Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sálfræðingur segir nýja læk-takkann auka firringu

Face­book upp­færði læk-takka sinn á dög­un­um en að sögn sál­fræð­inga kann nýj­ung­in að vera vara­söm. Guð­brand­ur Árni Ís­berg sál­fræð­ing­ur seg­ir heil­ann ekki gerð­an fyr­ir þessa tækni. „Tauga­kerf­ið vinn­ur úr þess­um upp­lýs­ing­um á ann­an máta,“ seg­ir Guð­brand­ur.

Sálfræðingur segir nýja læk-takkann auka firringu

Líkt og flestir Íslendingar hafa tekið eftir uppfærði Facebook læk-takka sinn á dögunum og geta notendur nú ýmist sagst elska stöðufærslu, reiðst eða látið tár falla. Þessi nýjung minnkar hins vegar nánd og tjáningu við annað fólk, að mati sálfræðings sem Stundin ræddi við.

Wall Street Journal fjallaði um þann vinkil nýverið og ræddi við Larry D. Rosen, sálfræðiprófessor við Kaliforníuháskóla. „Líf okkar hefur verið smættað á þann veg að við finnum leiðir til að tjá tilfinningar okkar með minnsta mögulega átaki. Ef það að ýta á „leiður“ takkann fær okkur til líða eins og við höfum tjáð djúpa tilfinningu í örskamma stund, þá erum við í vanda,“ segir Rosen.

Sálfræðingur
Sálfræðingur Guðbrandur Árni Ísberg segir margt varasamt við nýju læk-takka Facebook.

Stundin ræddi við Guðbrand Árna Ísberg sálfræðing sem tekur undir þetta sjónarmið, að læk-takkinn og broskarlarnir geti verið varasamir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár