Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Oddviti sjálfstæðismanna segir kjósendur ekki vita hverjir eru í borgarstjórn

Hall­dór Hall­dórs­son, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, tel­ur kjós­end­ur mis­skilja stöð­una. Þeir viti ekki hverj­ir séu í meiri­hluta í borg­ar­stjórn. Könn­un sýn­ir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn nær ekki að auka fylgi sitt og meiri­hlut­inn haldi velli.

Oddviti sjálfstæðismanna segir kjósendur ekki vita hverjir eru í borgarstjórn
Halldór Halldórsson Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur kjósendur misskilja stöðuna. Mynd: Pressphotos

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur að kjósendur í Reykjavík viti ekki hvaða flokkar séu í borgarstjórnarmeirihlutanum. Þetta er skýring Halldórs á niðurstöðum skoðunarkönnunar, sem sýnir að borgarstjórnarmeirihlutinn héldi velli, ef kosið væri nú, og Sjálfstæðisflokkur næði ekki að auka fylgi sitt.

Í könnuninni, sem gerð var af Gallup fyrir Viðskiptablaðið, kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 26,8 prósent fylgi ef kosið væri nú, en hann fékk 25,7 prósent í sveitarstjórnarkosningunum 2014.

Í viðtali við Halldór í Viðskiptablaðinu segir Halldór að hann „telji fólk ekki gera sér neina grein fyrir því hvaða flokkar eru í meirihlutanum í Reykjavík“: „Það er kannski einhver sem hugsar að hann sé brjálaður út í  Dag, borgarstjóra, og „Holu-Hjálmar,“ sami einstaklingur segir að götur í Reykjavík séu fullar af holum. Í kjölfarið telur fólk að þeir verði ekki kosnir. Svo er hringt frá fyrirtæki sem er að gera skoðanakönnun og þá segist fólk ætla að kjósa VG eða Pírata. En það eru einmitt þeir flokkar sem mynda þennan meirihluta.“

Þá segir Halldór að fólk virðist taka afstöðu líkt og um könnun á landsvísu væri að ræða, þar sem vinstri grænir hljóti 20 prósent fylgi sem sé svipað og í nýjustu könnun á landsvísu. „Ég held að það séu Katrínar Jakobs-áhrifin. Með fullri virðingu fyrir Líf Magneudóttur, sem er alveg ágæt.“

Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar fengi borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata samtals 61,4 prósent, en fengu 61,7 prósent í kosningunum 2014.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
ÚttektSveitarstjórnarkosningar 2018

Laun ís­lenskra bæj­ar­stjóra hærri en í er­lend­um stór­borg­um

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu