Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nýr formaður efnahags- og viðskiptanefndar styrktur af félagi sem kemur fyrir í Panamaskjölunum

Einn af fimm styrktarað­il­um Óla Björns Kára­son­ar er fyr­ir­tæki sem átti hlut í af­l­ands­fé­lagi á Bresku Jóm­frúareyj­un­um. Efna­hags- og við­skipta­nefnd Al­þing­is hef­ur fjall­að um mál­efni skatta­skjóla og laga­breyt­ing­ar til að sporna gegn af­l­ands­starf­semi Ís­lend­inga.

Nýr formaður efnahags- og viðskiptanefndar styrktur af félagi sem kemur fyrir í Panamaskjölunum

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nýkjörinn formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, þáði styrk frá fyrirtæki sem kemur fyrir í Panamaskjölunum og átti hlut í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúareyjunum á árunum 2007 til 2010. 

Frá því að fjallað var um Panamaskjölin síðasta vor hefur efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis átt aðkomu að þverpólitískri vinnu er lýtur að aflandsstarfsemi og skattaundanskotum. Þannig var til dæmis fyrrverandi formanni nefndarinnar, Frosta Sigurjónssyni, falið að „skera upp herör gegn skattaskjólum“ en nefndin fundaði með fulltrúum skattrannsóknarstjóra, ríkisskattstjóra og Seðlabankans og skilaði í kjölfarið skýrslu um skattaskjól og mögulegar lagabreytingar til að sporna við starfsemi þeirra.

Formenn og varaformenn allra fastanefnda Alþingis voru kjörnir á Alþingi í síðustu viku og fékk Óli Björn formannssætið í efnahags- og viðskiptanefnd. 

Samkvæmt upplýsingum sem birtust á vef Ríkisendurskoðunar í síðustu viku þáði Óli Björn styrki frá þremur fyrirtækjum og tveimur einstaklingum í prófkjörsbaráttu sinni. Eitt fyrirtækjanna, Sigla ehf, sem styrkti hann um 150 þúsund krónur, kemur fyrir í Panamaskjölunum og var hluthafi í félaginu Petrina Properties Inc. Umrætt félag var stofnað og skráð á Bresku Jómfrúareyjunum árið 2007 með aðstoð lögmannsstofunnar Mossack Fonseca og afskráð árið 2010.

Sigla er, samkvæmt þeim upplýsingum sem fáanlegar eru á Credit info, í eigu Gana ehf, félags Tómasar Kristjánssonar, og er stjórnarformaður félagsins Finnur Reyr Stefánsson. Sigla á 95 prósenta hlut í Klasa fjárfestingu og Heljarklambi hf., 85 prósenta hlut í Klasa ehf og 66,7 prósenta hlut í Draupni-Siglu ehf. Þá á félagið einnig í Senu, Kviku banka, Regin, Skeljungi, Sjóvá-Almennum tryggingum og OZ ehf. 

Sjá einnig:

Spyr hvort útvista megi starfsemi eftirlitsstofnana til einkaaðila

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár