Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nýr formaður efnahags- og viðskiptanefndar styrktur af félagi sem kemur fyrir í Panamaskjölunum

Einn af fimm styrktarað­il­um Óla Björns Kára­son­ar er fyr­ir­tæki sem átti hlut í af­l­ands­fé­lagi á Bresku Jóm­frúareyj­un­um. Efna­hags- og við­skipta­nefnd Al­þing­is hef­ur fjall­að um mál­efni skatta­skjóla og laga­breyt­ing­ar til að sporna gegn af­l­ands­starf­semi Ís­lend­inga.

Nýr formaður efnahags- og viðskiptanefndar styrktur af félagi sem kemur fyrir í Panamaskjölunum

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nýkjörinn formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, þáði styrk frá fyrirtæki sem kemur fyrir í Panamaskjölunum og átti hlut í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúareyjunum á árunum 2007 til 2010. 

Frá því að fjallað var um Panamaskjölin síðasta vor hefur efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis átt aðkomu að þverpólitískri vinnu er lýtur að aflandsstarfsemi og skattaundanskotum. Þannig var til dæmis fyrrverandi formanni nefndarinnar, Frosta Sigurjónssyni, falið að „skera upp herör gegn skattaskjólum“ en nefndin fundaði með fulltrúum skattrannsóknarstjóra, ríkisskattstjóra og Seðlabankans og skilaði í kjölfarið skýrslu um skattaskjól og mögulegar lagabreytingar til að sporna við starfsemi þeirra.

Formenn og varaformenn allra fastanefnda Alþingis voru kjörnir á Alþingi í síðustu viku og fékk Óli Björn formannssætið í efnahags- og viðskiptanefnd. 

Samkvæmt upplýsingum sem birtust á vef Ríkisendurskoðunar í síðustu viku þáði Óli Björn styrki frá þremur fyrirtækjum og tveimur einstaklingum í prófkjörsbaráttu sinni. Eitt fyrirtækjanna, Sigla ehf, sem styrkti hann um 150 þúsund krónur, kemur fyrir í Panamaskjölunum og var hluthafi í félaginu Petrina Properties Inc. Umrætt félag var stofnað og skráð á Bresku Jómfrúareyjunum árið 2007 með aðstoð lögmannsstofunnar Mossack Fonseca og afskráð árið 2010.

Sigla er, samkvæmt þeim upplýsingum sem fáanlegar eru á Credit info, í eigu Gana ehf, félags Tómasar Kristjánssonar, og er stjórnarformaður félagsins Finnur Reyr Stefánsson. Sigla á 95 prósenta hlut í Klasa fjárfestingu og Heljarklambi hf., 85 prósenta hlut í Klasa ehf og 66,7 prósenta hlut í Draupni-Siglu ehf. Þá á félagið einnig í Senu, Kviku banka, Regin, Skeljungi, Sjóvá-Almennum tryggingum og OZ ehf. 

Sjá einnig:

Spyr hvort útvista megi starfsemi eftirlitsstofnana til einkaaðila

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár