Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Öllum í samfélaginu þarf að þykja mikilvægt að börn á Íslandi búi ekki við fátækt“

Gera má ráð fyr­ir að rúm­lega 6.100 börn á Ís­landi líði efn­is­leg­an skort. Mynd­band Ör­yrkja­banda­lags­ins, sem gert er af til­efni verka­lýðs­dags­ins, varp­ar ljósi á fá­tækt barna.

„Öllum í samfélaginu þarf að þykja mikilvægt að börn á Íslandi búi ekki við fátækt“

„Öllum í samfélaginu þarf að þykja mikilvægt að börn á Íslandi búi ekki við fátækt. Öllum í samfélaginu þarf að þykja mikilvægt að hver og ein manneskja skiptir máli og hún á rétt á fæði, klæði og húsnæði og hún á rétt á samfélagsþáttöku til jafns við aðra,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í samtali við Stundina, en Öryrkjabandalagið birti í gær myndband þar sem vakin er athygli á því að 6.100 börn á Íslandi líða skort á fæði, klæði og húsnæði. Sum þeirra eiga einungis eitt skópar sem passar. Myndbandið varpar ljósi á þá staðreynd, en þar er fylgt á eftir barni sem leikur sér, spilar fótbolta og fer í afmælisveislu, allt í sömu stígvélunum. 

Tölurnar sem stuðst er við í myndbandinu eru upp úr nýlegri skýrslu UNICEF en þar segir meðal annars að gera megi ráð fyrir að rúmlega 6.100 börn á aldrinum 1-15 ára líði efnislegan skort hér á landi. Þar af líða tæplega 1.600 börn verulegan skort. „Þetta er auðvitað vegna þess að foreldrar eða forráðamenn hafa ekki framfærslu sem dugar, og það bitnar á börnunum,“ segir Ellen. „Þegar við tölum um barnafátækt þá erum við að tala um fátæka foreldra. Við vitum það sem erum foreldrar að maður lætur barnið sitt alltaf ganga fyrir, þannig þú getur ímyndað þér hvernig ástandið er hjá foreldrunum sjálfum.“

Dulin fátækt barna

Ellen Calmon
Ellen Calmon

Ellen talar einnig um dulda fátækt barna. „Í þeim tilfellum eru foreldrarnir mjög fátækir, en börnin skortir í sjálfu sér ekki neitt af því stórfjölskyldan, vinir og ættingjar gefa foreldrunum ölmusu. Amman kaupir kannski alltaf skóna og kaupir þá jafnvel fyrir móðurina svo hún geti síðan gefið barninu. Frændinn að vestan setur síðan fisk í frystinn. Þetta er óheilbrigt í íslensku samfélagi. Í norrænu velferðarkerfi er kerfið hugsað sem fyrsti aðstandandi. Þú átt ekki að þurfa að reiða þig á fjölskyldu og vini, því þessu fylgir mikið valdleysi. Þú verður til dæmis alltaf að vera mjög kurteis við leiðinlega frændann, því þú veist að hann gefur þér fisk. Þessi dulda fátækt kemur hins vegar hvergi fram í tölunum,“ segir Ellen. 

„Mér fyndist óeðlilegt ef það fá ekki allir vont í hjartað við að vita af börnum sem líða skort á Íslandi.“

Hún leggur áherslu á að hver og einn eigi rétt á að hafa þannig fjárhag að hann geti tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra og verið óháður öðrum. Á meðan svo er ekki, til dæmis vegna þess að örorkulífeyrir og lægstu laun eru of lág, verði alltaf til börn sem líði fyrir fátækt foreldra sinna. „Barnafjölskyldum er lítið hjálpað á Íslandi. Samkvæmt fjárlögum eiga meðallaun í landinu árið 2016 að vera 600 þúsund, en örorkulífeyrisþegar eru yfirleitt með útborgað undir 200 þúsund krónur. Börn eru það viðkvæmasta og mikilvægasta í samfélaginu. Þau eru framtíðin. Við verðum að byggja vel undir þau. Mér fyndist óeðlilegt ef það fá ekki allir vont í hjartað við að vita af börnum sem líða skort á Íslandi,“ segir Ellen. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár