Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Óréttlætanlegt að ferðamenn fái afslátt af neyslusköttum meðan innviðirnir grotna niður vegna álags

Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, svar­ar gagn­rýni fram­kvæmda­stjóra Kynn­is­ferða á stefnu­mál flokks­ins.

Óréttlætanlegt að ferðamenn fái afslátt af neyslusköttum meðan innviðirnir grotna niður vegna álags

Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir vanhugsað að veita ferðamönnum sérstakan afslátt af neyslusköttum, nú þegar ferðaþjónustan er orðin stærsta atvinnugreinin og innviðir eru að gefa eftir vegna álags.

Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, gagnrýndi Samfylkinguna nýlega í viðtali við Viðskiptablaðið og varaði við hugmyndum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustu upp í efra þrep. Kynnisferðir ehf. er í eigu foreldra og frændfólks Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, en fyrsta frumvarpið sem Bjarni lagði fram sem fjármálaráðherra árið 2013 var lagabreyting um að fallið yrði frá áformum fyrri ríkisstjórnar um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Ákvörðunin var umdeild enda hefur atvinnugreinin vaxið gríðarlega undanfarin ár vegna fjölgunar ferðamanna. 

Oddný segir í samtali við Stundina að styrkja þurfi innviði til að ferðaþjónustan megi blómstra áfram sem atvinnugrein. Aðeins þannig muni fjárfestingarnar sem ráðist hefur verið í borga sig til lengri tíma. „Það þarf að halda við vegunum og auka umferðaröryggi um allt land. Það þarf að efla löggæsluna og sjúkraflutninga enda hefur álag margfaldast vegna fjölgunar ferðamanna. Það þarf að efla heilsugæsluna, einkum bráðamóttökur þar sem álagið er mest,“ segir hún og bætir því við að byggja þurfi upp góða aðstöðu á ferðamannastöðum og laða fólk að fleiri stöðum en nú er gert.

„Almennt þrep virðisaukaskatts er 24%. Allt sem stjórnvöld telja réttlætanlegt að gefa undanþágu frá almenna þrepinu er með 11% eða 0% virðisaukaskatti. Undanþága er til að mynda á matvæli því það er allra hagur. Bókaþjóðin setur bækur í undaþáguþrepið og orkusölu og það er skiljanlegt. Og svo fá þeir ferðamenn líka afslátt sem versla sér gistingu á Íslandi, kaupa sér afþreyingu og far með rútum eins og Kynnisferðir reka. Þann afslátt mátti réttlæta þegar að við vildum með honum laða fleiri ferðamenn til landsins,“ segir Oddný. 

„Nú þegar að ferðaþjónustan er orðin stærsta atvinnugreinin og innviðir að gefa eftir vegna álags þá er ómögulegt að réttlæta afslátt af neyslusköttum 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár