Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni Benediktsson telur Stjórnarráðið ekki nægilega öruggan fundarstað

Bú­ast má við vopn­uð­um sér­sveit­ar­mönn­um á fjöl­menn­um manna­mót­um út sumar­ið vegna ótta yf­ir­valda við hryðju­verk á Ís­landi. Engu að síð­ur hef­ur hættumat vegna hryðju­verka ekki hækk­að. Ný­stofn­að Þjóðarör­ygg­is­ráð Ís­lands, sem Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra stýr­ir, fund­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli vegna ótta við hryðju­verk.

Bjarni Benediktsson telur Stjórnarráðið ekki nægilega öruggan fundarstað
Bjarni Benediktsson Er formaður Þjóðaröryggisráðs og boðar fundi og fundarstaði. Mynd: Pressphotos

Stjórnmálamenn funda nú með ríkislögreglustjóra á „öruggum stað“ vegna meintrar hryðjuverkaógnar á Íslandi, í kjölfar þess að stefnubreyting hefur orðið í viðbúnaði lögreglu án þess að umræða hafi átt sér stað. 

Samkvæmt orðum aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra er Stjórnarráðið ekki metið nægilega öruggur staður fyrir fund ráðsins.

Þjóðaröryggisráð Íslands, sem stofnað var samkvæmt nýjum lögum frá því í september í fyrra, fundar nú á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt lögum sem tóku gildi 22. september í fyrra fékk forsætisráðherra það hlutverk að „boða til fundar þjóðaröryggisráðs ef þeir atburðir hafa orðið eða eru yfirvofandi sem ætla má að hafi áhrif á þjóðaröryggi“.

Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, Svanhildur Hólm Valsdóttir, segir valið á fundarstaðnum ráðast af því að „dagskrá fundarins kalli á að fundarstaðurinn uppfylli nauðsynlegar öryggiskröfur,“ samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins. 

Þjóðaröryggisráðið fundaði fyrst 22. maí síðastliðinn og var ekki talin þörf á að hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka í kjölfar árásar í Manchester. Lögum samkvæmt þarf ráðið einungis að funda fjórum sinnum á ári, nema eitthvað gefi tilefni til annars. Ekki hafði orðið opinber umræðu um stefnumörkun í öryggismálum þegar ákveðið var að staðsetja vopnaða sérsveitarmenn meðal mannfjöldans á hátíðinni Color Run í miðborg Reykjavíkur um helgina. Lögreglan hefur boðað að vopnaðir sérsveitarmenn verði staðsettir á fjölmennum mannamótum út sumarið, þótt hvert tilfelli verði metið sérstaklega. Engu að síður hafi viðbúnaðarstig eða hættumat fyrir Ísland hefur ekki verið hækkað, samkvæmt orðum Jóns F. Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra. „Það er enn í meðallagi,“ sagði hann við Rúv.

StjórnarráðiðForsætisráðuneytið útvegar fundarstað fyrir þjóðaröryggisráð, en að þessu sinni var ákveðið að halda fund á Keflavíkurflugvelli af ótta við hryðjuverk.

Viðbúnaðarstig ekki hækkað, en meiri viðbúnaður

Undanfarið hefur lögregla gripið til aðgerða sem tengdar hafa verið við hryðjuverkaógn, en engu að síður hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka ekki verið hækkað frá því árið 2015, þegar árásir voru gerðar í París. 

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði í samtali við Rúv 23. maí, eftir hryðjuverkaárás í Manchester, að sérfræðingar ríkislögreglustjóra hefðu komist að þeirri niðurstöðu að „ekki [væri] ástæða til að hækka viðbúnað íslensku lögreglunnar, en hafa allan vara á.“

Með stofnun þjóðaröryggisráðs var skapaður formlegur samráðsvettvangur fyrir stjórnmálaleiðtoga og forsvarsmönnum lögreglunnar og landhelgisgæslunnar, en með honum var formgert að forsætisráðherra boðar þessa aðila á sinn fund þegar honum þykir tilefni til.

Í þjóðaröryggisráðinu sitja Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, þrír ráðuneytisstjórar ráðuneytanna, Haraldur ríkislögreglustsjóri, Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fulltrúi Landsbjargar og svo tveir þingmenn, annar úr minnihluta og hinn meirihluta.

Öruggur staðurBjarni Benediktsson forsætisráðherra gengur inn í öruggan fundarstað á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann hefur stefnt saman þjóðaröryggisráði. Ríkisútvarpið birtir myndina á vef sínum.

Bjarni æðsti yfirmaður öryggismála

Með lögum um þjóðaröryggisráð hefur forsætisráðherra þá valdheimild að skylda hvern sem er á fund ráðsins. „Embættismönnum og öðrum starfsmönnum ráðuneyta og opinberra stofnana og hlutafélaga, sem og einstaklingum og fulltrúum lögaðila, er skylt að mæta á fundi þjóðaröryggisráðs, sé þess óskað.“

Bjarni velur því bæði fundarstað, fundartíma og fundargesti. Ríkisstjórn Íslands fundar samkvæmt reglum um starfshætti í Stjórnarráðinu eða Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, en í afstöðu Bjarna nú felst að hann telji hvorugan fundarstaðinn nægilega öruggan að þessu sinni. Í lögum um þjóðaröryggisráð kemur fram að forsætisráðuneytið veiti „ráðinu alla nauðsynlega starfsaðstöðu og aðstoð við störf þess“. 

Eitt af verkefnum þjóðaröryggisráðsins er að stuðla að umræðu og upplýsingagjöf um öryggismál. „Þjóðaröryggisráð skal í samvinnu við háskólasamfélagið, hugveitur og fjölmiðla beita sér fyrir opinni og lýðræðislegri umræðu um þjóðaröryggismál og eflingu fræðslu og upplýsingagjöf um þau mál,“  segir í fjórðu grein laga um þjóðaröryggisráð.

Ráðið hefur hins vegar ekki skyldu að greina Alþingi frá störfum sínum oftar en einu sinni á ári. 

Nokkrir úr stjórnarandstsöðunni hafa gagnrýnt harðlega að vopnaðir sérsveitarmenn hafi verið staðsettir í mannfjölda við Color Run í miðborg Reykjavíkur um helgina, á grundvelli þess að slíkt skerði öryggistilfinningu borgaranna og að sýnileikinn sem slíkur sé ekki líklegur til árangurs gegn mögulegum hryðjuverkum. Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna, ætlaði að taka vopnaburðinn upp á fundi þjóðaröryggisráðsins í dag. „Ég held að þetta slái mig nú eins og bara flesta Íslendinga frekar óþægilega, sérstaklega í ljósi þess að það var ekki varað við þessu fyrirfram með neinum hætti eða upplýst um að viðbúnaðarstig hefði verið aukið. Ég held að það skipti máli í svona málum að það ríki ákveðið gagnsæi um það þegar svona ákvarðanir eru teknar þannig að fólk hafi meiri upplýsingar. Við þekkjum það vel víða erlendis frá að þar eru gefnar upplýsingar um það þegar einhver ástæða er talin til svona ákvarðana og ég held að það skipti máli fyrir venjulegt fólk að vita meira en minna,“ sagði Katrín í samtali við Rúv um málið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár