Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ökklabrotinn af bardagakappa í steggjun hjá Mjölni

Lár­us Ósk­ars­son var ökkla­brot­inn í steggj­un og þurfti að fresta brúð­kaupi sínu. Að sögn Lárus­ar tók Árni „The Icevik­ing“ Ísaks­son fellu á sér. Lár­us hef­ur höfð­að skaða­bóta­mál gegn Mjölni og Árna.

Ökklabrotinn af bardagakappa í steggjun hjá Mjölni
Skjáskot Skjáskot af bardaga Árna Ísakssonar við Wayne Murrie árið 2012. Bardagann allan má sjá hér fyrir neðan.

Lárus Óskarsson fasteignasali var brotinn á ökkla í steggjun sinni  af Árna „The Iceviking“ Ísakssyni. Hann hefur stefnt bæði Mjölni, þar sem atvikið átti sér stað, og Árna sjálfum og fer fram á skaðabætur.

Lárus segir í samtali við Stundina að ökklabrotið hafi haft í för með sér umtalsverðan miska fyrir sig. Brúðkaupinu þurfti að fresta og var Lárus frá vinnu í nærri þrjá mánuði. Hann segist enn ekki búinn að ná sér eftir brotið en atvikið átti sér stað í lok síðastliðins ágústmánaðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur næstkomandi föstudag. „Þetta var snemma í dagskránni svo það er ekki eins og maður hafi verið ofurölvi,“ segir Lárus.

„Innan tveggja mínúta frá því að ég fór inn í hringinn var hann búinn að brjóta á mér löppina.“

Beinbrotinn á innan við tveimur mínútum

Lárus segir að ferð í Mjölni hafi verið eitt það fyrsta á dagskrá í steggjuninni. Hann hafi þó ekkert vitað þar sem steggjunin var óvissuferð líkt og gengur og gerist. „Þar í Mjölni tekur á móti okkur einhver starfsmaður hjá Mjölni sem fer með mig í hringinn. Innan tveggja mínúta frá því að ég fór inn í hringinn var hann búinn að brjóta á mér löppina. Það var ökklinn sem brotnaði. Þetta var mjög slæmt brot, ég er með plötu í löppinni með fjórum skrúfum. Svo er ég líka með tvo nagla í löppinni. Hann tók einhverja fellu á mig þannig að það snerist illa upp á fótinn, sem margbrotnaði,“ segir Lárus. Hann segir að beinbrotið hafi verið verulega sársaukafullt.

Með þeim betri á Íslandi í MMA

Ekki náðist í Árna Ísaksson við vinnslu fréttar. Árni er utan Gunnars Nelson meðal bestu Íslendinga í MMA, eða blönduðum bardagalistum. Hann var enn fremur Íslandsmeistari í ólympsku boxi árið 2009. Hann er meðal kennara í Mjölni samkvæmt heimasíðu félagsins.

„Fyrir mér er þetta algjörlega fráleitt mál“

Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, vildi sem minnst tjá sig um málið í samtali við Stundina. „Við lítum svo á að við höfum ekki aðkomu að málinu. Þarna er um að ræða stráka sem koma og biðja um að fá einhvern til að steggja sig. Við höfum aldrei verið með svona steggjarnir á okkar vegum. Þeir koma og leigja salinn af okkur. Fyrir mér er þetta algjörlega fráleitt mál,“ segir Haraldur.

Lárus og eiginkona hans
Lárus og eiginkona hans Lárus ætlaði að gifta sig í september en þurfti að fresta því fram í nóvember vegna fótbrotsins.

Þurfti að blása af brúðkaupið

Lárus segir að ökklabrotið haft í för með sér talsverðan miska. „Ég var frá vinnu heillengi, tvo eða tvo og hálfan mánuð. Maður gat náttúrlega lítið hreyft sig. Ég átti að gifta mig 13. september og þetta gerist 27. ágúst, minnir mig. Það þurfti að blása það allt af og endurskipuleggja,“ segir Lárus. Hann segir að brúðkaupið hafi verið búið að skipuleggja í þaula á þessum tímapunkti. „Það var búið að eyða alveg gríðarlega miklu púðri í þetta. Konan mín er fædd og uppalin í Svíþjóð þannig að það var fólk að koma þaðan sem var búið að bóka flug. Við höfðum fengið veislustjóra og tónlistaratriði, og allt þetta,“ segir Lárus. Hann og kona hans giftu sig þó að lokum í nóvember.

„Ég að láta hengja mig fyrir eitthvað myndband“

Lárus gagnrýnir viðbrögð Árna strax í kjölfar þess að hann var tekinn niður. „Eftir á að hyggja er ég mjög ósáttur við þetta því þetta er kennari þarna hjá Mjölni sem brýtur á mér löppina. Þegar ég fell þarna niður þá segi ég við hann að hann hafi brotið á mér löppina. Hann var sjokkeraður, því þetta er örugglega góður drengur, en það var röð hluta þarna sem manni finnst mjög skrítin. Hann spyr strákanna sem voru með mér hvort að þeir vilji það ekki á myndbandi þegar hann er að hengja mig. Ég er þarna í einhverju sjokki og veit ekkert hvað ég á að gera, hvort ég sé fótbrotinn eða hvað, þá er ég að láta hengja mig fyrir eitthvað myndband,“ segir Lárus. Með öðrum orðum þá tók Árni Lárus í hálstak eftir að hann var búinn að brjóta á sér fótinn og lét hann gefast upp. „Dagskráin hélt bara áfram,“ segir Lárus.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár