Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Píratar útiloka Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn vegna „spillingar“ og loforðasvika

Pírat­ar til­kynna að þeir hafa sent er­indi á for­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna um að hefja stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur fyr­ir kosn­ing­ar. Til­gang­ur­inn að kjós­end­ur geti tek­ið upp­lýst­ari ákvörð­un í kosn­ing­um en áð­ur.

Píratar útiloka Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn vegna „spillingar“ og loforðasvika
Píratar Mælast með í kringum 20% fylgi í skoðanakönnunum. Mynd: Kristinn Magnússon

Píratar tilkynntu á blaðamannafundi rétt í þessu að þeir útilokuðu samstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, til að fyrirbyggja „spillingu“ og  „pólitíska ómöguleika“. 

Þeir hafa haft samband við aðra flokka um að hefja viðræður um málefni strax, svo unnt verði að kynna niðurstöður viðræðnanna og þær málamyndanir sem yrðu fylgifiskur viðræðnanna fyrir kosningar, fremur en eftir kosningar, eins og venja er.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði að ekki hefði tíðkast á Íslandi að kjósendur fengju að vita hvað þeir fengju eftir kosningarnar og að það væri hluti stjórnmálahefðarinnar að svíkja kosningaloforð.

„Píratar eru tilbúnir til að hefja strax formlegar viðræður um samstarf við aðra flokka út frá fimm megin áherslum Pírata til þess að geta lagt drög að stjórnarsáttmála áður en þjóðin gengur til kosninga,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, í yfirlýsingu sem lesin var upp.

„... kjósendur eigi heimtingu á því að vita hvaða þýðingu atkvæði þeirra hefur“

„Ákvörðun þessi var tekin á grundvelli þess að Píratar trúa á mikilvægi upplýstrar ákvarðanatöku og að kjósendur eigi heimtingu á því að vita hvaða þýðingu atkvæði þeirra hefur þegar þeir skila því í kjörkassann á kjördag. Alltof oft hefur það gerst að þeir flokkar sem fara saman í stjórnarsamstarf brjóti kosningaloforð sín um leið og stjórnarsáttmáli er undirritaður og svíkja þannig kjósendur sína og bera við „pólitískum ómöguleika“. Það vilja Píratar ekki gera og því var ákveðið að fara þessa leið,“ sagði í yfirlýsingunni.

Haft samband við fjóra flokka

Píratar hafa sent bréf til  formanna Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Viðreisnar. „Þetta eru þau framboð sem við teljum líklegast að komist inn sem við teljum okkur fært að standa með,“ sagði Smári McCarthy, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, spurður hvers vegna haft hefði verið samband við þessa tilteknu flokka.

„Forvitnilegt að sjá hvort við náum samstöðu um grundvallarmál,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.

Bréfin voru send í morgun og því hafa enn ekki borist svör frá forsvarsmönnum flokkanna.

„Pólitískur ómöguleiki“ að standa við kosningaloforð

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru harðlega gagnrýndir á fyrri hluta kjörtímabilsins fyrir að neita að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið og slíta þeim þess í stað einhliða með bréfi frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 

Formenn beggja flokka höfðu lofað því fyrir kosningar að leysa málið með þjóðaratkvæðagreiðslu, en Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formenn flokkanna, lýstu því að ekki gengi upp að láta almenning ráða í málinu þar sem þingflokkar beggja stjórnarflokkanna væru andvígir inngöngu í Evrópusambandið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því í samtali við Kastljósið sem „pólitískum ómöguleika“: „Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið þar sem það er pólitískur ómöguleiki til staðar.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár