Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Óljós mörk milli ríkisstarfsmanns og fyrirtækjaeigenda í rannsóknum á börnum

Alm­ar Mið­vík Hall­dórs­son, verk­efn­is­stjóri hjá Náms­mats­stofn­un, er einn eig­andi fyr­ir­tæk­is sem safn­ar, grein­ir og miðl­ar gögn­um um grunn­skóla­börn. Óljós mörk eru á milli starfs hans hjá rík­inu og einka­fyr­ir­tæk­is­ins.

Óljós mörk milli ríkisstarfsmanns og fyrirtækjaeigenda í rannsóknum á börnum

Almar Miðvík Halldórsson, verkefnisstjóri hjá Námsmatsstofnun, er einn eigandi félagsins Vísar rannsóknir ehf. sem rekur meðal annars Skólapúlsinn.

Samkvæmt heimasíðu félagsins er það „rannsóknarfyrirtæki sem býður upp á sérhæfða söfnun, greiningu og miðlun gagna.“ Persónuvernd gerði athugasemdir við upplýsingasöfnun félagsins árið 2010. Óskýr mörk eru milli fyrirtækjarekstur Almars og starfs hans hjá ríkinu. Almar segir í samtali við Stundina að hann telur fyrirtækjarekstur sinn ekki ósamræmanlegan við starf sitt hjá ríkinu.  

Þriðjungs eigandi

Almar á þriðjungshlut í félaginu og var skráður framkvæmdastjóri í nýjasta ársreikningi félagsins sem er fyrir árið 2013. Á heimasíðu Vísar má sjá starfsmenn félagsins og var Almar þar til nýverið á þeim lista. Almar var fjarlægður af þeim lista eftir bloggfærslu Ragnars Þórs Péturssonar um málið síðastliðinn miðvikudag. Almar er enn fremur ábyrgðaraðili félagsins hjá Ríkisskattstjóra. Auk þessa er Almar starfsmaður Námsmatsstofnun og er hann sagður á heimasíðu bera ábyrgð á alþjóðlegum rannsóknum. Almar er þó iðulega kynntur sem verkefnisstjóri PISA hjá stofnuninni. Námsmatsstofnun er stofnun sem heyrir stjórnarfarslega undir menntamálaráðherra.

Heimsíða Skólapúlsins fyrir breytingu
Heimsíða Skólapúlsins fyrir breytingu Hér má sjá skjáskot af vefsafni Landsbókasafns Íslands frá 1. nóvember síðastliðnum. Almar var fjarlægður í síðustu viku af listanum.
 

Almar segir að hann hafi hætt störfum hjá fyrirtæki sínu um áramótin, hann sé ekki lengur á launaskrá. Hann segir að hann hafi verið fjarlægður af vefsíðunni að beiðni forstöðumanns Námsmatsstofnunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár