Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nýtt ár, nýtt Þýskaland?

Nýja ár­ið hófst með fregn­um af for­dæma­laus­um árás­um og kyn­ferð­isof­beldi gagn­vart hundruð kvenna í mið­borg Köln­ar. Flest­ir árás­ar­mann­anna voru inn­flytj­end­ur og ein­hverj­ir þeirra hæl­is­leit­end­ur. Árás­irn­ar nærðu hat­ur og heift gagn­vart út­lend­ing­um í Þýskalandi. Í kjöl­far­ið var stefnu stjórn­valda mót­mælt, auk þess sem gengi nýnas­ista og hægri öfga­manna réð­ust á inn­flytj­end­ur.

Árið 2016 byrjaði með háværum hvelli og drunurnar óma enn. Andrúmsloftið í Þýskalandi var eldfimt fyrir en margir óttast að árásirnar í Köln hafi verið sem olía á eld hægri öfgamanna sem vex nú ásmegin. Dæmi eru um að innflytjendur verði fyrir árásum á götum úti og verslanir þeirra lagðar í rúst. Nær þriðjungur Þjóðverja óttast nú að fjöldi flóttamanna í landinu sé orðinn of mikill.

Nýja árið hófst með fregnum af fordæmalausum árásum og kynferðisofbeldi gagnvart hundruð kvenna í miðborg Kölnar. Flestir árásarmannanna voru innflytjendur, margir frá Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum og einhverjir þeirra hælisleitendur. Daglega birtast fréttir af fjölda fórnarlamba sem hafa tilkynnt um þjófnað eða ofbeldi í kringum aðallestarstöð borgarinnar á nýársnótt og er talan komin nærri 700 þegar þetta er skrifað. Þar af eru yfir 300 tilkynningar um kynferðislegt áreiti og/eða ofbeldi.

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Dagblaðið Süddeutsche Zeitung birti teikningu á forsíðu helgarútgáfu sinnar þar sem sjá mátti svarta hendi teygja sig upp á milli hvítra kvenkyns leggja. Á forsíðu tímaritsins Focus mátti sjá nakta konu útataða í svörtum handaförum. Skilaboðin eru þau að óhreinar krumlur innflytjenda ógni frelsi þýskra kvenna. Áhrifin eru þau að sífellt fleiri óttast um öryggi sitt. Nýjustu fregnir herma að sala á rafbyssum og piparúða hafi aldrei verið meiri. Þessi ótti nærir einnig hatur og heift. Nýnasistar í Köln fóru nýlega á „mannaveiðar“ í miðborginni og lúskruðu á innflytjendum í þeim tilgangi að „hreinsa staðinn“. 200 grímuklæddir hægri öfgamenn kveiktu í bílum og brutu rúður veitingastaða innflytjenda á mótmælum Pegida-samtakanna í Leipzig.

Nýleg skoðanakönnun sýnir að stuðningur Þjóðverja við stefnu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um að opna dyrnar fyrir flóttafólki fer dvínandi. Merkel hefur brugðist harkalega við árásunum og meðal annars lýst yfir stuðningi við lagafrumvarp sem kveður á um að vísa megi hælisleitendum sem gerast brotlegir við lög þegar í stað úr landi. „Núna allt í einu erum við að horfast í augu við þá þraut að flóttafólk er að koma til Evrópu og við erum berskjölduð, eins og við sjáum, vegna þess að við höfum ekki enn náð reglunni, stjórninni, sem við myndum vilja hafa,“ sagði Merkel nýlega í ljósti nýjustu fregna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár