Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Óréttlætanlegt að ferðamenn fái afslátt af neyslusköttum meðan innviðirnir grotna niður vegna álags

Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, svar­ar gagn­rýni fram­kvæmda­stjóra Kynn­is­ferða á stefnu­mál flokks­ins.

Óréttlætanlegt að ferðamenn fái afslátt af neyslusköttum meðan innviðirnir grotna niður vegna álags

Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir vanhugsað að veita ferðamönnum sérstakan afslátt af neyslusköttum, nú þegar ferðaþjónustan er orðin stærsta atvinnugreinin og innviðir eru að gefa eftir vegna álags.

Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, gagnrýndi Samfylkinguna nýlega í viðtali við Viðskiptablaðið og varaði við hugmyndum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu upp í efra þrep. Kynnisferðir ehf. er í eigu foreldra og frændfólks Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, en fyrsta frumvarpið sem Bjarni lagði fram sem fjármálaráðherra árið 2013 var lagabreyting um að fallið yrði frá áformum fyrri ríkisstjórnar um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Ákvörðunin var umdeild enda hefur atvinnugreinin vaxið gríðarlega undanfarin ár vegna fjölgunar ferðamanna. 

Oddný segir í samtali við Stundina að styrkja þurfi innviði til að ferðaþjónustan megi blómstra áfram sem atvinnugrein. Aðeins þannig muni fjárfestingarnar sem ráðist hefur verið í borga sig til lengri tíma. „Það þarf að halda við vegunum og auka umferðaröryggi um allt land. Það þarf að efla löggæsluna og sjúkraflutninga enda hefur álag margfaldast vegna fjölgunar ferðamanna. Það þarf að efla heilsugæsluna, einkum bráðamóttökur þar sem álagið er mest,“ segir hún og bætir því við að byggja þurfi upp góða aðstöðu á ferðamannastöðum og laða fólk að fleiri stöðum en nú er gert.

„Almennt þrep virðisaukaskatts er 24%. Allt sem stjórnvöld telja réttlætanlegt að gefa undanþágu frá almenna þrepinu er með 11% eða 0% virðisaukaskatti. Undanþága er til að mynda á matvæli því það er allra hagur. Bókaþjóðin setur bækur í undaþáguþrepið og orkusölu og það er skiljanlegt. Og svo fá þeir ferðamenn líka afslátt sem versla sér gistingu á Íslandi, kaupa sér afþreyingu og far með rútum eins og Kynnisferðir reka. Þann afslátt mátti réttlæta þegar að við vildum með honum laða fleiri ferðamenn til landsins,“ segir Oddný. 

„Nú þegar að ferðaþjónustan er orðin stærsta atvinnugreinin og innviðir að gefa eftir vegna álags þá er ómögulegt að réttlæta afslátt af neyslusköttum 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár