Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nýr formaður efnahags- og viðskiptanefndar styrktur af félagi sem kemur fyrir í Panamaskjölunum

Einn af fimm styrktarað­il­um Óla Björns Kára­son­ar er fyr­ir­tæki sem átti hlut í af­l­ands­fé­lagi á Bresku Jóm­frúareyj­un­um. Efna­hags- og við­skipta­nefnd Al­þing­is hef­ur fjall­að um mál­efni skatta­skjóla og laga­breyt­ing­ar til að sporna gegn af­l­ands­starf­semi Ís­lend­inga.

Nýr formaður efnahags- og viðskiptanefndar styrktur af félagi sem kemur fyrir í Panamaskjölunum

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nýkjörinn formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, þáði styrk frá fyrirtæki sem kemur fyrir í Panamaskjölunum og átti hlut í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúareyjunum á árunum 2007 til 2010. 

Frá því að fjallað var um Panamaskjölin síðasta vor hefur efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis átt aðkomu að þverpólitískri vinnu er lýtur að aflandsstarfsemi og skattaundanskotum. Þannig var til dæmis fyrrverandi formanni nefndarinnar, Frosta Sigurjónssyni, falið að „skera upp herör gegn skattaskjólum“ en nefndin fundaði með fulltrúum skattrannsóknarstjóra, ríkisskattstjóra og Seðlabankans og skilaði í kjölfarið skýrslu um skattaskjól og mögulegar lagabreytingar til að sporna við starfsemi þeirra.

Formenn og varaformenn allra fastanefnda Alþingis voru kjörnir á Alþingi í síðustu viku og fékk Óli Björn formannssætið í efnahags- og viðskiptanefnd. 

Samkvæmt upplýsingum sem birtust á vef Ríkisendurskoðunar í síðustu viku þáði Óli Björn styrki frá þremur fyrirtækjum og tveimur einstaklingum í prófkjörsbaráttu sinni. Eitt fyrirtækjanna, Sigla ehf, sem styrkti hann um 150 þúsund krónur, kemur fyrir í Panamaskjölunum og var hluthafi í félaginu Petrina Properties Inc. Umrætt félag var stofnað og skráð á Bresku Jómfrúareyjunum árið 2007 með aðstoð lögmannsstofunnar Mossack Fonseca og afskráð árið 2010.

Sigla er, samkvæmt þeim upplýsingum sem fáanlegar eru á Credit info, í eigu Gana ehf, félags Tómasar Kristjánssonar, og er stjórnarformaður félagsins Finnur Reyr Stefánsson. Sigla á 95 prósenta hlut í Klasa fjárfestingu og Heljarklambi hf., 85 prósenta hlut í Klasa ehf og 66,7 prósenta hlut í Draupni-Siglu ehf. Þá á félagið einnig í Senu, Kviku banka, Regin, Skeljungi, Sjóvá-Almennum tryggingum og OZ ehf. 

Sjá einnig:

Spyr hvort útvista megi starfsemi eftirlitsstofnana til einkaaðila

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár