Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjarni Benediktsson telur Stjórnarráðið ekki nægilega öruggan fundarstað

Bú­ast má við vopn­uð­um sér­sveit­ar­mönn­um á fjöl­menn­um manna­mót­um út sumar­ið vegna ótta yf­ir­valda við hryðju­verk á Ís­landi. Engu að síð­ur hef­ur hættumat vegna hryðju­verka ekki hækk­að. Ný­stofn­að Þjóðarör­ygg­is­ráð Ís­lands, sem Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra stýr­ir, fund­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli vegna ótta við hryðju­verk.

Bjarni Benediktsson telur Stjórnarráðið ekki nægilega öruggan fundarstað
Bjarni Benediktsson Er formaður Þjóðaröryggisráðs og boðar fundi og fundarstaði. Mynd: Pressphotos

Stjórnmálamenn funda nú með ríkislögreglustjóra á „öruggum stað“ vegna meintrar hryðjuverkaógnar á Íslandi, í kjölfar þess að stefnubreyting hefur orðið í viðbúnaði lögreglu án þess að umræða hafi átt sér stað. 

Samkvæmt orðum aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra er Stjórnarráðið ekki metið nægilega öruggur staður fyrir fund ráðsins.

Þjóðaröryggisráð Íslands, sem stofnað var samkvæmt nýjum lögum frá því í september í fyrra, fundar nú á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt lögum sem tóku gildi 22. september í fyrra fékk forsætisráðherra það hlutverk að „boða til fundar þjóðaröryggisráðs ef þeir atburðir hafa orðið eða eru yfirvofandi sem ætla má að hafi áhrif á þjóðaröryggi“.

Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, Svanhildur Hólm Valsdóttir, segir valið á fundarstaðnum ráðast af því að „dagskrá fundarins kalli á að fundarstaðurinn uppfylli nauðsynlegar öryggiskröfur,“ samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins. 

Þjóðaröryggisráðið fundaði fyrst 22. maí síðastliðinn og var ekki talin þörf á að hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka í kjölfar árásar í Manchester. Lögum samkvæmt þarf ráðið einungis að funda fjórum sinnum á ári, nema eitthvað gefi tilefni til annars. Ekki hafði orðið opinber umræðu um stefnumörkun í öryggismálum þegar ákveðið var að staðsetja vopnaða sérsveitarmenn meðal mannfjöldans á hátíðinni Color Run í miðborg Reykjavíkur um helgina. Lögreglan hefur boðað að vopnaðir sérsveitarmenn verði staðsettir á fjölmennum mannamótum út sumarið, þótt hvert tilfelli verði metið sérstaklega. Engu að síður hafi viðbúnaðarstig eða hættumat fyrir Ísland hefur ekki verið hækkað, samkvæmt orðum Jóns F. Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra. „Það er enn í meðallagi,“ sagði hann við Rúv.

StjórnarráðiðForsætisráðuneytið útvegar fundarstað fyrir þjóðaröryggisráð, en að þessu sinni var ákveðið að halda fund á Keflavíkurflugvelli af ótta við hryðjuverk.

Viðbúnaðarstig ekki hækkað, en meiri viðbúnaður

Undanfarið hefur lögregla gripið til aðgerða sem tengdar hafa verið við hryðjuverkaógn, en engu að síður hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka ekki verið hækkað frá því árið 2015, þegar árásir voru gerðar í París. 

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði í samtali við Rúv 23. maí, eftir hryðjuverkaárás í Manchester, að sérfræðingar ríkislögreglustjóra hefðu komist að þeirri niðurstöðu að „ekki [væri] ástæða til að hækka viðbúnað íslensku lögreglunnar, en hafa allan vara á.“

Með stofnun þjóðaröryggisráðs var skapaður formlegur samráðsvettvangur fyrir stjórnmálaleiðtoga og forsvarsmönnum lögreglunnar og landhelgisgæslunnar, en með honum var formgert að forsætisráðherra boðar þessa aðila á sinn fund þegar honum þykir tilefni til.

Í þjóðaröryggisráðinu sitja Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, þrír ráðuneytisstjórar ráðuneytanna, Haraldur ríkislögreglustsjóri, Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fulltrúi Landsbjargar og svo tveir þingmenn, annar úr minnihluta og hinn meirihluta.

Öruggur staðurBjarni Benediktsson forsætisráðherra gengur inn í öruggan fundarstað á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann hefur stefnt saman þjóðaröryggisráði. Ríkisútvarpið birtir myndina á vef sínum.

Bjarni æðsti yfirmaður öryggismála

Með lögum um þjóðaröryggisráð hefur forsætisráðherra þá valdheimild að skylda hvern sem er á fund ráðsins. „Embættismönnum og öðrum starfsmönnum ráðuneyta og opinberra stofnana og hlutafélaga, sem og einstaklingum og fulltrúum lögaðila, er skylt að mæta á fundi þjóðaröryggisráðs, sé þess óskað.“

Bjarni velur því bæði fundarstað, fundartíma og fundargesti. Ríkisstjórn Íslands fundar samkvæmt reglum um starfshætti í Stjórnarráðinu eða Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, en í afstöðu Bjarna nú felst að hann telji hvorugan fundarstaðinn nægilega öruggan að þessu sinni. Í lögum um þjóðaröryggisráð kemur fram að forsætisráðuneytið veiti „ráðinu alla nauðsynlega starfsaðstöðu og aðstoð við störf þess“. 

Eitt af verkefnum þjóðaröryggisráðsins er að stuðla að umræðu og upplýsingagjöf um öryggismál. „Þjóðaröryggisráð skal í samvinnu við háskólasamfélagið, hugveitur og fjölmiðla beita sér fyrir opinni og lýðræðislegri umræðu um þjóðaröryggismál og eflingu fræðslu og upplýsingagjöf um þau mál,“  segir í fjórðu grein laga um þjóðaröryggisráð.

Ráðið hefur hins vegar ekki skyldu að greina Alþingi frá störfum sínum oftar en einu sinni á ári. 

Nokkrir úr stjórnarandstsöðunni hafa gagnrýnt harðlega að vopnaðir sérsveitarmenn hafi verið staðsettir í mannfjölda við Color Run í miðborg Reykjavíkur um helgina, á grundvelli þess að slíkt skerði öryggistilfinningu borgaranna og að sýnileikinn sem slíkur sé ekki líklegur til árangurs gegn mögulegum hryðjuverkum. Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna, ætlaði að taka vopnaburðinn upp á fundi þjóðaröryggisráðsins í dag. „Ég held að þetta slái mig nú eins og bara flesta Íslendinga frekar óþægilega, sérstaklega í ljósi þess að það var ekki varað við þessu fyrirfram með neinum hætti eða upplýst um að viðbúnaðarstig hefði verið aukið. Ég held að það skipti máli í svona málum að það ríki ákveðið gagnsæi um það þegar svona ákvarðanir eru teknar þannig að fólk hafi meiri upplýsingar. Við þekkjum það vel víða erlendis frá að þar eru gefnar upplýsingar um það þegar einhver ástæða er talin til svona ákvarðana og ég held að það skipti máli fyrir venjulegt fólk að vita meira en minna,“ sagði Katrín í samtali við Rúv um málið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár