Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Öllum í samfélaginu þarf að þykja mikilvægt að börn á Íslandi búi ekki við fátækt“

Gera má ráð fyr­ir að rúm­lega 6.100 börn á Ís­landi líði efn­is­leg­an skort. Mynd­band Ör­yrkja­banda­lags­ins, sem gert er af til­efni verka­lýðs­dags­ins, varp­ar ljósi á fá­tækt barna.

„Öllum í samfélaginu þarf að þykja mikilvægt að börn á Íslandi búi ekki við fátækt“

„Öllum í samfélaginu þarf að þykja mikilvægt að börn á Íslandi búi ekki við fátækt. Öllum í samfélaginu þarf að þykja mikilvægt að hver og ein manneskja skiptir máli og hún á rétt á fæði, klæði og húsnæði og hún á rétt á samfélagsþáttöku til jafns við aðra,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í samtali við Stundina, en Öryrkjabandalagið birti í gær myndband þar sem vakin er athygli á því að 6.100 börn á Íslandi líða skort á fæði, klæði og húsnæði. Sum þeirra eiga einungis eitt skópar sem passar. Myndbandið varpar ljósi á þá staðreynd, en þar er fylgt á eftir barni sem leikur sér, spilar fótbolta og fer í afmælisveislu, allt í sömu stígvélunum. 

Tölurnar sem stuðst er við í myndbandinu eru upp úr nýlegri skýrslu UNICEF en þar segir meðal annars að gera megi ráð fyrir að rúmlega 6.100 börn á aldrinum 1-15 ára líði efnislegan skort hér á landi. Þar af líða tæplega 1.600 börn verulegan skort. „Þetta er auðvitað vegna þess að foreldrar eða forráðamenn hafa ekki framfærslu sem dugar, og það bitnar á börnunum,“ segir Ellen. „Þegar við tölum um barnafátækt þá erum við að tala um fátæka foreldra. Við vitum það sem erum foreldrar að maður lætur barnið sitt alltaf ganga fyrir, þannig þú getur ímyndað þér hvernig ástandið er hjá foreldrunum sjálfum.“

Dulin fátækt barna

Ellen Calmon
Ellen Calmon

Ellen talar einnig um dulda fátækt barna. „Í þeim tilfellum eru foreldrarnir mjög fátækir, en börnin skortir í sjálfu sér ekki neitt af því stórfjölskyldan, vinir og ættingjar gefa foreldrunum ölmusu. Amman kaupir kannski alltaf skóna og kaupir þá jafnvel fyrir móðurina svo hún geti síðan gefið barninu. Frændinn að vestan setur síðan fisk í frystinn. Þetta er óheilbrigt í íslensku samfélagi. Í norrænu velferðarkerfi er kerfið hugsað sem fyrsti aðstandandi. Þú átt ekki að þurfa að reiða þig á fjölskyldu og vini, því þessu fylgir mikið valdleysi. Þú verður til dæmis alltaf að vera mjög kurteis við leiðinlega frændann, því þú veist að hann gefur þér fisk. Þessi dulda fátækt kemur hins vegar hvergi fram í tölunum,“ segir Ellen. 

„Mér fyndist óeðlilegt ef það fá ekki allir vont í hjartað við að vita af börnum sem líða skort á Íslandi.“

Hún leggur áherslu á að hver og einn eigi rétt á að hafa þannig fjárhag að hann geti tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra og verið óháður öðrum. Á meðan svo er ekki, til dæmis vegna þess að örorkulífeyrir og lægstu laun eru of lág, verði alltaf til börn sem líði fyrir fátækt foreldra sinna. „Barnafjölskyldum er lítið hjálpað á Íslandi. Samkvæmt fjárlögum eiga meðallaun í landinu árið 2016 að vera 600 þúsund, en örorkulífeyrisþegar eru yfirleitt með útborgað undir 200 þúsund krónur. Börn eru það viðkvæmasta og mikilvægasta í samfélaginu. Þau eru framtíðin. Við verðum að byggja vel undir þau. Mér fyndist óeðlilegt ef það fá ekki allir vont í hjartað við að vita af börnum sem líða skort á Íslandi,“ segir Ellen. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár