Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Öllum í samfélaginu þarf að þykja mikilvægt að börn á Íslandi búi ekki við fátækt“

Gera má ráð fyr­ir að rúm­lega 6.100 börn á Ís­landi líði efn­is­leg­an skort. Mynd­band Ör­yrkja­banda­lags­ins, sem gert er af til­efni verka­lýðs­dags­ins, varp­ar ljósi á fá­tækt barna.

„Öllum í samfélaginu þarf að þykja mikilvægt að börn á Íslandi búi ekki við fátækt“

„Öllum í samfélaginu þarf að þykja mikilvægt að börn á Íslandi búi ekki við fátækt. Öllum í samfélaginu þarf að þykja mikilvægt að hver og ein manneskja skiptir máli og hún á rétt á fæði, klæði og húsnæði og hún á rétt á samfélagsþáttöku til jafns við aðra,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í samtali við Stundina, en Öryrkjabandalagið birti í gær myndband þar sem vakin er athygli á því að 6.100 börn á Íslandi líða skort á fæði, klæði og húsnæði. Sum þeirra eiga einungis eitt skópar sem passar. Myndbandið varpar ljósi á þá staðreynd, en þar er fylgt á eftir barni sem leikur sér, spilar fótbolta og fer í afmælisveislu, allt í sömu stígvélunum. 

Tölurnar sem stuðst er við í myndbandinu eru upp úr nýlegri skýrslu UNICEF en þar segir meðal annars að gera megi ráð fyrir að rúmlega 6.100 börn á aldrinum 1-15 ára líði efnislegan skort hér á landi. Þar af líða tæplega 1.600 börn verulegan skort. „Þetta er auðvitað vegna þess að foreldrar eða forráðamenn hafa ekki framfærslu sem dugar, og það bitnar á börnunum,“ segir Ellen. „Þegar við tölum um barnafátækt þá erum við að tala um fátæka foreldra. Við vitum það sem erum foreldrar að maður lætur barnið sitt alltaf ganga fyrir, þannig þú getur ímyndað þér hvernig ástandið er hjá foreldrunum sjálfum.“

Dulin fátækt barna

Ellen Calmon
Ellen Calmon

Ellen talar einnig um dulda fátækt barna. „Í þeim tilfellum eru foreldrarnir mjög fátækir, en börnin skortir í sjálfu sér ekki neitt af því stórfjölskyldan, vinir og ættingjar gefa foreldrunum ölmusu. Amman kaupir kannski alltaf skóna og kaupir þá jafnvel fyrir móðurina svo hún geti síðan gefið barninu. Frændinn að vestan setur síðan fisk í frystinn. Þetta er óheilbrigt í íslensku samfélagi. Í norrænu velferðarkerfi er kerfið hugsað sem fyrsti aðstandandi. Þú átt ekki að þurfa að reiða þig á fjölskyldu og vini, því þessu fylgir mikið valdleysi. Þú verður til dæmis alltaf að vera mjög kurteis við leiðinlega frændann, því þú veist að hann gefur þér fisk. Þessi dulda fátækt kemur hins vegar hvergi fram í tölunum,“ segir Ellen. 

„Mér fyndist óeðlilegt ef það fá ekki allir vont í hjartað við að vita af börnum sem líða skort á Íslandi.“

Hún leggur áherslu á að hver og einn eigi rétt á að hafa þannig fjárhag að hann geti tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra og verið óháður öðrum. Á meðan svo er ekki, til dæmis vegna þess að örorkulífeyrir og lægstu laun eru of lág, verði alltaf til börn sem líði fyrir fátækt foreldra sinna. „Barnafjölskyldum er lítið hjálpað á Íslandi. Samkvæmt fjárlögum eiga meðallaun í landinu árið 2016 að vera 600 þúsund, en örorkulífeyrisþegar eru yfirleitt með útborgað undir 200 þúsund krónur. Börn eru það viðkvæmasta og mikilvægasta í samfélaginu. Þau eru framtíðin. Við verðum að byggja vel undir þau. Mér fyndist óeðlilegt ef það fá ekki allir vont í hjartað við að vita af börnum sem líða skort á Íslandi,“ segir Ellen. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
2
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.
Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár