Ölgerðin hefur fjarlægt auglýsingaskilti fyrir Egils Grape drykkinn eftir að hafa borist athugasemdir um að skiltin sendu dulbúin eða tvíræð skilaboð. Á auglýsingaskiltunum hefur verið sett X yfir stafinn G í nafni Grape svo úr verður orðið X-rape, en eins og flestir vita þýðir orðið rape nauðgun á ensku. Fyrir neðan stendur stórum stöfum „Hef ekkert betra að gera“. Þá töldu einhverjir að með því að nota mótmælaskilti í herferðinni væri augljóslega verið að vísa í Druslugönguna þar sem nauðgunarmenningu hefur verið mótmælt, meðal annars með beittum mótmælaskiltum.
Sigurður Valur Sigurðsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni, segir auglýsingaherferðina ekki hafa neina skírskotun í Druslugönguna, eða það sem hún stendur fyrir, og að honum þyki afar miður ef einhver upplifir hana með þeim hætti. „Skiltið átti að sýna illa gert „X-Grape“ sem vísar í „setjið X við Grape í forsetakosningunum“. Það að
Athugasemdir