Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Pabbar fá líka fæðingarþunglyndi

Er­lend­ar rann­sókn­ir gefa til kynna að allt að 10% nýbak­aðra feðra glími við þung­lyndi í kjöl­far þess að eign­ast barn. Þau Eva Sjöfn Helga­dótt­ir og Bald­ur Hann­es­son hafa í þró­un með­ferð­ar­úr­ræði fyr­ir feð­ur sem finna til kvíða, dep­urð­ar eða þung­lynd­is í kjöl­far fæð­ing­ar.

Pabbar fá líka fæðingarþunglyndi
Baldur og Eva Eru sammála um að það sé löngu kominn tími til að skima fyrir andlegri vanlíðan feðra á meðgöngu og eftir fæðingu barna þeirra.

„Þetta er mun algengara en við gerum okkur grein fyrir. Ef móðir er með einhvern geðrænan vanda, eins og þunglyndi, er líklegra að maki hennar sé það líka. Rannsóknir sýna að 24 til 50% karlmanna sem eiga maka sem er að glíma við fæðingarþunglyndi eru einnig að glíma við þunglyndi. Því aukast líkurnar á þunglyndi hjá feðrum sem eiga maka sem er þunglyndur. Rannsóknir hafa einnig sýnt að ef að faðir mælist með þunglyndiseinkenni á meðgöngu hefur það fylgni við alvarlegri þunglyndiseinkenni hjá móður sex mánuðum eftir barnsburð,“ segir Eva Sjöfn Helgadóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði. Hún stendur, ásamt Baldri Hannessyni, fyrir rannsókn sem miðar að því að aðlaga fyrri meðferðarúrræði að nýbökuðum feðrum sem upplifa streitu-, kvíða- eða þunglyndiseinkenni. Kanna þau sérstaklega árangur hópmeðferðar þar sem kennd er hugræn atferlismeðferð. Fyrsti hópur feðra hóf meðferð í nóvember og nú í byrjun vikunnar hefst meðferð í nýjum hópi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár