Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Pabbar fá líka fæðingarþunglyndi

Er­lend­ar rann­sókn­ir gefa til kynna að allt að 10% nýbak­aðra feðra glími við þung­lyndi í kjöl­far þess að eign­ast barn. Þau Eva Sjöfn Helga­dótt­ir og Bald­ur Hann­es­son hafa í þró­un með­ferð­ar­úr­ræði fyr­ir feð­ur sem finna til kvíða, dep­urð­ar eða þung­lynd­is í kjöl­far fæð­ing­ar.

Pabbar fá líka fæðingarþunglyndi
Baldur og Eva Eru sammála um að það sé löngu kominn tími til að skima fyrir andlegri vanlíðan feðra á meðgöngu og eftir fæðingu barna þeirra.

„Þetta er mun algengara en við gerum okkur grein fyrir. Ef móðir er með einhvern geðrænan vanda, eins og þunglyndi, er líklegra að maki hennar sé það líka. Rannsóknir sýna að 24 til 50% karlmanna sem eiga maka sem er að glíma við fæðingarþunglyndi eru einnig að glíma við þunglyndi. Því aukast líkurnar á þunglyndi hjá feðrum sem eiga maka sem er þunglyndur. Rannsóknir hafa einnig sýnt að ef að faðir mælist með þunglyndiseinkenni á meðgöngu hefur það fylgni við alvarlegri þunglyndiseinkenni hjá móður sex mánuðum eftir barnsburð,“ segir Eva Sjöfn Helgadóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði. Hún stendur, ásamt Baldri Hannessyni, fyrir rannsókn sem miðar að því að aðlaga fyrri meðferðarúrræði að nýbökuðum feðrum sem upplifa streitu-, kvíða- eða þunglyndiseinkenni. Kanna þau sérstaklega árangur hópmeðferðar þar sem kennd er hugræn atferlismeðferð. Fyrsti hópur feðra hóf meðferð í nóvember og nú í byrjun vikunnar hefst meðferð í nýjum hópi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár