Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Oddviti sjálfstæðismanna segir kjósendur ekki vita hverjir eru í borgarstjórn

Hall­dór Hall­dórs­son, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, tel­ur kjós­end­ur mis­skilja stöð­una. Þeir viti ekki hverj­ir séu í meiri­hluta í borg­ar­stjórn. Könn­un sýn­ir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn nær ekki að auka fylgi sitt og meiri­hlut­inn haldi velli.

Oddviti sjálfstæðismanna segir kjósendur ekki vita hverjir eru í borgarstjórn
Halldór Halldórsson Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur kjósendur misskilja stöðuna. Mynd: Pressphotos

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur að kjósendur í Reykjavík viti ekki hvaða flokkar séu í borgarstjórnarmeirihlutanum. Þetta er skýring Halldórs á niðurstöðum skoðunarkönnunar, sem sýnir að borgarstjórnarmeirihlutinn héldi velli, ef kosið væri nú, og Sjálfstæðisflokkur næði ekki að auka fylgi sitt.

Í könnuninni, sem gerð var af Gallup fyrir Viðskiptablaðið, kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 26,8 prósent fylgi ef kosið væri nú, en hann fékk 25,7 prósent í sveitarstjórnarkosningunum 2014.

Í viðtali við Halldór í Viðskiptablaðinu segir Halldór að hann „telji fólk ekki gera sér neina grein fyrir því hvaða flokkar eru í meirihlutanum í Reykjavík“: „Það er kannski einhver sem hugsar að hann sé brjálaður út í  Dag, borgarstjóra, og „Holu-Hjálmar,“ sami einstaklingur segir að götur í Reykjavík séu fullar af holum. Í kjölfarið telur fólk að þeir verði ekki kosnir. Svo er hringt frá fyrirtæki sem er að gera skoðanakönnun og þá segist fólk ætla að kjósa VG eða Pírata. En það eru einmitt þeir flokkar sem mynda þennan meirihluta.“

Þá segir Halldór að fólk virðist taka afstöðu líkt og um könnun á landsvísu væri að ræða, þar sem vinstri grænir hljóti 20 prósent fylgi sem sé svipað og í nýjustu könnun á landsvísu. „Ég held að það séu Katrínar Jakobs-áhrifin. Með fullri virðingu fyrir Líf Magneudóttur, sem er alveg ágæt.“

Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar fengi borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata samtals 61,4 prósent, en fengu 61,7 prósent í kosningunum 2014.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
ÚttektSveitarstjórnarkosningar 2018

Laun ís­lenskra bæj­ar­stjóra hærri en í er­lend­um stór­borg­um

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár