Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Óljós mörk milli ríkisstarfsmanns og fyrirtækjaeigenda í rannsóknum á börnum

Alm­ar Mið­vík Hall­dórs­son, verk­efn­is­stjóri hjá Náms­mats­stofn­un, er einn eig­andi fyr­ir­tæk­is sem safn­ar, grein­ir og miðl­ar gögn­um um grunn­skóla­börn. Óljós mörk eru á milli starfs hans hjá rík­inu og einka­fyr­ir­tæk­is­ins.

Óljós mörk milli ríkisstarfsmanns og fyrirtækjaeigenda í rannsóknum á börnum

Almar Miðvík Halldórsson, verkefnisstjóri hjá Námsmatsstofnun, er einn eigandi félagsins Vísar rannsóknir ehf. sem rekur meðal annars Skólapúlsinn.

Samkvæmt heimasíðu félagsins er það „rannsóknarfyrirtæki sem býður upp á sérhæfða söfnun, greiningu og miðlun gagna.“ Persónuvernd gerði athugasemdir við upplýsingasöfnun félagsins árið 2010. Óskýr mörk eru milli fyrirtækjarekstur Almars og starfs hans hjá ríkinu. Almar segir í samtali við Stundina að hann telur fyrirtækjarekstur sinn ekki ósamræmanlegan við starf sitt hjá ríkinu.  

Þriðjungs eigandi

Almar á þriðjungshlut í félaginu og var skráður framkvæmdastjóri í nýjasta ársreikningi félagsins sem er fyrir árið 2013. Á heimasíðu Vísar má sjá starfsmenn félagsins og var Almar þar til nýverið á þeim lista. Almar var fjarlægður af þeim lista eftir bloggfærslu Ragnars Þórs Péturssonar um málið síðastliðinn miðvikudag. Almar er enn fremur ábyrgðaraðili félagsins hjá Ríkisskattstjóra. Auk þessa er Almar starfsmaður Námsmatsstofnun og er hann sagður á heimasíðu bera ábyrgð á alþjóðlegum rannsóknum. Almar er þó iðulega kynntur sem verkefnisstjóri PISA hjá stofnuninni. Námsmatsstofnun er stofnun sem heyrir stjórnarfarslega undir menntamálaráðherra.

Heimsíða Skólapúlsins fyrir breytingu
Heimsíða Skólapúlsins fyrir breytingu Hér má sjá skjáskot af vefsafni Landsbókasafns Íslands frá 1. nóvember síðastliðnum. Almar var fjarlægður í síðustu viku af listanum.
 

Almar segir að hann hafi hætt störfum hjá fyrirtæki sínu um áramótin, hann sé ekki lengur á launaskrá. Hann segir að hann hafi verið fjarlægður af vefsíðunni að beiðni forstöðumanns Námsmatsstofnunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár