Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Óréttlætanlegt að ferðamenn fái afslátt af neyslusköttum meðan innviðirnir grotna niður vegna álags

Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, svar­ar gagn­rýni fram­kvæmda­stjóra Kynn­is­ferða á stefnu­mál flokks­ins.

Óréttlætanlegt að ferðamenn fái afslátt af neyslusköttum meðan innviðirnir grotna niður vegna álags

Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir vanhugsað að veita ferðamönnum sérstakan afslátt af neyslusköttum, nú þegar ferðaþjónustan er orðin stærsta atvinnugreinin og innviðir eru að gefa eftir vegna álags.

Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, gagnrýndi Samfylkinguna nýlega í viðtali við Viðskiptablaðið og varaði við hugmyndum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu upp í efra þrep. Kynnisferðir ehf. er í eigu foreldra og frændfólks Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, en fyrsta frumvarpið sem Bjarni lagði fram sem fjármálaráðherra árið 2013 var lagabreyting um að fallið yrði frá áformum fyrri ríkisstjórnar um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Ákvörðunin var umdeild enda hefur atvinnugreinin vaxið gríðarlega undanfarin ár vegna fjölgunar ferðamanna. 

Oddný segir í samtali við Stundina að styrkja þurfi innviði til að ferðaþjónustan megi blómstra áfram sem atvinnugrein. Aðeins þannig muni fjárfestingarnar sem ráðist hefur verið í borga sig til lengri tíma. „Það þarf að halda við vegunum og auka umferðaröryggi um allt land. Það þarf að efla löggæsluna og sjúkraflutninga enda hefur álag margfaldast vegna fjölgunar ferðamanna. Það þarf að efla heilsugæsluna, einkum bráðamóttökur þar sem álagið er mest,“ segir hún og bætir því við að byggja þurfi upp góða aðstöðu á ferðamannastöðum og laða fólk að fleiri stöðum en nú er gert.

„Almennt þrep virðisaukaskatts er 24%. Allt sem stjórnvöld telja réttlætanlegt að gefa undanþágu frá almenna þrepinu er með 11% eða 0% virðisaukaskatti. Undanþága er til að mynda á matvæli því það er allra hagur. Bókaþjóðin setur bækur í undaþáguþrepið og orkusölu og það er skiljanlegt. Og svo fá þeir ferðamenn líka afslátt sem versla sér gistingu á Íslandi, kaupa sér afþreyingu og far með rútum eins og Kynnisferðir reka. Þann afslátt mátti réttlæta þegar að við vildum með honum laða fleiri ferðamenn til landsins,“ segir Oddný. 

„Nú þegar að ferðaþjónustan er orðin stærsta atvinnugreinin og innviðir að gefa eftir vegna álags þá er ómögulegt að réttlæta afslátt af neyslusköttum 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár