarfélaga voru talsvert einsleitari en nú er raunin og vilja afnema það. Þá segja þau ennfremur engin góð rök standa fyrir því að sveitarfélögu sé gert skylt að láta af hendi lóðir án endurgjalds til trúfélaga frekar en annarra félaga. 

„Trúar- og lífsskoðunarfélög eru í eðli sínu umdeild og stutt getur verið í hatursfulla orð­ræðu sem er á skjön við markmið opinnar og upplýstrar umræðu. Það er mjög óheppilegt að íslensk lög séu þess valdandi að misjafn skilningur á markmiði og túlkun þeirra valdi ágrein­ingi, bæði um hvort mismunun sé til staðar í lögum eða jafnvel hvort hún eigi að vera til stað­ar. Óhætt er að segja að ætlun löggjafans hafi aldrei verið að valda samfélagsnúningi þegar ákvæðið var fyrst sett í lög en flutningsmenn frumvarps þessa telja einföldustu lausnina á þeim vanda vera þá að fella greinina brott,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. 

Þess má geta að Björt framtíð lagði fram sambærilegt frumvarp undir lok síðasta árs, en það var ekki tekið til umræðu á þinginu. Heiða Kristín Helgadóttir, sem þá sat á Alþingi fyrir Bjarta framtíð, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Í greinargerð Bjartrar framtíðar segir meðal annars að ákvæðið eigi ekki við í nútímasamfélagi þar sem lóðir séu takmörkuð auðlind. „Ákvæðið felur í sér tímaskekkju þar sem sveitarfélög eru einhliða skylduð til að ráðstafa dýrmætu landi án endurgjalds til þeirra trúfélaga sem sækjast eftir því,“ segir í greinargerð Bjartrar framtíðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár