Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Óttarr skipar fyrrverandi stjórnarformann Bjartrar framtíðar sem stjórnarformann Sjúkratrygginga

Bryn­hild­ur S. Björns­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­þing­kona og stjórn­ar­formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, mun fara fyr­ir mót­un lang­tíma­stefnu fyr­ir Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands.

Óttarr skipar fyrrverandi stjórnarformann Bjartrar framtíðar sem stjórnarformann Sjúkratrygginga

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað Brynhildi S. Björnsdóttur, fyrrverandi stjórnarformann og varaþingkonu Bjartrar framtíðar, sem stjórnarformann Sjúkratrygginga Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.

Brynhildur sótti nám í Harvard Business School árið 2016, lauk MSc. gráðu frá Háskóla Íslands í stjórnun og stefnumótun árið 2009 og BA frá Háskólanum á Bifröst í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði árið 2007. 

Hún var stjórnarformaður Bjartrar framtíðar 2015-2016 og átti sæti á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð á síðasta kjörtímabili. Eftir að ríkisstjórn Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins tók við hefur Brynhildur haldið uppi vörnum og hvatningu fyrir ráðherra Bjartrar framtíðar á Facebook-síðu sinni.

Þegar greint var frá því í febrúar að Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefði gefið Alþingi rangar upplýsingar um ráðstafanir ríkisstjórnarinnar til að fylgja stjórnarsáttmála sínum eftir skrifaði Brynhildur: „Þetta er mesta 'much ado about nothing' sem ég hef séð lengi. Póteitó-pótató. Hver skilur eða pælir í þessum fáránlega háfleygu orðum á þingi? And who really cares?“ Þá hefur hún ítrekað hrósað Óttari Proppé fyrir störf hans sem heilbrigðisráðherra og furðað sig á gagnrýni sem hann hefur sætt.

Hlutverk stjórnar Sjúkratrygginga Íslands er að staðfesta skipulag stofnunarinnar, árlega starfsáætlun og fjárhagsáætlun og marka henni langtímastefnu. Stjórnin hefur jafnframt eftirlit með starfseminni og að rekstur stofnunarinnar sé innan ramma fjárlaga á hverjum tíma.

Á meðal fyrri stjórnarformanna Sjúkratrygginga eru Björn Zoëga, læknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans, Benedikt Jóhannesson tryggingastærðfræðingur og núverandi fjármálaráðherra og Dagný Brynjólfsdóttir, fyrrverandi deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
5
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár