Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Óljós mörk milli ríkisstarfsmanns og fyrirtækjaeigenda í rannsóknum á börnum

Alm­ar Mið­vík Hall­dórs­son, verk­efn­is­stjóri hjá Náms­mats­stofn­un, er einn eig­andi fyr­ir­tæk­is sem safn­ar, grein­ir og miðl­ar gögn­um um grunn­skóla­börn. Óljós mörk eru á milli starfs hans hjá rík­inu og einka­fyr­ir­tæk­is­ins.

Óljós mörk milli ríkisstarfsmanns og fyrirtækjaeigenda í rannsóknum á börnum

Almar Miðvík Halldórsson, verkefnisstjóri hjá Námsmatsstofnun, er einn eigandi félagsins Vísar rannsóknir ehf. sem rekur meðal annars Skólapúlsinn.

Samkvæmt heimasíðu félagsins er það „rannsóknarfyrirtæki sem býður upp á sérhæfða söfnun, greiningu og miðlun gagna.“ Persónuvernd gerði athugasemdir við upplýsingasöfnun félagsins árið 2010. Óskýr mörk eru milli fyrirtækjarekstur Almars og starfs hans hjá ríkinu. Almar segir í samtali við Stundina að hann telur fyrirtækjarekstur sinn ekki ósamræmanlegan við starf sitt hjá ríkinu.  

Þriðjungs eigandi

Almar á þriðjungshlut í félaginu og var skráður framkvæmdastjóri í nýjasta ársreikningi félagsins sem er fyrir árið 2013. Á heimasíðu Vísar má sjá starfsmenn félagsins og var Almar þar til nýverið á þeim lista. Almar var fjarlægður af þeim lista eftir bloggfærslu Ragnars Þórs Péturssonar um málið síðastliðinn miðvikudag. Almar er enn fremur ábyrgðaraðili félagsins hjá Ríkisskattstjóra. Auk þessa er Almar starfsmaður Námsmatsstofnun og er hann sagður á heimasíðu bera ábyrgð á alþjóðlegum rannsóknum. Almar er þó iðulega kynntur sem verkefnisstjóri PISA hjá stofnuninni. Námsmatsstofnun er stofnun sem heyrir stjórnarfarslega undir menntamálaráðherra.

Heimsíða Skólapúlsins fyrir breytingu
Heimsíða Skólapúlsins fyrir breytingu Hér má sjá skjáskot af vefsafni Landsbókasafns Íslands frá 1. nóvember síðastliðnum. Almar var fjarlægður í síðustu viku af listanum.
 

Almar segir að hann hafi hætt störfum hjá fyrirtæki sínu um áramótin, hann sé ekki lengur á launaskrá. Hann segir að hann hafi verið fjarlægður af vefsíðunni að beiðni forstöðumanns Námsmatsstofnunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár