Líkt og flestir Íslendingar hafa tekið eftir uppfærði Facebook læk-takka sinn á dögunum og geta notendur nú ýmist sagst elska stöðufærslu, reiðst eða látið tár falla. Þessi nýjung minnkar hins vegar nánd og tjáningu við annað fólk, að mati sálfræðings sem Stundin ræddi við.
Wall Street Journal fjallaði um þann vinkil nýverið og ræddi við Larry D. Rosen, sálfræðiprófessor við Kaliforníuháskóla. „Líf okkar hefur verið smættað á þann veg að við finnum leiðir til að tjá tilfinningar okkar með minnsta mögulega átaki. Ef það að ýta á „leiður“ takkann fær okkur til líða eins og við höfum tjáð djúpa tilfinningu í örskamma stund, þá erum við í vanda,“ segir Rosen.
Stundin ræddi við Guðbrand Árna Ísberg sálfræðing sem tekur undir þetta sjónarmið, að læk-takkinn og broskarlarnir geti verið varasamir.
Athugasemdir