Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Pabbar fá líka fæðingarþunglyndi

Er­lend­ar rann­sókn­ir gefa til kynna að allt að 10% nýbak­aðra feðra glími við þung­lyndi í kjöl­far þess að eign­ast barn. Þau Eva Sjöfn Helga­dótt­ir og Bald­ur Hann­es­son hafa í þró­un með­ferð­ar­úr­ræði fyr­ir feð­ur sem finna til kvíða, dep­urð­ar eða þung­lynd­is í kjöl­far fæð­ing­ar.

Pabbar fá líka fæðingarþunglyndi
Baldur og Eva Eru sammála um að það sé löngu kominn tími til að skima fyrir andlegri vanlíðan feðra á meðgöngu og eftir fæðingu barna þeirra.

„Þetta er mun algengara en við gerum okkur grein fyrir. Ef móðir er með einhvern geðrænan vanda, eins og þunglyndi, er líklegra að maki hennar sé það líka. Rannsóknir sýna að 24 til 50% karlmanna sem eiga maka sem er að glíma við fæðingarþunglyndi eru einnig að glíma við þunglyndi. Því aukast líkurnar á þunglyndi hjá feðrum sem eiga maka sem er þunglyndur. Rannsóknir hafa einnig sýnt að ef að faðir mælist með þunglyndiseinkenni á meðgöngu hefur það fylgni við alvarlegri þunglyndiseinkenni hjá móður sex mánuðum eftir barnsburð,“ segir Eva Sjöfn Helgadóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði. Hún stendur, ásamt Baldri Hannessyni, fyrir rannsókn sem miðar að því að aðlaga fyrri meðferðarúrræði að nýbökuðum feðrum sem upplifa streitu-, kvíða- eða þunglyndiseinkenni. Kanna þau sérstaklega árangur hópmeðferðar þar sem kennd er hugræn atferlismeðferð. Fyrsti hópur feðra hóf meðferð í nóvember og nú í byrjun vikunnar hefst meðferð í nýjum hópi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár