Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Píratar útiloka Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn vegna „spillingar“ og loforðasvika

Pírat­ar til­kynna að þeir hafa sent er­indi á for­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna um að hefja stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur fyr­ir kosn­ing­ar. Til­gang­ur­inn að kjós­end­ur geti tek­ið upp­lýst­ari ákvörð­un í kosn­ing­um en áð­ur.

Píratar útiloka Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn vegna „spillingar“ og loforðasvika
Píratar Mælast með í kringum 20% fylgi í skoðanakönnunum. Mynd: Kristinn Magnússon

Píratar tilkynntu á blaðamannafundi rétt í þessu að þeir útilokuðu samstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, til að fyrirbyggja „spillingu“ og  „pólitíska ómöguleika“. 

Þeir hafa haft samband við aðra flokka um að hefja viðræður um málefni strax, svo unnt verði að kynna niðurstöður viðræðnanna og þær málamyndanir sem yrðu fylgifiskur viðræðnanna fyrir kosningar, fremur en eftir kosningar, eins og venja er.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði að ekki hefði tíðkast á Íslandi að kjósendur fengju að vita hvað þeir fengju eftir kosningarnar og að það væri hluti stjórnmálahefðarinnar að svíkja kosningaloforð.

„Píratar eru tilbúnir til að hefja strax formlegar viðræður um samstarf við aðra flokka út frá fimm megin áherslum Pírata til þess að geta lagt drög að stjórnarsáttmála áður en þjóðin gengur til kosninga,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, í yfirlýsingu sem lesin var upp.

„... kjósendur eigi heimtingu á því að vita hvaða þýðingu atkvæði þeirra hefur“

„Ákvörðun þessi var tekin á grundvelli þess að Píratar trúa á mikilvægi upplýstrar ákvarðanatöku og að kjósendur eigi heimtingu á því að vita hvaða þýðingu atkvæði þeirra hefur þegar þeir skila því í kjörkassann á kjördag. Alltof oft hefur það gerst að þeir flokkar sem fara saman í stjórnarsamstarf brjóti kosningaloforð sín um leið og stjórnarsáttmáli er undirritaður og svíkja þannig kjósendur sína og bera við „pólitískum ómöguleika“. Það vilja Píratar ekki gera og því var ákveðið að fara þessa leið,“ sagði í yfirlýsingunni.

Haft samband við fjóra flokka

Píratar hafa sent bréf til  formanna Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Viðreisnar. „Þetta eru þau framboð sem við teljum líklegast að komist inn sem við teljum okkur fært að standa með,“ sagði Smári McCarthy, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, spurður hvers vegna haft hefði verið samband við þessa tilteknu flokka.

„Forvitnilegt að sjá hvort við náum samstöðu um grundvallarmál,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.

Bréfin voru send í morgun og því hafa enn ekki borist svör frá forsvarsmönnum flokkanna.

„Pólitískur ómöguleiki“ að standa við kosningaloforð

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru harðlega gagnrýndir á fyrri hluta kjörtímabilsins fyrir að neita að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið og slíta þeim þess í stað einhliða með bréfi frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 

Formenn beggja flokka höfðu lofað því fyrir kosningar að leysa málið með þjóðaratkvæðagreiðslu, en Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formenn flokkanna, lýstu því að ekki gengi upp að láta almenning ráða í málinu þar sem þingflokkar beggja stjórnarflokkanna væru andvígir inngöngu í Evrópusambandið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því í samtali við Kastljósið sem „pólitískum ómöguleika“: „Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið þar sem það er pólitískur ómöguleiki til staðar.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár