Leiðarahöfundur Morgunblaðsins kvartar undan því að ekki sé rætt um „ástæður flóttamannasprengjunnar“ á Íslandi. „Eingöngu kjánaleg yfirboð og samkeppni um það hver sé snjallastur við að finna greiðustu leiðina til að sökkva Íslendingum á kaf í afleiðingar upplausnarinnar,“ segir í leiðara blaðsins í dag. Þetta er í samræmi við fyrri skrif blaðsins um málefni flóttamanna, en þann 19. ágúst síðastliðinn hvatti leiðarahöfundur stjórnvöld til að grípa til ráðstafana í því skyni að takmarka „straum flóttamanna og hælisleitenda“ til Íslands. Undanfarna daga hafa hundruð flóttamanna drukknað á leið sinni yfir Miðjarðarhaf.
Ritstjórar Morgunblaðsins eru þeir Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins til margra ára, og Haraldur Johannessen, sem einnig er framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags blaðsins.
Athugasemdir